„Erfitt að vera að tjá sig sjálfur um þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2023 10:00 Hannes S. Jónsson Vísir/Vilhelm Hannes S. Jónsson, formaður og framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, vonast eftir faglegri umræðu félaganna um reglubreytingu sem ætlað er að slíta stöðurnar tvær í sundur. Hannes hefur sinnt báðum stöðum frá 2014. KKÍ fór í niðurskurð árið 2014 og sagði framkvæmdastjóra sambandsins upp. Hannes var þá formaður sambandsins og gerður að framkvæmdastjóra samhliða þvívegna niðurskurðarins. Því var ætlað að vera tímabundin lausn en hefur staðið í níu ár. Hannes segir vonir alltaf hafa staðið til um að breyta fyrirkomulaginu til baka en kosið verður um tillögu þess efnis á ársþingi KKÍ næstu helgi. „Við höfum sagt að okkur finnst kominn tími á það í nokkur ár, að það þurfi að gera þetta. En það þarf að vera fjárhagslegur grundvöllur fyrir því. Það hefur ekkert með þessa tillögu að gera per se, að ég segi það. Þetta er í mörg ár sem þetta hefur verið svona,“ „Ég hef svarað hreyfingunni þessu allnokkrum sinnum, síðast á formannafundi í janúar þar sem við fórum bara yfir þetta. Þingið ræðir þetta og tekur þetta fyrir eins og mörg önnur mál. Svo fer þetta bara á þann veg sem þingið vill,“ segir Hannes. Á að aðskilja þetta til framtíðar en spurning með tímapunkt Í greinargerð þeirra Hilmars Júlíussonar og Björgvins Inga Ólafssonar, sem leggja málið fram fyrir hönd Stjörnunnar, segir að þetta sé lagt fram með gildi góðra stjórnarhátta að leiðarljósi. Aðskilja þurfi stöðurnar til að skerpa á verkaskiptingu og deildri ábyrgð innan sambandsins. „Ég tel að það eigi að vera þannig og þannig á það að vera til framtíðar. Spurningin er hvenær er rétti tíminn til þess eftir að farið var út í þetta á sínum tíma. Að sjálfsögðu er það þannig og ég held að enginn viti það betur en ég sjálfur hvernig er að vera í þessari stöðu,“ „Þess vegna skiptir máli að þú sért með öflugt fólk í kringum þig og við erum með öfluga stjórnsýslu og fólk sem er að starfa í kringum sambandið. En ég veit þetta og skil þetta, enginn betur en ég, og þess vegna viljum við að sjálfsögðu breyta þessu á einhverjum tímapunkti,“ segir Hannes. Óþægilegt að ræða eigin stöðu Því hefur verið velt upp hvort KKÍ hafi efni á breytingunni enda voru stöðurnar sameinaðar í sparnaðarskyni á sínum tíma. Í vetur var styrktarupphæð sambandsins frá Afrekssjóði ÍSÍ dregin saman til muna og sér fram á erfiða tíma í rekstri sambandsins ef fram heldur sem horfi. Hannes var því spurður hvort sambandið hefði efni á slíku. „Ekki eins og staðan er í dag. Þá er það sambandsins að gera breytingar á því, væntanlega á þingi. Það er stóra ástæðan fyrir því að við höfum ekki enn farið út í þessa breytingu. Við munum þurfa að gera þessa breytingu á einhverjum tímapunkti og við höfum talað um að þetta þurfi að gerast á allra næstu árum,“ „Vonandi líða ekki önnur níu ár og ég held að þetta muni breytast, spurningin er hvenær og hvernig. Það er bara umræðan sem fer inn í þingið um næstu helgi,“ „Þetta er rosalega erfitt að vera að tjá sig sjálfur um þetta. Það er bara þannig, mér finnst það mjög erfitt og myndi helst ekki vilja að tjá mig um þetta. Ég skil vel að það sé spurt en vil helst að þetta fái sína góðu þinglegu meðferð á Körfuknattleiksþinginu.“ segir Hannes. Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
KKÍ fór í niðurskurð árið 2014 og sagði framkvæmdastjóra sambandsins upp. Hannes var þá formaður sambandsins og gerður að framkvæmdastjóra samhliða þvívegna niðurskurðarins. Því var ætlað að vera tímabundin lausn en hefur staðið í níu ár. Hannes segir vonir alltaf hafa staðið til um að breyta fyrirkomulaginu til baka en kosið verður um tillögu þess efnis á ársþingi KKÍ næstu helgi. „Við höfum sagt að okkur finnst kominn tími á það í nokkur ár, að það þurfi að gera þetta. En það þarf að vera fjárhagslegur grundvöllur fyrir því. Það hefur ekkert með þessa tillögu að gera per se, að ég segi það. Þetta er í mörg ár sem þetta hefur verið svona,“ „Ég hef svarað hreyfingunni þessu allnokkrum sinnum, síðast á formannafundi í janúar þar sem við fórum bara yfir þetta. Þingið ræðir þetta og tekur þetta fyrir eins og mörg önnur mál. Svo fer þetta bara á þann veg sem þingið vill,“ segir Hannes. Á að aðskilja þetta til framtíðar en spurning með tímapunkt Í greinargerð þeirra Hilmars Júlíussonar og Björgvins Inga Ólafssonar, sem leggja málið fram fyrir hönd Stjörnunnar, segir að þetta sé lagt fram með gildi góðra stjórnarhátta að leiðarljósi. Aðskilja þurfi stöðurnar til að skerpa á verkaskiptingu og deildri ábyrgð innan sambandsins. „Ég tel að það eigi að vera þannig og þannig á það að vera til framtíðar. Spurningin er hvenær er rétti tíminn til þess eftir að farið var út í þetta á sínum tíma. Að sjálfsögðu er það þannig og ég held að enginn viti það betur en ég sjálfur hvernig er að vera í þessari stöðu,“ „Þess vegna skiptir máli að þú sért með öflugt fólk í kringum þig og við erum með öfluga stjórnsýslu og fólk sem er að starfa í kringum sambandið. En ég veit þetta og skil þetta, enginn betur en ég, og þess vegna viljum við að sjálfsögðu breyta þessu á einhverjum tímapunkti,“ segir Hannes. Óþægilegt að ræða eigin stöðu Því hefur verið velt upp hvort KKÍ hafi efni á breytingunni enda voru stöðurnar sameinaðar í sparnaðarskyni á sínum tíma. Í vetur var styrktarupphæð sambandsins frá Afrekssjóði ÍSÍ dregin saman til muna og sér fram á erfiða tíma í rekstri sambandsins ef fram heldur sem horfi. Hannes var því spurður hvort sambandið hefði efni á slíku. „Ekki eins og staðan er í dag. Þá er það sambandsins að gera breytingar á því, væntanlega á þingi. Það er stóra ástæðan fyrir því að við höfum ekki enn farið út í þessa breytingu. Við munum þurfa að gera þessa breytingu á einhverjum tímapunkti og við höfum talað um að þetta þurfi að gerast á allra næstu árum,“ „Vonandi líða ekki önnur níu ár og ég held að þetta muni breytast, spurningin er hvenær og hvernig. Það er bara umræðan sem fer inn í þingið um næstu helgi,“ „Þetta er rosalega erfitt að vera að tjá sig sjálfur um þetta. Það er bara þannig, mér finnst það mjög erfitt og myndi helst ekki vilja að tjá mig um þetta. Ég skil vel að það sé spurt en vil helst að þetta fái sína góðu þinglegu meðferð á Körfuknattleiksþinginu.“ segir Hannes.
Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira