„Eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. mars 2023 07:31 Gunnar Nelson er kominn aftur á kortið í UFC. vísir/sigurjón Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. Gunnar átti ekki í neinum vandræðum með Bryan Barberena og kláraði bardagann strax í fyrstu lotu, en aðeins voru nokkrar sekúndur eftir af lotunni þegar sigurinn var í höfn. Gunnar var mættur í Mjölni innan við 48 klukkustundum frá bardaganum og beint í vinnuna. „Lífið heldur bara áfram. Þetta er bara það sem maður þekkir og mín rútína og best að komast bara í hana sem fyrst,“ segir Gunnar í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Var sem betur fer nálægt sínu horni „Mér líður frábærlega eftir þennan sigur. Það gekk allt upp og mikið af því sem við höfum verið að vinna með síðustu ár. Ég er í raun alltaf klár í bardaga núna, þannig er formið á mér.“ Eins og áður segir kláraði Gunnar bardagann þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af lotunni. „Ég heyrði mjög vel í horninu mínu og það var líka helvíti heppilegt að ég var þarna á þessum tímapunkti alveg við hornið mitt. Ég heyrði mjög skýrt í John [Kavanagh] þjálfara og hann öskraði á mig, Gunni það eru tuttugu sekúndur eftir „shots and armbar“ og það var eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði, í þeirri röð. Ég olnbogaði hann í kjálkann og svo tók ég höndina á honum. Þegar maður er þarna inni þá gerist þetta alltaf miklu hægar en þegar ég horfði á bardagann aftur þá gerist þetta allt rosalega hratt. Ég vissi samt að það var mjög lítill tími eftir og þegar ég dreg höndina hans aftur þá finna ég ekki að hann er búinn að gefast upp. Dómarinn kemur bara og ég hélt í smá stund að lotan hafi verið að klára. Svo lít ég í hornið mitt og átta mig á því að ég hafði unnið,“ segir Gunnar. Mörg augu á mér Gunnar er bjartsýnn á framhaldið og sér fyrir sér titilbardaga í nánustu framtíð.„Svona sigur er ákveðin yfirlýsing. Þú færð rosalega umfjöllun og það eru mörg augu á þér. Þetta setur ákveðin skilaboð inn í veltivigtina sem er svolítið opin núna og búin að opnast töluvert þannig að þetta setur mig í sterka stöðu. Ég myndi halda að annar svona sigur eins og þessi og rétta hype-ið þá gæti það verið nóg til að ég fái titilbardaga en maður veit aldrei.“ Klippa: Eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði MMA Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira
Gunnar átti ekki í neinum vandræðum með Bryan Barberena og kláraði bardagann strax í fyrstu lotu, en aðeins voru nokkrar sekúndur eftir af lotunni þegar sigurinn var í höfn. Gunnar var mættur í Mjölni innan við 48 klukkustundum frá bardaganum og beint í vinnuna. „Lífið heldur bara áfram. Þetta er bara það sem maður þekkir og mín rútína og best að komast bara í hana sem fyrst,“ segir Gunnar í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Var sem betur fer nálægt sínu horni „Mér líður frábærlega eftir þennan sigur. Það gekk allt upp og mikið af því sem við höfum verið að vinna með síðustu ár. Ég er í raun alltaf klár í bardaga núna, þannig er formið á mér.“ Eins og áður segir kláraði Gunnar bardagann þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af lotunni. „Ég heyrði mjög vel í horninu mínu og það var líka helvíti heppilegt að ég var þarna á þessum tímapunkti alveg við hornið mitt. Ég heyrði mjög skýrt í John [Kavanagh] þjálfara og hann öskraði á mig, Gunni það eru tuttugu sekúndur eftir „shots and armbar“ og það var eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði, í þeirri röð. Ég olnbogaði hann í kjálkann og svo tók ég höndina á honum. Þegar maður er þarna inni þá gerist þetta alltaf miklu hægar en þegar ég horfði á bardagann aftur þá gerist þetta allt rosalega hratt. Ég vissi samt að það var mjög lítill tími eftir og þegar ég dreg höndina hans aftur þá finna ég ekki að hann er búinn að gefast upp. Dómarinn kemur bara og ég hélt í smá stund að lotan hafi verið að klára. Svo lít ég í hornið mitt og átta mig á því að ég hafði unnið,“ segir Gunnar. Mörg augu á mér Gunnar er bjartsýnn á framhaldið og sér fyrir sér titilbardaga í nánustu framtíð.„Svona sigur er ákveðin yfirlýsing. Þú færð rosalega umfjöllun og það eru mörg augu á þér. Þetta setur ákveðin skilaboð inn í veltivigtina sem er svolítið opin núna og búin að opnast töluvert þannig að þetta setur mig í sterka stöðu. Ég myndi halda að annar svona sigur eins og þessi og rétta hype-ið þá gæti það verið nóg til að ég fái titilbardaga en maður veit aldrei.“ Klippa: Eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði
MMA Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira