Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir Fram 9. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið lendi í sama sæti og á síðasta tímabili. Fram sneri aftur í efstu deild á síðasta tímabili eftir áratugs fjarveru og það með stæl. Með djarfan leikstíl að vopni skoruðu Frammarar helling en fengu líka á sig gommu af mörkum. Þeir voru þó duglegir að safna stigum og voru aldrei í teljandi fallbaráttu. Og Fram eignaðist nýjan heimavöll í Úlfarsárdalnum þar sem liðið tapaði bara þremur af ellefu leikjum sínum. Jón Þórir Sveinsson hefur gert stórgóða hluti með Fram síðan hann tók við liðinu fyrir tímabilið 2019.vísir/diego Jón Þórir Sveinsson er að hefja sitt fimmta tímabil við stjórnvölinn hjá Fram en hann hefur gert frábæra hluti með liðið sem hann átti svo góðu gengi að fagna með sem leikmaður á 9. áratug síðustu aldar. Hann er kominn með nýjan aðstoðarmann, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmanninn Ragnar Sigurðsson sem þreytir frumraun sína í þjálfun í sumar. Verkefni Jóns er að byggja ofan á árangur síðustu ára og forða því að Fram falli í sömu gryfju og svo mörg lið hafa fallið í á öðru tímabili í efstu deild. Það gæti þó reynst snúið því leikmannahópurinn virðist ekki sterkari en í fyrra og erfitt að treysta á að Guðmundur Magnússon eigi annað eins og tímabil og í fyrra þar sem hann skoraði sautján mörk í Bestu deildinni. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu þremur sætum ofar en þeim var spáð (12. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 0 prósent stiga í húsi (0 af 6) Maí: 44 prósent stiga í húsi (8 af 18) Júní: 33 prósent stiga í húsi (2 af 6) Júlí: 58 prósent stiga í húsi (7 af 12) Ágúst: 40 prósent stiga í húsi (6 af 15) September: 22 prósent stiga í húsi (2 af 9) Október: 40 prósent stiga í húsi (6 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 8. sæti (25 stig) Úrslitakeppni: 3. sæti í neðri deild (6 stig) - Besti dagur: 15. ágúst Unnu 4-1 sigur á Leikni og höfðu þá skorað 13 mörk í síðustu fjórum leikjum sínum og aðeins tapað einu sinni í síðustu tíu leikjum. Versti dagur: 12. maí Töpuðu 4-1 á móti Víkingi og höfðu því aðeins náð í tvö stig út úr fyrstu fimm leikjum tímabilsins. - Tölfræðin Árangur: 9. sæti (31 stig) Sóknarleikur: 4. sæti (53 mörk skoruð) Varnarleikur: 10. sæti (63 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 6. sæti (20 stig) Árangur á útivelli: 7. sæti (11 stig) Flestir sigurleikir í röð: 1 (Sjö sinnum) Flestir tapleikir í röð: 2 (Tvisvar sinnum) Markahæsti leikmaður: Guðmundur Magnússon 17 Flestar stoðsendingar: Tiago Fernandes 12 Þáttur í flestum mörkum: Guðmundur Magnússon 24 Flest gul spjöld: Alex Freyr Elísson 8 Liðið og lykilmenn grafík/hjalti Brynjar Gauti Guðjónsson (f. 1992): Gekk í raðir félagsins á síðustu leiktíð til að þétta varnarleik liðsins en liðið lak töluvert af mörkum síðasta sumar. Þó liðið hafi haldið áfram að fá á sig fjölda marka má samt færa rök fyrir því að Brynjar Gauti hafi stórbætt varnarleik Fram. Betur má ef duga skal og þarf miðvörðurinn að vera upp á sitt besta í sumar. Tiago Fernandes (f. 1995): Segja má að Portúgalinn hafi komið verulega á óvart á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Ásamt því að skora fimm mörk þá gaf hann þrettán stoðsendingar og endaði næststoðsendingahæstur í allri Bestu deildinni. Ljóst er að Fram þarf á sama framlagi að halda í sumar ætli liðið sér að forðast