Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. mars 2023 07:00 Shyness Young and timid woman with head in the cloud sitting on bench Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. Stundum meira að segja þannig að við finnum til samviskubits án þess að vita hvers vegna! Týpísk dæmi geta hins vegar verið: Við náðum ekki að klára verkefnalistann í dag (og hugsum meira um það en allt sem við afrekuðum) Við erum með samviskubit yfir því að hringja ekki í mömmu eins og við ætluðum að gera Við erum með samviskubit yfir því að vinna of mikið frá börnunum Við erum með samviskubit yfir því að hafa ekki farið í ræktina Við erum með samviskubit yfir því að nenna ekki að hitta einhver Við erum með samviskubit yfir því að hafa hætt með einhverjum Við erum með samviskubit yfir hugsunum eða líðan Við erum með samviskubit yfir því að vera ekki að gera eitthvað Eða auðvitað: Samviskubit vegna þess að við gerðum eða sögðum eitthvað sem við áttum ekki að gera/segja. Og svo mætti lengi telja. Samkvæmt Healthline má skipta samviskubiti í fjórar tegundir: 1. Eðlilegt samviskubit: Þetta er samviskubitið þegar að við vitum að við gerðum eitthvað rangt. Til dæmis stóðum ekki við loforð. 2. Krónískt samviskubit: Þetta er tegundin sem er viðvarandi og oft tengt streitu. Krónískt samviskubit er algengt hjá þeim sem eiga erfitt með að skilgreina, skilja eða stjórna tilfinningum sínum eða líðan. Þá er krónískt samviskubit algengt hjá fólki sem upplifir kulnun, þunglyndi eða sambærilega vanlíðan. 3. Samkenndar samviskubit: Þetta er samviskubit sem tengist oft samfélaginu eða veraldlegum málum. Til dæmis að líða hálf illa yfir því að hafa það gott sjálfur, vitandi það að margir búa við fátækt eða erfiðar aðstæður. Í vinnunni getum við til dæmis upplifað samviskubit ef samstarfsvini okkar er sagt upp, en ekki okkur, þótt við séum fegin því að hafa ekki verið sagt upp sjálf. 4. Sjálfsbjargar samviskubit: Á ensku er talað um þetta sem „survivor guilt,“ eða samviskubit þess sem er fórnarlamb og hefur lent í einhverju hræðilegu. Þessi tegund samviskubits er mjög flókið og þarf oft að vinna á með því að vinna betur úr afleiðingum áfalla. Tony Robbins we eitt þekktasta nafnið í heiminum sem fyrirlesari og lífsþjálfari, leggur til sex góð ráð sem leiðir til að sporna við samviskubiti. Þessi sex ráð eru: 1. Að kryfja og skilja líðanina okkar Hérna byrjum við á því að skilgreina það fyrir okkur sjálfum hvernig okkur er að líða og hvers vegna við erum að upplifa samviskubit. Því oft sjáum við það betur eftir þessa skoðun að samviskubitið á ekki alveg rétt á sér eða er vegvísir fyrir okkur að vinna að rót vandans sem gæti til dæmis tengst því að við erum með of lágt sjálfsmat. 2. Að skilja og fyrirgefa Við gerum öll mistök en hver svo sem ástæðan er fyrir samviskubitinu, þá er mikilvægt fyrir okkur að skilja þessa tilfinningu en kveðja hana síðan með því að fyrirgefa okkur sjálfum. Samviskubit tengist alltaf einhverju í þátíðinni, einhverju sem þegar hefur gerst eða er liðið og við erum því ekki að fara að breyta því úr þessu. En við getum haft áhrif á framvinduna og með því að fyrirgefa okkur sjálfum, erum við líklegri til að eiga auðveldara með að leiðrétta, laga, biðjast afsökunar eða endurtaka ekki það sem varð þess valdandi að við fengum samviskubit. 3. Hugarsamtalið okkar þarf að breytast Flest samtölin okkar eru samtöl við okkur sjálf. Sem fara fram í huganum okkar. Og jafn sorglegt og það er, þá erum við ótrúlega dugleg að rífa okkur niður með dómhörku og neikvæðni í okkar eigin garð. Þetta eru hreinlega samtöl sem við myndum aldrei bjóða okkar nánasta fólki né öðrum upp á. Mikilvægur liður í að sporna við samviskubiti er að breyta þessu hugarsamtali þannig að það verði uppbyggilegt, gagnlegt og jákvætt fyrir okkur. Oft er þetta hægara sagt en gert en það eru margar leiðir til að stunda sjálfsrækt og þjálfa andlega heilsu okkar og um að gera að allir finni sína leið í því. 4. Hlustaðu á sjónarmið annarra Það eru allar líkur á að samviskubitið þitt stafi meðal annars af því að þú ert harðari við sjálfan þig heldur en við annað fólk. Það getur því verið mjög gott að ræða málin við traustan vin og heyra sjónarhorn annarra. Því í slíkum samtölum áttum við okkur oft á því að við erum að berja okkur alltof mikið niður, sem á endanum er ekki að gera okkur neitt gagn. 5. Að leysa úr málum Loks er það auðvitað að takast á við málin. Ef við erum með samviskubit yfir einhverju sem við hefðum átt að gera öðruvísi eða ekki, þurfum við til dæmis að taka skrefið sem eðlilegt er í framhaldinu. Til dæmis að biðjast fyrirgefningar, afsökunar, játa á okkur eitthvað eða reyna að leysa úr einhverju sem okkar gjörðir urðu valdandi og svo framvegis. Okkur líður alltaf betur á eftir og þegar staðan er þannig að eitthvað þarfnast úrlausnar er alltaf gott að muna: Ekki gera ekki neitt. 