„Þetta var ekkert Latabæjar-snappið“ Bjarki Sigurðsson skrifar 16. mars 2023 22:47 Kristmundur Axel Kristmundsson viðurkennir að hann sé ekkert fullkominn. Aðsend Kristmundur Axel Kristmundsson og Júlí Heiðar Halldórsson munu á næstunni gefa út sitt annað lag saman eftir að hafa slegið í gegn með lagið Komdu til baka árið 2010. Í þættinum Veislan á FM957 ræddu þeir um nýja lagið og síðustu ár. Þeir félagar unnu Söngvakeppni framhaldsskólana árið 2010 með laginu Komdu til baka. Um var að ræða íslenskan texta við lagið Tears In Heaven með Eric Clapton og fjallaði að mestu leyti um fíknivanda föður Kristmundar. Í Veislunni með Gústa B á FM957 rifjaði Júlí upp hvernig hlutirnir atvikuðust á sínum tíma. „Þetta var mjög skemmtilegt. Þegar við tókum þessa ákvörðun þá vorum við heima hjá þér Kristmundur. Ég tók upp kassagítarinn og var að spila lagið þitt. Þá einhvern veginn, eitthvað gerðist þar. Við hugsuðum „Já, bíddu við. Það er einhver söngkeppni. Við verðum að taka þátt.“,“ segir Júlí. Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Kristmund og Júlí, sem og hlusta á lagið sem er ekki enn búið að gefa út. Klippa: Kristmundur og Júlí Heiðar í Veislunni Lagið sló í gegn en Kristmundur og Júlí hafa gefið út fullt af lögum eftir það, en einungis í sitthvoru lagi. Nú, þrettán árum síðar, var hins vegar löngu kominn tími til að endurtaka leikinn. Þeir höfðu ekki hist í þrjú ár þegar þeir hittust til að semja. „Þetta er pínu volume 2. Það er erfitt að gera Komdu til baka volume 2 en þetta er svolítið um bara okkur. Hvernig þetta var og hvernig þetta er í dag. Hvernig þetta er allt búið að vera. Þetta er með dass af alvöru tilfinningum og öllu því,“ segir Kristmundur. Gústi B., Kristmundur Axel, Júlí Heiðar og Páll Orri Pálsson eftir þáttinn í dag.Vísir Kristmundur var um tíma ekki á góðum stað í lífinu. Á sama tíma og það var að gerast var hann afar virkur á Snapchat og birti þar oft myndir af uppátækjum sínum. „Þetta var ekkert Latabæjar-snappið. Þetta átti að vera auglýsing fyrir nýja dótið mitt sem kom síðan út en Snapchat-ið breyttist síðan aðeins og varð einhver stemning. Það er búið sko. Þarna var ég ungur, vitlaus og þetta er svolítið svona. Í nýja laginu fer ég nánast yfir þetta í nýja laginu mínu. Yfirferð yfir mistökin, samböndin og vinir sem undir lentu,“ segir Kristmundur. Hann viðurkennir að hann sé ekkert fullkominn en þessi tími var einn af hans lágpunktum í lífinu. Hann tekur því þó á kassann. „Ég lenti í smá veseni þegar ég var ungur og fór vitlausa leið. Var farinn að gera heimskulega hluti. Það voru meðal annars nokkur Snickers og eitthvað annað sem fóru úr búðum. Ég hef gert ýmislegt slæmt,“ Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Klippa: VEISLAN Tónlist FM957 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
Þeir félagar unnu Söngvakeppni framhaldsskólana árið 2010 með laginu Komdu til baka. Um var að ræða íslenskan texta við lagið Tears In Heaven með Eric Clapton og fjallaði að mestu leyti um fíknivanda föður Kristmundar. Í Veislunni með Gústa B á FM957 rifjaði Júlí upp hvernig hlutirnir atvikuðust á sínum tíma. „Þetta var mjög skemmtilegt. Þegar við tókum þessa ákvörðun þá vorum við heima hjá þér Kristmundur. Ég tók upp kassagítarinn og var að spila lagið þitt. Þá einhvern veginn, eitthvað gerðist þar. Við hugsuðum „Já, bíddu við. Það er einhver söngkeppni. Við verðum að taka þátt.“,“ segir Júlí. Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Kristmund og Júlí, sem og hlusta á lagið sem er ekki enn búið að gefa út. Klippa: Kristmundur og Júlí Heiðar í Veislunni Lagið sló í gegn en Kristmundur og Júlí hafa gefið út fullt af lögum eftir það, en einungis í sitthvoru lagi. Nú, þrettán árum síðar, var hins vegar löngu kominn tími til að endurtaka leikinn. Þeir höfðu ekki hist í þrjú ár þegar þeir hittust til að semja. „Þetta er pínu volume 2. Það er erfitt að gera Komdu til baka volume 2 en þetta er svolítið um bara okkur. Hvernig þetta var og hvernig þetta er í dag. Hvernig þetta er allt búið að vera. Þetta er með dass af alvöru tilfinningum og öllu því,“ segir Kristmundur. Gústi B., Kristmundur Axel, Júlí Heiðar og Páll Orri Pálsson eftir þáttinn í dag.Vísir Kristmundur var um tíma ekki á góðum stað í lífinu. Á sama tíma og það var að gerast var hann afar virkur á Snapchat og birti þar oft myndir af uppátækjum sínum. „Þetta var ekkert Latabæjar-snappið. Þetta átti að vera auglýsing fyrir nýja dótið mitt sem kom síðan út en Snapchat-ið breyttist síðan aðeins og varð einhver stemning. Það er búið sko. Þarna var ég ungur, vitlaus og þetta er svolítið svona. Í nýja laginu fer ég nánast yfir þetta í nýja laginu mínu. Yfirferð yfir mistökin, samböndin og vinir sem undir lentu,“ segir Kristmundur. Hann viðurkennir að hann sé ekkert fullkominn en þessi tími var einn af hans lágpunktum í lífinu. Hann tekur því þó á kassann. „Ég lenti í smá veseni þegar ég var ungur og fór vitlausa leið. Var farinn að gera heimskulega hluti. Það voru meðal annars nokkur Snickers og eitthvað annað sem fóru úr búðum. Ég hef gert ýmislegt slæmt,“ Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Klippa: VEISLAN
Tónlist FM957 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira