Viðskipti innlent

Val­gerður og Jóhannes til Terra

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhannes Karl Kárason og Valgerður Sigrúnar Vigfúsardóttir.
Jóhannes Karl Kárason og Valgerður Sigrúnar Vigfúsardóttir. Aðsend

Valgerður Sigrúnar Vigfúsardóttir og Jóhannes Karl Kárason hafa tekið við stjórnunarstöðum hjá Terra umhverfisþjónustu.

Í tilkynningu segir að Valgerður hafi verið ráðin forstöðumaður viðskiptadeildar Terra og Jóhannes Karl forstöðumaður akstursþjónustu.

Fram kemur að Valgerður muni leiða deild þjónustu- og viðskiptastjóra. Áður hafi hún starfað hjá A4 í sautján ár og hafi víðtæka reynslu af sölustýringu. „Hjá A4 stýrði hún uppbyggingu húsgagnadeildar og var sölustjóri. Valgerður er verkefnastjóri og markþjálfi að mennt.“

Um Jóhannes Karl segir að hann muni leiða daglegan rekstur og skipulag akstursþjónustu félagsins. 

„Hann kemur frá  Samskipum þar sem hann starfaði sem flotastjóri. Þar áður starfaði hann sem framleiðslustjóri hjá Kerecis á Ísafirði. Jóhannes er með BSc í virðiskeðjustjórnun frá Tækniháskólanum í Horsens í Danmörku. “






Fleiri fréttir

Sjá meira


×