falldrauginn. Guðmundur Magnússon (f. 1991): Tiago var ekki eini leikmaður Fram sem kom á óvart á síðustu leiktíð. Eins og þruma úr heiðskíru lofti þá mætti Guðmundur í sínu besta formi og gat hreinlega ekki hætt að skora. Endaði hann á að þenja netmöskvana sautján sinnum síðasta sumar. Nú er bara að endurtaka leikinn. Fram treystir mjög á Brynjar Gauta Guðjónsson, Tiago Fernandes og Guðmund Magnússon.vísir/hulda margrét/diego Markaðurinn grafík/hjalti Miðað við síðasta tímabil var algjört lykilatriði fyrir Framara að ná að halda Guðmundi Magnússyni sem framlengdi samning sinn við félagið. Þeir hafa hins vegar haft frekar hægt um sig á félagsskiptamarkaðnum og gætu þurft að nýta næstu vikur vel til að bæta í hópinn. Hægri bakvörðurinn Adam Örn Arnarson skipti við Alex Frey Elísson sem fór til Breiðabliks eftir að hafa farið á kostum fyrir Framara í fyrra. Adam er 27 ára og sneri heim úr atvinnumennsku í fyrra en náði ekki að vinna sig inn í lið Breiðabliks og var lánaður til Leiknis, og hefur enn mikið að sanna í Bestu deildinni. Fram sótti einnig tvo leikmenn úr Lengjudeildinni með því að fá „hinn“ Aron Jóhannsson, öflugan miðjumann sem leikið hefur með Grindavík síðustu ár og skoraði í átta leikjum af tuttugu í fyrra, og Orra Sigurjónsson frá Þór. Orri, sem er yngri bróðir Atla í KR, er 28 ára og getur leikið sem aftasti miðjumaður eða í vörn, og fær nú loks tækifæri á ný í efstu deild eftir að hafa leikið þar með Þór fyrir tæpum áratug. Það er mikill skellur fyrir Fram að hafa misst Alex Frey og sömuleiðis sá liðið á eftir Indriða Áka Þorlákssyni sem var einnig fastamaður í liðinu í fyrra, auk þess sem miðjumaðurinn sterki Almarr Ormarsson lagði skóna á hilluna eftir góða og mikilvæga innkomu seinni hluta síðustu leiktíðar. Hversu langt er síðan að Fram .... ... varð Íslandsmeistari: 33 ár (1990) ... varð bikarmeistari: 10 ár (2013) ... endaði á topp þrjú: 15 ár (2008) ... féll úr deildinni: 9 ár (2014) ... átti markakóng deildarinnar: 16 ár (Jónas Grani Garðarsson 2007) ... átti besta leikmann deildarinnar: 36 ár (Pétur Ormslev 1987) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 33 ár (Steinar Guðgeirsson 1990) Framarar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Urðu bikarmeistarar og í fjórða sæti í A-deildinni. Fyrir fjörutíu árum (1983): Komust upp í A-deild með því að vinna B-deildina. Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í fjórða sæti í A-deildinni. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í sjöunda sæti í A-deildinni. Fyrir tíu árum (2013): Urðu bikarmeistarar og í tíunda sæti í A-deildinni. Að lokum ... Jannik Pohl endaði síðasta tímabil af krafti.vísir/hulda margrét Fram leit ekkert alltof vel út á undirbúningstímabilinu en sú var líka raunin í fyrra. Út frá því er engin ástæða til að hafa stórkostlegar áhyggjur af strákunum hans Jóns. Ástæðurnar til að hafa áhyggjur af Fram snúa frekar að skorti á styrkingu í vetur, varnarleiknum, sem var hriplekur í fyrra, og hinni alræmdu gryfju sem mörg lið falla í á öðru tímabili sínu í deildinni. Það er allavega erfitt að sjá Fram gera betur en á síðasta tímabili en liðið ætti að geta haldið sjó og þar með sæti sínu í Bestu deildinni. Liðið skorar alltaf mörk og ramminn sem Jón er búinn að smíða utan um það er nokkuð sterkur, nógu sterkur til vera réttu megin við strikið í haust. Besta deild karla Fram Tengdar fréttir Besta-spáin 2023: Þurfa fimm rétta úr útlendingalottóinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Með sama nesti og sömu skó í Lautarferð Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 23. mars 2023 10:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir Fram 9. