„Erfitt að vera að tjá sig sjálfur um þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2023 10:00 Hannes S. Jónsson Vísir/Vilhelm Hannes S. Jónsson, formaður og framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, vonast eftir faglegri umræðu félaganna um reglubreytingu sem ætlað er að slíta stöðurnar tvær í sundur. Hannes hefur sinnt báðum stöðum frá 2014. KKÍ fór í niðurskurð árið 2014 og sagði framkvæmdastjóra sambandsins upp. Hannes var þá formaður sambandsins og gerður að framkvæmdastjóra samhliða þvívegna niðurskurðarins. Því var ætlað að vera tímabundin lausn en hefur staðið í níu ár. Hannes segir vonir alltaf hafa staðið til um að breyta fyrirkomulaginu til baka en kosið verður um tillögu þess efnis á ársþingi KKÍ næstu helgi. „Við höfum sagt að okkur finnst kominn tími á það í nokkur ár, að það þurfi að gera þetta. En það þarf að vera fjárhagslegur grundvöllur fyrir því. Það hefur ekkert með þessa tillögu að gera per se, að ég segi það. Þetta er í mörg ár sem þetta hefur verið svona,“ „Ég hef svarað hreyfingunni þessu allnokkrum sinnum, síðast á formannafundi í janúar þar sem við fórum bara yfir þetta. Þingið ræðir þetta og tekur þetta fyrir eins og mörg önnur mál. Svo fer þetta bara á þann veg sem þingið vill,“ segir Hannes. Á að aðskilja þetta til framtíðar en spurning með tímapunkt Í greinargerð þeirra Hilmars Júlíussonar og Björgvins Inga Ólafssonar, sem leggja málið fram fyrir hönd Stjörnunnar, segir að þetta sé lagt fram með gildi góðra stjórnarhátta að leiðarljósi. Aðskilja þurfi stöðurnar til að skerpa á verkaskiptingu og deildri ábyrgð innan sambandsins. „Ég tel að það eigi að vera þannig og þannig á það að vera til framtíðar. Spurningin er hvenær er rétti tíminn til þess eftir að farið var út í þetta á sínum tíma. Að sjálfsögðu er það þannig og ég held að enginn viti það betur en ég sjálfur hvernig er að vera í þessari stöðu,“ „Þess vegna skiptir máli að þú sért með öflugt fólk í kringum þig og við erum með öfluga stjórnsýslu og fólk sem er að starfa í kringum sambandið. En ég veit þetta og skil þetta, enginn betur en ég, og þess vegna viljum við að sjálfsögðu breyta þessu á einhverjum tímapunkti,“ segir Hannes. Óþægilegt að ræða eigin stöðu Því hefur verið velt upp hvort KKÍ hafi efni á breytingunni enda voru stöðurnar sameinaðar í sparnaðarskyni á sínum tíma. Í vetur var styrktarupphæð sambandsins frá Afrekssjóði ÍSÍ dregin saman til muna og sér fram á erfiða tíma í rekstri sambandsins ef fram heldur sem horfi. Hannes var því spurður hvort sambandið hefði efni á slíku. „Ekki eins og staðan er í dag. Þá er það sambandsins að gera breytingar á því, væntanlega á þingi. Það er stóra ástæðan fyrir því að við höfum ekki enn farið út í þessa breytingu. Við munum þurfa að gera þessa breytingu á einhverjum tímapunkti og við höfum talað um að þetta þurfi að gerast á allra næstu árum,“ „Vonandi líða ekki önnur níu ár og ég held að þetta muni breytast, spurningin er hvenær og hvernig. Það er bara umræðan sem fer inn í þingið um næstu helgi,“ „Þetta er rosalega erfitt að vera að tjá sig sjálfur um þetta. Það er bara þannig, mér finnst það mjög erfitt og myndi helst ekki vilja að tjá mig um þetta. Ég skil vel að það sé spurt en vil helst að þetta fái sína góðu þinglegu meðferð á Körfuknattleiksþinginu.“ segir Hannes. Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
KKÍ fór í niðurskurð árið 2014 og sagði framkvæmdastjóra sambandsins upp. Hannes var þá formaður sambandsins og gerður að framkvæmdastjóra samhliða þvívegna niðurskurðarins. Því var ætlað að vera tímabundin lausn en hefur staðið í níu ár. Hannes segir vonir alltaf hafa staðið til um að breyta fyrirkomulaginu til baka en kosið verður um tillögu þess efnis á ársþingi KKÍ næstu helgi. „Við höfum sagt að okkur finnst kominn tími á það í nokkur ár, að það þurfi að gera þetta. En það þarf að vera fjárhagslegur grundvöllur fyrir því. Það hefur ekkert með þessa tillögu að gera per se, að ég segi það. Þetta er í mörg ár sem þetta hefur verið svona,“ „Ég hef svarað hreyfingunni þessu allnokkrum sinnum, síðast á formannafundi í janúar þar sem við fórum bara yfir þetta. Þingið ræðir þetta og tekur þetta fyrir eins og mörg önnur mál. Svo fer þetta bara á þann veg sem þingið vill,“ segir Hannes. Á að aðskilja þetta til framtíðar en spurning með tímapunkt Í greinargerð þeirra Hilmars Júlíussonar og Björgvins Inga Ólafssonar, sem leggja málið fram fyrir hönd Stjörnunnar, segir að þetta sé lagt fram með gildi góðra stjórnarhátta að leiðarljósi. Aðskilja þurfi stöðurnar til að skerpa á verkaskiptingu og deildri ábyrgð innan sambandsins. „Ég tel að það eigi að vera þannig og þannig á það að vera til framtíðar. Spurningin er hvenær er rétti tíminn til þess eftir að farið var út í þetta á sínum tíma. Að sjálfsögðu er það þannig og ég held að enginn viti það betur en ég sjálfur hvernig er að vera í þessari stöðu,“ „Þess vegna skiptir máli að þú sért með öflugt fólk í kringum þig og við erum með öfluga stjórnsýslu og fólk sem er að starfa í kringum sambandið. En ég veit þetta og skil þetta, enginn betur en ég, og þess vegna viljum við að sjálfsögðu breyta þessu á einhverjum tímapunkti,“ segir Hannes. Óþægilegt að ræða eigin stöðu Því hefur verið velt upp hvort KKÍ hafi efni á breytingunni enda voru stöðurnar sameinaðar í sparnaðarskyni á sínum tíma. Í vetur var styrktarupphæð sambandsins frá Afrekssjóði ÍSÍ dregin saman til muna og sér fram á erfiða tíma í rekstri sambandsins ef fram heldur sem horfi. Hannes var því spurður hvort sambandið hefði efni á slíku. „Ekki eins og staðan er í dag. Þá er það sambandsins að gera breytingar á því, væntanlega á þingi. Það er stóra ástæðan fyrir því að við höfum ekki enn farið út í þessa breytingu. Við munum þurfa að gera þessa breytingu á einhverjum tímapunkti og við höfum talað um að þetta þurfi að gerast á allra næstu árum,“ „Vonandi líða ekki önnur níu ár og ég held að þetta muni breytast, spurningin er hvenær og hvernig. Það er bara umræðan sem fer inn í þingið um næstu helgi,“ „Þetta er rosalega erfitt að vera að tjá sig sjálfur um þetta. Það er bara þannig, mér finnst það mjög erfitt og myndi helst ekki vilja að tjá mig um þetta. Ég skil vel að það sé spurt en vil helst að þetta fái sína góðu þinglegu meðferð á Körfuknattleiksþinginu.“ segir Hannes.
Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum