Lífið

Sena tekur yfir Lewis Cap­aldi tón­leikana

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lewis Capaldi á sviði í Berlín í síðasta mánuði.
Lewis Capaldi á sviði í Berlín í síðasta mánuði. Getty/Frank Hoensch

Tónleikarnir með Lewis Capaldi sem fara fram í Laugardalshöllinni 11. ágúst næstkomandi hafa verið teknir yfir af Senu Live. Reykjavík Live sá áður um skipulagninguna. Tónleikunum var frestað síðasta sumar sólarhring áður en þeir áttu að hefjast. 

Lewis Capaldi átti að troða upp í Laugardalshöll þann 23. ágúst í fyrra. Þann 22. ágúst var þeim þó frestað vegna „vandamáls sem kom upp við framkvæmd“. Lofað var að tónleikarnir færu fram 11. ágúst á þessu ári í staðinn.

Þá var það fyrirtækið Reykjavík Live sem ætlaði að halda tónleikana en nú hefur Sena Live tekið yfir þá. Tónleikarnir hafa verið færðir yfir í gömlu Laugardalshöllina þar sem í mesta lagi fimm þúsund gestir komast fyrir. 

Forsala Sena Live hefst á morgun klukkan 11 og almenn miðasala á föstudaginn klukkan 11. Nýir miðar hafa verið sendir á þá sem áttu miða á tónleikana fyrrasumar og hafa þeir forgang í dag á að kaupa fleiri miða áður en forsala hefst. Nánar má lesa um tónleikana á vef Senu.

Fréttastofa ræddi í sumar við einn gest sem ætlaði sér að mæta á tónleikana og var kominn til Reykjavíkur alla leið frá Reyðarfirði. Hann tapaði hundrað þúsund krónum á því að komast ekki á tónleikana. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×