Veður

Gular við­varanir vegna storms og hríðar

Atli Ísleifsson skrifar
Viðvaranirnar taka gildi í kvöld eða fyrramálið og gilda í um sólarhring.
Viðvaranirnar taka gildi í kvöld eða fyrramálið og gilda í um sólarhring. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Suðurlandi, Vestfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendinu vegna austan og norðaustan hvassviðris eða storms sem skellur á landið á í kvöld og á morgun.

Viðvaranirnar taka gildi í kvöld eða fyrramálið og gilda í um sólarhring.

Suðurland: Austan og norðaustan stormur eða rok með snjókomu

  • 20. mar. kl. 22:00 – 21. mar. kl. 23:59: Austan og norðaustan 20-28 m/s og snjókoma undir Eyjafjöllum, en hægari vindur annarsstaðar á spásvæðinu. Búast má við snörpum vindhviðum, sumsstaðar yfir 35 m/s , og takmörkuðu eða lélegu skyggni í snjókomu með erfiðum akstursskilyrðum. Fólk er hvatt til að ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Vestfirðir: Austan og norðaustan hvassviðri eða stormur og éljagangur

  • 21. mar. kl. 06:00 – 23:59. Austan og norðaustan 18-23 m/s og él. Búast má við snörpum vindhviðum, sumsstaðar yfir 35 m/s , og takmörkuðu skyggni í éljum með erfiðum akstursskilyrðum, einkum á fjallvegum. Fólk er hvatt til að ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Suðausturland: Austan og norðaustan stormur eða rok með snjókomu

  • 20. mar. kl. 23:00 – 21. mar. kl. 22:59. Austan og norðaustan 20-28 m/s og snjókoma vestan Öræfa, en hægari vindur annarsstaðar á spásvæðinu. Búast má við snörpum vindhviðum, sumsstaðar yfir 35 m/s , og takmörkuðu eða lélegu skyggni í snjókomu með erfiðum akstursskilyrðum. Fólk er hvatt til að ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Miðhálendið: Austan og norðaustan hríð

  • 21. mar. kl. 00:00 – 23:59. Austan og norðaustan 15-25 m/s, hvassast vestantil, og víða snjókoma, einkum syðst. Hvasst og víða blint í snjókomu eða skafrenningi með erfiðum akstursskilyrðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×