Í þáttunum fá áhorfendur að fylgjast með þeim vinkonum Sunnevu og Jóu tækla fjölbreytt verkefni á vinnumarkaði, eins og þeim einum er lagið.
Í þætti gærkvöldsins kynntu þær sér starf fatahönnuðar og fengu að fara í starfskynningu í tískufataversluninni Apotek Atelier og tók fatahönnuðurinn Ýr Þrastardóttir á móti þeim.
Þær fengu að reyna fyrir sér inni í versluninni og einnig hanna sína eigin flík eins og sjá má hér að neðan.