Trommarinn sem myrti móður sína látinn Máni Snær Þorláksson skrifar 16. mars 2023 15:04 Jim Gordon var 77 ára gamall þegar hann lést. Getty/Estate Of Keith Morris Bandaríski trommarinn Jim Gordon er látinn, 77 ára að aldri. Gordon átti farsælan feril sem trommari og lék með mörgum af skærustu stjörnum heims. Síðar fóru geðræn vandamál að gera vart við sig. Hann lét lífið í fangelsi þar sem hann afplánaði dóm fyrir að myrða móður sína. Gordon fæddist þann 14. júlí árið 1945. Þegar hann var sautján ára gamall afþakkaði hann að fara á styrk í tónlistarnám í UCLA háskólanum í Kaliforníu. Í stað þess hóf hann feril sinn sem trommari með hljómsveitinni Everly Brothers. Hann gekk svo í hóp tónlistarfólks sem kallaðist The Wrecking Crew en hópurinn spilaði undir á fjölmörgum hljómplötum. Sem meðlimur í þeim hópi spilaði Gordon til að mynda á plötunni Pet Sounds eftir Beach Boys. Hann stofnaði svo nýjan hóp ásamt Eric Clapton árið 1970 sem hét Derek and the Dominos. Með þeim hópi spilað Gordon til dæmis undir fyrir George Harrison. Þá trommaði Gordon einnig á plötum eftir stórstjörnur á borð við Frank Zappa, Cher, Tom Waits, Alice Cooper, Art Garfunkel, Carly Simon og John Lennon. Myrti móður sína og lét lífið í fangelsi Árið 1970 fóru fyrstu merkin um geðræna kvilla Gordon að gera vart við sig. Þá á hann að hafa kýlt þáverandi kærustu sína, Rita collidge, ítrekað á hótelherbergi. Rúmum áratugi síðar, árið 1983, myrti Gordon svo móður sína með hamri og hníf. Gordon játaði morðið en hann sagðist hafa heyrt raddir í hausnum sínum. Raddirnar hafi í upphafi verið vinalegar og gefið honum ráð. Hann segir að raddirnar hafi síðan farið að segja honum að „færa fórnir“ og að hann „yrði að gera það sem þær sögðu honum að gera.“ Gordon myrti móður sína árið 1983.Getty/Jim McCrary Þá sagðist Gordon ekki hafa viljað myrða móður sína en að hann hafi þurft að hlýða umræddum röddum: „Ég vildi halda mér frá henni. Ég hafði ekkert val. Í rauninni var eins og það væri verið að stýra mér og ég var sem uppvakningur. Hún vildi að ég myndi drepa sig,“ sagði Gordon í viðtali við Rolling Stone tveimur árum eftir morðið. Gordon var greindur með geðklofa en fékk engu að síður dóm fyrir morðið. Hann var dæmdur í allt frá sextán ára til lífstíðar í fangelsi. Árið 2018 var síðast tekin ákvörðun um hvort honum yrði veitt reynslulausn eða ekki. Niðurstaðan þá var að hann væri ennþá hættulegur almenningi og því fékk hann hana ekki veitta. Tónlist Andlát Bandaríkin Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Fleiri fréttir Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Sjá meira
Gordon fæddist þann 14. júlí árið 1945. Þegar hann var sautján ára gamall afþakkaði hann að fara á styrk í tónlistarnám í UCLA háskólanum í Kaliforníu. Í stað þess hóf hann feril sinn sem trommari með hljómsveitinni Everly Brothers. Hann gekk svo í hóp tónlistarfólks sem kallaðist The Wrecking Crew en hópurinn spilaði undir á fjölmörgum hljómplötum. Sem meðlimur í þeim hópi spilaði Gordon til að mynda á plötunni Pet Sounds eftir Beach Boys. Hann stofnaði svo nýjan hóp ásamt Eric Clapton árið 1970 sem hét Derek and the Dominos. Með þeim hópi spilað Gordon til dæmis undir fyrir George Harrison. Þá trommaði Gordon einnig á plötum eftir stórstjörnur á borð við Frank Zappa, Cher, Tom Waits, Alice Cooper, Art Garfunkel, Carly Simon og John Lennon. Myrti móður sína og lét lífið í fangelsi Árið 1970 fóru fyrstu merkin um geðræna kvilla Gordon að gera vart við sig. Þá á hann að hafa kýlt þáverandi kærustu sína, Rita collidge, ítrekað á hótelherbergi. Rúmum áratugi síðar, árið 1983, myrti Gordon svo móður sína með hamri og hníf. Gordon játaði morðið en hann sagðist hafa heyrt raddir í hausnum sínum. Raddirnar hafi í upphafi verið vinalegar og gefið honum ráð. Hann segir að raddirnar hafi síðan farið að segja honum að „færa fórnir“ og að hann „yrði að gera það sem þær sögðu honum að gera.“ Gordon myrti móður sína árið 1983.Getty/Jim McCrary Þá sagðist Gordon ekki hafa viljað myrða móður sína en að hann hafi þurft að hlýða umræddum röddum: „Ég vildi halda mér frá henni. Ég hafði ekkert val. Í rauninni var eins og það væri verið að stýra mér og ég var sem uppvakningur. Hún vildi að ég myndi drepa sig,“ sagði Gordon í viðtali við Rolling Stone tveimur árum eftir morðið. Gordon var greindur með geðklofa en fékk engu að síður dóm fyrir morðið. Hann var dæmdur í allt frá sextán ára til lífstíðar í fangelsi. Árið 2018 var síðast tekin ákvörðun um hvort honum yrði veitt reynslulausn eða ekki. Niðurstaðan þá var að hann væri ennþá hættulegur almenningi og því fékk hann hana ekki veitta.
Tónlist Andlát Bandaríkin Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Fleiri fréttir Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Sjá meira