Sport

Sex leikmenn sama félags hafa dáið úr sjaldgæfu krabbameini

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmaður Philadelphia Phillies með gullslaufu á búningnum sem var notuð til að safna fyrir og vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini.
Leikmaður Philadelphia Phillies með gullslaufu á búningnum sem var notuð til að safna fyrir og vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini. Getty/Rich Schultz

Óhugguleg örlög leikmanna úr sama íþróttafélagi í Bandaríkjunum eru farnir að sannfæra marga um að orsakavaldurinn gæti hafi verið gervigrasið sem liðið lék heimaleiki sína á. Könunu á efnum úr grasinu staðfesti að sá grunur átti rétt á sér.

Sex fyrrum leikmenn bandaríska hafnarboltafélagsins Philadelphia Phillies hafa nú dáið úr krabbameini í heila.

Liðið lék leiki sína á gervigrasi á Veterans Stadium í Philadelphia.

Leikmenn félagsins sem hafa dáið heita David West, Ken Brett, Tug McGraw, John Vukovich, Johnny Oates og Darren Daulton.

Allir létust þeir úr illkynja en sjaldgæfu krabbameini í heila (glioblastoma) en það er algjör dauðadómur að fá það.

Við skoðun á gamla gervigrasinu kom í ljós að hættuleg efni voru í gervigrasinu sem voru notað á gamla heimavelli Philadelphia Phillies liðsins.

Rannsókn Philadelphia Inquirer leiddi það í ljós en þar var verið að kanna hvort það væru einhver tengsl á milli gervigrassins og þess að fyrrum leikmenn liðsins væru að deyja úr krabbameini í heila.

Fréttamenn Philadelphia Inquirer keyptu hluta af gamla gervigrasinu og settu það í efnagreiningu. Þar fundust svokölluð PFAS efni (forever chemicals) sem eru krabbameinsvaldandi efni.

Gervigrasið var endurnýjað nokkrum sinnum en það var í notkun á vellinum frá 1971 til 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×