Stöð 2 Sport
Klukkan 18.05 hefst útsending frá Ólafssal þar sem Haukar mæta Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 11.50 hefst útsending frá Stálborginni Sheffield þar sem heimamenn í Sheffield United mæta Blackburn Rovers í 8-liða úrslitum enska FA-bikarsins. Bæði lið hafa átt góðu gengi að fagna í B-deildinni þar í landi og reikna má með hörku leik.
Klukkan 14.05 færum við okkur til Brighton þar sem Brighton & Hove Albion mæta Grimsby Town. Ljóst er að gestirnir þurfa kraftaverk til að fara áfram en FA-bikarinn er þekktur fyrir slíkt.
Klukkan 16.10 hefst upphitun fyrir leik Manchester United og Fulham í sömu keppni. Leikurinn hefst svo 16.30. Klukkan 18.30 verða leikir dagsins í FA-bikarnum gerðir upp.
Klukkan 19.35 er stórleikur Inter og Juventus í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á dagskrá.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 11.20 hefst útsending frá leik Sampdoria og Hellas Verona í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þar á eftir er leikur Torino og toppliðs Napoli í sömu deild.
Klukkan 16.50 hefst útsending frá Róm þar sem erkifjendurnir Lazio og Roma mætast. Má reikna með hatrömmum leik.
Klukkan 19.30 er leikur Brooklyn Nets og Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta á dagskrá.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 17.20 er leikur Real Madríd og Baskonia í ACB-deildinni á Spáni á dagskrá.
Stöð 2 ESport
Klukkan 11.00 eru undanúrslit í BLAST Premier á dagskrá. Síðari undanúrslita leikurinn er á dagskrá klukkan 14.00. Klukkan 21.00 er svo Sandkassinn á dagskrá.