6. Að læra af mistökunum Þá má ekki gleyma verðmætunum sem samviskubitið getur skilað okkur. Því það að gera mistök og læra af þeim er mjög dýrmæt reynsla og þroskandi. Hvers vegna erum við með samviskubit, hvað getum við lært af því sem kom upp, hvernig viljum við bregðast við og hvað viljum við forðast eða breyta í framhaldinu? Allt eru þetta góðar og gagnlegar spurningar sem geta bæði hjálpað okkur að vinna úr samviskubiti og eflt okkur sem manneskjur og það sjálf sem við viljum vera. Áskorun er nýr efnisflokkur á Vísi þar sem við munum fjalla á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Áskorun Geðheilbrigði Góðu ráðin Tengdar fréttir Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01 Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00 Kvíði og þunglyndi í framhaldsskólum: Erum ekki að aumingjavæða unga fólkið Að upplifa kvíða, þunglyndi eða félagsfælni í framhaldsskóla er erfitt. Í ofanálag fá nemendur samviskubit og líður þá enn verr. 26. febrúar 2023 09:00 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Að eldast á besta aldri Það getur verið á svo mismunandi aldri sem við förum að hugsa um að við séum að eldast. Eða finnast við vera að eldast. Hver kynslóð er líka að verða eldri og því er fleygt fram að börn sem fæðast eftir aldamótin síðustu, verði að meðaltali yfir 100 ára gömul. 1. mars 2023 07:01 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Stundum meira að segja þannig að við finnum til samviskubits án þess að vita hvers vegna! Týpísk dæmi geta hins vegar verið: Við náðum ekki að klára verkefnalistann í dag (og hugsum meira um það en allt sem við afrekuðum) Við erum með samviskubit yfir því að hringja ekki í mömmu eins og við ætluðum að gera Við erum með samviskubit yfir því að vinna of mikið frá börnunum Við erum með samviskubit yfir því að hafa ekki farið í ræktina Við erum með samviskubit yfir því að nenna ekki að hitta einhver Við erum með samviskubit yfir því að hafa hætt með einhverjum Við erum með samviskubit yfir hugsunum eða líðan Við erum með samviskubit yfir því að vera ekki að gera eitthvað Eða auðvitað: Samviskubit vegna þess að við gerðum eða sögðum eitthvað sem við áttum ekki að gera/segja. Og svo mætti lengi telja. Samkvæmt Healthline má skipta samviskubiti í fjórar tegundir: 1. Eðlilegt samviskubit: Þetta er samviskubitið þegar að við vitum að við gerðum eitthvað rangt. Til dæmis stóðum ekki við loforð. 2. Krónískt samviskubit: Þetta er tegundin sem er viðvarandi og oft tengt streitu. Krónískt samviskubit er algengt hjá þeim sem eiga erfitt með að skilgreina, skilja eða stjórna tilfinningum sínum eða líðan. Þá er krónískt samviskubit algengt hjá fólki sem upplifir kulnun, þunglyndi eða sambærilega vanlíðan. 3. Samkenndar samviskubit: Þetta er samviskubit sem tengist oft samfélaginu eða veraldlegum málum. Til dæmis að líða hálf illa yfir því að hafa það gott sjálfur, vitandi það að margir búa við fátækt eða erfiðar aðstæður. Í vinnunni getum við til dæmis upplifað samviskubit ef samstarfsvini okkar er sagt upp, en ekki okkur, þótt við séum fegin því að hafa ekki verið sagt upp sjálf. 4. Sjálfsbjargar samviskubit: Á ensku er talað um þetta sem „survivor guilt,“ eða samviskubit þess sem er fórnarlamb og hefur lent í einhverju hræðilegu. Þessi tegund samviskubits er mjög flókið og þarf oft að vinna á með því að vinna betur úr afleiðingum áfalla. Tony Robbins we eitt þekktasta nafnið í heiminum sem fyrirlesari og lífsþjálfari, leggur til sex góð ráð sem leiðir til að sporna við samviskubiti. Þessi sex ráð eru: 1. Að kryfja og skilja líðanina okkar Hérna byrjum við á því að skilgreina það fyrir okkur sjálfum hvernig okkur er að líða og hvers vegna við erum að upplifa samviskubit. Því oft sjáum við það betur eftir þessa skoðun að samviskubitið á ekki alveg rétt á sér eða er vegvísir fyrir okkur að vinna að rót vandans sem gæti til dæmis tengst því að við erum með of lágt sjálfsmat. 2. Að skilja og fyrirgefa Við gerum öll mistök en hver svo sem ástæðan er fyrir samviskubitinu, þá er mikilvægt fyrir okkur að skilja þessa tilfinningu en kveðja hana síðan með því að fyrirgefa okkur sjálfum. Samviskubit tengist alltaf einhverju í þátíðinni, einhverju sem þegar hefur gerst eða er liðið og við erum því ekki að fara að breyta því úr þessu. En við getum haft áhrif á framvinduna og með því að fyrirgefa okkur sjálfum, erum við líklegri til að eiga auðveldara með að leiðrétta, laga, biðjast afsökunar eða endurtaka ekki það sem varð þess valdandi að við fengum samviskubit. 3. Hugarsamtalið okkar þarf að breytast Flest samtölin okkar eru samtöl við okkur sjálf. Sem fara fram í huganum okkar. Og jafn sorglegt og það er, þá erum við ótrúlega dugleg að rífa okkur niður með dómhörku og neikvæðni í okkar eigin garð. Þetta eru hreinlega samtöl sem við myndum aldrei bjóða okkar nánasta fólki né öðrum upp á. Mikilvægur liður í að sporna við samviskubiti er að breyta þessu hugarsamtali þannig að það verði uppbyggilegt, gagnlegt og jákvætt fyrir okkur. Oft er þetta hægara sagt en gert en það eru margar leiðir til að stunda sjálfsrækt og þjálfa andlega heilsu okkar og um að gera að allir finni sína leið í því. 4. Hlustaðu á sjónarmið annarra Það eru allar líkur á að samviskubitið þitt stafi meðal annars af því að þú ert harðari við sjálfan þig heldur en við annað fólk. Það getur því verið mjög gott að ræða málin við traustan vin og heyra sjónarhorn annarra. Því í slíkum samtölum áttum við okkur oft á því að við erum að berja okkur alltof mikið niður, sem á endanum er ekki að gera okkur neitt gagn. 5. Að leysa úr málum Loks er það auðvitað að takast á við málin. Ef við erum með samviskubit yfir einhverju sem við hefðum átt að gera öðruvísi eða ekki, þurfum við til dæmis að taka skrefið sem eðlilegt er í framhaldinu. Til dæmis að biðjast fyrirgefningar, afsökunar, játa á okkur eitthvað eða reyna að leysa úr einhverju sem okkar gjörðir urðu valdandi og svo framvegis. Okkur líður alltaf betur á eftir og þegar staðan er þannig að eitthvað þarfnast úrlausnar er alltaf gott að muna: Ekki gera ekki neitt. 6. Að læra af mistökunum Þá má ekki gleyma verðmætunum sem samviskubitið getur skilað okkur. Því það að gera mistök og læra af þeim er mjög dýrmæt reynsla og þroskandi. Hvers vegna erum við með samviskubit, hvað getum við lært af því sem kom upp, hvernig viljum við bregðast við og hvað viljum við forðast eða breyta í framhaldinu? Allt eru þetta góðar og gagnlegar spurningar sem geta bæði hjálpað okkur að vinna úr samviskubiti og eflt okkur sem manneskjur og það sjálf sem við viljum vera. Áskorun er nýr efnisflokkur á Vísi þar sem við munum fjalla á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira.
Áskorun Geðheilbrigði Góðu ráðin Tengdar fréttir Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01 Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00 Kvíði og þunglyndi í framhaldsskólum: Erum ekki að aumingjavæða unga fólkið Að upplifa kvíða, þunglyndi eða félagsfælni í framhaldsskóla er erfitt. Í ofanálag fá nemendur samviskubit og líður þá enn verr. 26. febrúar 2023 09:00 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Að eldast á besta aldri Það getur verið á svo mismunandi aldri sem við förum að hugsa um að við séum að eldast. Eða finnast við vera að eldast. Hver kynslóð er líka að verða eldri og því er fleygt fram að börn sem fæðast eftir aldamótin síðustu, verði að meðaltali yfir 100 ára gömul. 1. mars 2023 07:01 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01
Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00
Kvíði og þunglyndi í framhaldsskólum: Erum ekki að aumingjavæða unga fólkið Að upplifa kvíða, þunglyndi eða félagsfælni í framhaldsskóla er erfitt. Í ofanálag fá nemendur samviskubit og líður þá enn verr. 26. febrúar 2023 09:00
Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03
Að eldast á besta aldri Það getur verið á svo mismunandi aldri sem við förum að hugsa um að við séum að eldast. Eða finnast við vera að eldast. Hver kynslóð er líka að verða eldri og því er fleygt fram að börn sem fæðast eftir aldamótin síðustu, verði að meðaltali yfir 100 ára gömul. 1. mars 2023 07:01