Alonso komst á verðlaunapall í hundraðasta skipti eftir allt saman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 15:00 Fernando Alonso hefur hundrað sinnum komist á verðlaunapall í Formúlu 1. Ayman Yaqoob/Getty Images Það var viðburðarrík helgi í Formúlu 1 þar sem keppt var í Sádi-Arabíu að þessu sinni. Sergio Pérez kom, sá og sigraði. Max Verstappen endaði í 2. sæti eftir að byrja fimmtándi í rásröðinni og gamla brýnið Fernando Alonso endaði að lokum í 3. sæti eftir að refsingin sem honum var gefin að kappakstri loknum var dæmd ógild. Pérez sigraði sannfærandi eftir að hafa hafið leik á ráspól. Það kom þó öllum á óvart að samherji hans hjá Red Bull, heimsmeistarinn Max Verstappen, hafi endað í 2. sæti en það átti að vera nær ógerlegt eftir að Hollendingurinn var aðeins fimmtándi í rásröðinni. Það má því með sanni segja að Red Bull hafi verið sigurvegarinn í Sádi-Arabíu en Fernando Alonso gæti þó verið ósammála. Hinn 41 árs gamli Spánverji keyrir í dag fyrir Aston Martin minnti fólk á að allt er fertugum fært þegar hann kom þriðji í mark á sunnudag. Eftir að kappakstrinum lauk fékk hann hins vegar 10 sekúndna refsingu sem gerði það að verkum að George Russell hjá Mercedes stökk upp í 3. sætið á meðan Alonso færðist niður í það fjórða. Fernando and Aston Martin deserved the podium today but I m very happy to pick up our first trophy of the season and super proud of the hard work the team is putting in. Let s keep pushing. pic.twitter.com/mgIpjtXrIK— George Russell (@GeorgeRussell63) March 19, 2023 Upphaflega fékk Alonso fimm sekúndna refsingu fyrir að vera ekki á réttum stað þegar kappaksturinn hófst. Við það bættust svo aðrar tíu sekúndur þar sem talið var að ökumaðurinn og lið hans hefðu ekki hlýtt fyrstu refsingunni. Sneri hún að því að starfslið Aston Martin hafi snert bílinn áður en fimm sekúndna refsingin var liðin. Seinni refsingunni var ekki bætt við fyrr en eftir að kappakstrinum lauk og hélt því Alonso lengi vel að hann hefði endað í 3. sæti og þar með komist í 100. sinn á verðlaunapall á ferli sínum. Tilkynnt var um refsinguna og að Alonso hefði fallið niður í 4. sæti en vinnuveitandi Alonso, Aston Martin, sendi inn formlega kvörtun. Read more on how Aston Martin and Fernando Alonso re-gained their podium at the #SaudiArabianGP https://t.co/25IF8BjKhi— Formula 1 (@F1) March 19, 2023 Sýndu þeir fram á að lið hefðu ekki fengið frekari refsingu þrátt fyrir starfslið hefði komið við bíl áður en refsing þess ökumanns væri liðin. Þar með var síðari refsingin felld niður og endaði Alonso í 3. sæti eftir allt saman. The GOATs club just got even GOATier #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/6qZKy1N2S2— Formula 1 (@F1) March 20, 2023 Staðan í Formúlu 1 er nú þannig að Red Bull trónir á toppnum í liðakeppninni með 87 stig á meðan Aston Martin kemur þar á eftir með 37 stig. Max Verstappen og Pérez tróna svo á toppnum í keppni ökumanna með 44 og 43 stig. Alonso er þriðji með 30 stig. UPDATED STANDINGSAston Martin and Mercedes draw level in the team standings after our points re-shuffle #SaudiArabianGP pic.twitter.com/BoAmBrH4aX— Formula 1 (@F1) March 19, 2023 Akstursíþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Pérez sigraði sannfærandi eftir að hafa hafið leik á ráspól. Það kom þó öllum á óvart að samherji hans hjá Red Bull, heimsmeistarinn Max Verstappen, hafi endað í 2. sæti en það átti að vera nær ógerlegt eftir að Hollendingurinn var aðeins fimmtándi í rásröðinni. Það má því með sanni segja að Red Bull hafi verið sigurvegarinn í Sádi-Arabíu en Fernando Alonso gæti þó verið ósammála. Hinn 41 árs gamli Spánverji keyrir í dag fyrir Aston Martin minnti fólk á að allt er fertugum fært þegar hann kom þriðji í mark á sunnudag. Eftir að kappakstrinum lauk fékk hann hins vegar 10 sekúndna refsingu sem gerði það að verkum að George Russell hjá Mercedes stökk upp í 3. sætið á meðan Alonso færðist niður í það fjórða. Fernando and Aston Martin deserved the podium today but I m very happy to pick up our first trophy of the season and super proud of the hard work the team is putting in. Let s keep pushing. pic.twitter.com/mgIpjtXrIK— George Russell (@GeorgeRussell63) March 19, 2023 Upphaflega fékk Alonso fimm sekúndna refsingu fyrir að vera ekki á réttum stað þegar kappaksturinn hófst. Við það bættust svo aðrar tíu sekúndur þar sem talið var að ökumaðurinn og lið hans hefðu ekki hlýtt fyrstu refsingunni. Sneri hún að því að starfslið Aston Martin hafi snert bílinn áður en fimm sekúndna refsingin var liðin. Seinni refsingunni var ekki bætt við fyrr en eftir að kappakstrinum lauk og hélt því Alonso lengi vel að hann hefði endað í 3. sæti og þar með komist í 100. sinn á verðlaunapall á ferli sínum. Tilkynnt var um refsinguna og að Alonso hefði fallið niður í 4. sæti en vinnuveitandi Alonso, Aston Martin, sendi inn formlega kvörtun. Read more on how Aston Martin and Fernando Alonso re-gained their podium at the #SaudiArabianGP https://t.co/25IF8BjKhi— Formula 1 (@F1) March 19, 2023 Sýndu þeir fram á að lið hefðu ekki fengið frekari refsingu þrátt fyrir starfslið hefði komið við bíl áður en refsing þess ökumanns væri liðin. Þar með var síðari refsingin felld niður og endaði Alonso í 3. sæti eftir allt saman. The GOATs club just got even GOATier #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/6qZKy1N2S2— Formula 1 (@F1) March 20, 2023 Staðan í Formúlu 1 er nú þannig að Red Bull trónir á toppnum í liðakeppninni með 87 stig á meðan Aston Martin kemur þar á eftir með 37 stig. Max Verstappen og Pérez tróna svo á toppnum í keppni ökumanna með 44 og 43 stig. Alonso er þriðji með 30 stig. UPDATED STANDINGSAston Martin and Mercedes draw level in the team standings after our points re-shuffle #SaudiArabianGP pic.twitter.com/BoAmBrH4aX— Formula 1 (@F1) March 19, 2023
Akstursíþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira