Umfjöllun og myndir: ÍBV-Selfoss 29-26 | Eyjakonur mæta Val í bikarúrslitum Hjörvar Ólafsson skrifar 15. mars 2023 21:45 Elísa Elíasdóttir var öflug á báðum endum vallarins í kvöld. Vísir/Vilhelm ÍBV, topplið Olís-deildar kvenna, mætir Val í úrslitaleik Powerade-bikarsins í handbolta kvenna en Eyjakonur lögðu Selfoss að velli í undanúrslitum keppninnar í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 29-26 ÍBV í vil. Jafnræði var með liðunum fram í miðbik fyrri hálfleiks þegar leikmenn ÍBV fóru að sigla fram úr. Þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var ÍBV 16-11 yfir. Eykakonur sýndu svo mátt sinn og megin í upphafi seinni hálfleiks og náðu fljótlega níu marka forskoti og var munurinn um það bil næstu mínútur leiksins. Selfyssingar bitu svo frá sér undir lok leiksins og niðurstaðan varð þriggja marka sigur ÍBV. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir reyndist uppeldisfélagi sínu óþægur ljár í þúfu en hún skoraði sjö mörk í þessum leik, þar af þrjú úr vítaköstum. Birna Berg Haraldsdóttir, Sunna Jónsdóttir og Elísa Elíasdóttir skoruðu svo fjögur mörk hver fyrir Eyjaliðið. Birna Berg átti góðan leik í kvöld.Vísir/Vilhelm Katla María Magnúsdóttir var atkvæðamest hjá Selfossi með níu mörk, þar af tvö af vítalínunni. Arna Kristín Einarsdóttir kom næst með fimm mörk og þar á eftir var Rakel Guðjónsdóttir með fjögur. Markverðir beggja liða vörðu vel en Marta Wawrzynkowska varði 14 skot í marki ÍBV og kollegi hennar Cornelia Hermannsson 15 skot hjá Selfossi. Marta Wawrzynkowska varði mark ÍBV af stakri prýði. Vísir/Vilhelm Cornelia Hermannsson sá til þess að Selfoss var inni í þessum leik. Vísir/Vilhelm Það verða topplið Olís-deildarinnar ÍBV og Valur sem mætast í úrslitaleik Powerade-bikarsins á laugardaginn kemur en Hlíðarendaliðið bar sigurorð af Haukum í hinum undanúrslitaleiknum fyrr í dag. Sunna Jónsdóttir þrumar að marki ... Vísir/Vilhelm ... og Sunna Jónsdóttir fagnar.Vísir/Vilhelm Katla María Magnúsdóttir var frábær í kvöld.Vísir/Vilhelm Það var hart barist.Vísir/Vilhelm Elísa Elíasdóttir átti góðan leik í kvöld.Vísir/Vilhelm Handbolti Powerade-bikarinn ÍBV UMF Selfoss
ÍBV, topplið Olís-deildar kvenna, mætir Val í úrslitaleik Powerade-bikarsins í handbolta kvenna en Eyjakonur lögðu Selfoss að velli í undanúrslitum keppninnar í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 29-26 ÍBV í vil. Jafnræði var með liðunum fram í miðbik fyrri hálfleiks þegar leikmenn ÍBV fóru að sigla fram úr. Þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var ÍBV 16-11 yfir. Eykakonur sýndu svo mátt sinn og megin í upphafi seinni hálfleiks og náðu fljótlega níu marka forskoti og var munurinn um það bil næstu mínútur leiksins. Selfyssingar bitu svo frá sér undir lok leiksins og niðurstaðan varð þriggja marka sigur ÍBV. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir reyndist uppeldisfélagi sínu óþægur ljár í þúfu en hún skoraði sjö mörk í þessum leik, þar af þrjú úr vítaköstum. Birna Berg Haraldsdóttir, Sunna Jónsdóttir og Elísa Elíasdóttir skoruðu svo fjögur mörk hver fyrir Eyjaliðið. Birna Berg átti góðan leik í kvöld.Vísir/Vilhelm Katla María Magnúsdóttir var atkvæðamest hjá Selfossi með níu mörk, þar af tvö af vítalínunni. Arna Kristín Einarsdóttir kom næst með fimm mörk og þar á eftir var Rakel Guðjónsdóttir með fjögur. Markverðir beggja liða vörðu vel en Marta Wawrzynkowska varði 14 skot í marki ÍBV og kollegi hennar Cornelia Hermannsson 15 skot hjá Selfossi. Marta Wawrzynkowska varði mark ÍBV af stakri prýði. Vísir/Vilhelm Cornelia Hermannsson sá til þess að Selfoss var inni í þessum leik. Vísir/Vilhelm Það verða topplið Olís-deildarinnar ÍBV og Valur sem mætast í úrslitaleik Powerade-bikarsins á laugardaginn kemur en Hlíðarendaliðið bar sigurorð af Haukum í hinum undanúrslitaleiknum fyrr í dag. Sunna Jónsdóttir þrumar að marki ... Vísir/Vilhelm ... og Sunna Jónsdóttir fagnar.Vísir/Vilhelm Katla María Magnúsdóttir var frábær í kvöld.Vísir/Vilhelm Það var hart barist.Vísir/Vilhelm Elísa Elíasdóttir átti góðan leik í kvöld.Vísir/Vilhelm
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti