Tónlist

Brotlenti svolítið eftir Söngvakeppnina

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Stefán Óli er tilnefndur sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum.
Stefán Óli er tilnefndur sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. Skjáskot/Vísir

Tónlistarmaðurinn Stefán Óli vakti athygli þegar hann tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra. Hann elskar að flytja sína eigin tónlist upp á sviði og stefnir á að gefa út plötu á komandi tímum. Stefán Óli er tilnefndur sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum.

Nú styttist óðum í Hlustendaverðlaunin 2023 sem fara fram 17. mars næstkomandi. Nýliði ársins er meðal verðlaunaflokka og eru átta hljómsveitir og tónlistarmenn sem keppast um titilinn. Lífið á Vísi ræddi við allt tónlistarfólkið sem var tilnefnt í þessum flokki og fékk smá innsýn inn í sköpunargleði þeirra og tónlist.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan:

Klippa: Nýliðinn: Stefán Óli

Hver ert þú með eigin orðum?

Pabbi fyrst og fremst, ófullkominn í alla staði en reyni alltaf að gera mitt besta.

Hvernig myndir þú lýsa þínum tónlistarstíl?

Í augnablikinu er hann mjög fjölbreyttur. Hefðbundið popp ef svo skal kalla en hef verið að dýfa löppunum aðeins í EDM, sem mun breytast þetta árið meira yfir í það sem ég byrjaði upphaflega að gera.

Hver var kveikjan að því að þú byrjaðir í tónlist?

Það var mikið um söng og tónlist í kringum mig en áhugi á tónlist fór hægt af stað, þar sem íþróttir áttu allan minn hug.

Þegar að ég keypti minn fyrsta gítar um átján ára aldur þá kviknaði áhuginn fyrir tónlist, ég byrjaði að spila á gítar áður en ég söng fyrir framan nokkurn. 

Söngurinn er hins vegar búinn að kom mér á þann stað sem ég er í dag.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna í tónlist?

Að vera upp á sviði og syngja sína eigin tónlist, gerist ekki betra en það. 

Líka ævintýrið við það að búa til lag frá grunni og óvissan sem fylgir því hvert það er að fara.

En erfiðasta?

Að búa sér til nafn og halda sér þar.

Er eitthvað við tónlistarbransann sem hefur komið þér á óvart?

Í rauninni kom mér ekkert á óvart. Þetta er harður bransi þar sem er erfitt að komast að þar sem við eigum svo mikið af flottu og hæfileikaríku tónlistarfólki. Mikil samkeppni.

Drauma samstarfsaðili?

Ef við erum að tala um geimdraum þá væri það að sjálfsögðu Ed Sheeran. Á Íslandi eru það svo margir að ég á erfitt með að nefna alla, en mig langar mikið til að henda í einhvern dúett ​í framtíðinni.

Áttu þér einhverja íslenska fyrirmynd í tónlistarheiminum?

Frikki Dór, Jón Jónsson og Herra Hnetusmjör. Þeir hafa allir svaka eiginleika og vita hvað þeir vilja í þessum bransa.

Hvernig var tilfinningin að fá tilnefningu sem Nýliði ársins?

Hún var nokkuð góð, ég er virkilega þakklátur. Bjóst samt ekki við því að vera þar, þar sem ég brotlenti svolítið eftir Söngvakeppnina.


Tengdar fréttir

„Maður átti helst ekkert að tala um aldurinn sinn“

Tónlistarkonan og leikkonan Silja Rós er að eigin sögn orkumikil tilfinningavera sem lifir fyrir að skapa list. Það kom snemma í ljós hvert stefndi þar sem hún var syngjandi allan daginn sem barn og henni líður hvergi betur en á sviðinu. Silja Rós er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum.

„Algjör draumur að geta unnið við það sem ég elska“

Tónlistarkonan Una Torfadóttir ber marga hatta og segist fyrst og fremst vera stemningskona. Hún hefur verið í kringum tónlist allt sitt líf og segir algjöran draum að geta nú unnið við það sem hún elskar. Una Torfa er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum.

„Það er ekkert plan B“

Rapparinn Daniil skaust upp á stjörnuhimininn í fyrra en hann byrjaði í tónlist eftir að vinur hans fékk Macbook tölvu þegar þeir voru yngri. Honum finnst allt skemmtilegt við tónlistarbransann og stefnir bara lengra. Daniil er tilnefndur sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.