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið lendi í sama sæti og á síðasta tímabili. Fram sneri aftur í efstu deild á síðasta tímabili eftir áratugs fjarveru og það með stæl. Með djarfan leikstíl að vopni skoruðu Frammarar helling en fengu líka á sig gommu af mörkum. Þeir voru þó duglegir að safna stigum og voru aldrei í teljandi fallbaráttu. Og Fram eignaðist nýjan heimavöll í Úlfarsárdalnum þar sem liðið tapaði bara þremur af ellefu leikjum sínum. Jón Þórir Sveinsson hefur gert stórgóða hluti með Fram síðan hann tók við liðinu fyrir tímabilið 2019.vísir/diego Jón Þórir Sveinsson er að hefja sitt fimmta tímabil við stjórnvölinn hjá Fram en hann hefur gert frábæra hluti með liðið sem hann átti svo góðu gengi að fagna með sem leikmaður á 9. áratug síðustu aldar. Hann er kominn með nýjan aðstoðarmann, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmanninn Ragnar Sigurðsson sem þreytir frumraun sína í þjálfun í sumar. Verkefni Jóns er að byggja ofan á árangur síðustu ára og forða því að Fram falli í sömu gryfju og svo mörg lið hafa fallið í á öðru tímabili í efstu deild. Það gæti þó reynst snúið því leikmannahópurinn virðist ekki sterkari en í fyrra og erfitt að treysta á að Guðmundur Magnússon eigi annað eins og tímabil og í fyrra þar sem hann skoraði sautján mörk í Bestu deildinni. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu þremur sætum ofar en þeim var spáð (12. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 0 prósent stiga í húsi (0 af 6) Maí: 44 prósent stiga í húsi (8 af 18) Júní: 33 prósent stiga í húsi (2 af 6) Júlí: 58 prósent stiga í húsi (7 af 12) Ágúst: 40 prósent stiga í húsi (6 af 15) September: 22 prósent stiga í húsi (2 af 9) Október: 40 prósent stiga í húsi (6 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 8. sæti (25 stig) Úrslitakeppni: 3. sæti í neðri deild (6 stig) - Besti dagur: 15. ágúst Unnu 4-1 sigur á Leikni og höfðu þá skorað 13 mörk í síðustu fjórum leikjum sínum og aðeins tapað einu sinni í síðustu tíu leikjum. Versti dagur: 12. maí Töpuðu 4-1 á móti Víkingi og höfðu því aðeins náð í tvö stig út úr fyrstu fimm leikjum tímabilsins. - Tölfræðin Árangur: 9. sæti (31 stig) Sóknarleikur: 4. sæti (53 mörk skoruð) Varnarleikur: 10. sæti (63 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 6. sæti (20 stig) Árangur á útivelli: 7. sæti (11 stig) Flestir sigurleikir í röð: 1 (Sjö sinnum) Flestir tapleikir í röð: 2 (Tvisvar sinnum) Markahæsti leikmaður: Guðmundur Magnússon 17 Flestar stoðsendingar: Tiago Fernandes 12 Þáttur í flestum mörkum: Guðmundur Magnússon 24 Flest gul spjöld: Alex Freyr Elísson 8 Liðið og lykilmenn grafík/hjalti Brynjar Gauti Guðjónsson (f. 1992): Gekk í raðir félagsins á síðustu leiktíð til að þétta varnarleik liðsins en liðið lak töluvert af mörkum síðasta sumar. Þó liðið hafi haldið áfram að fá á sig fjölda marka má samt færa rök fyrir því að Brynjar Gauti hafi stórbætt varnarleik Fram. Betur má ef duga skal og þarf miðvörðurinn að vera upp á sitt besta í sumar. Tiago Fernandes (f. 1995): Segja má að Portúgalinn hafi komið verulega á óvart á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Ásamt því að skora fimm mörk þá gaf hann þrettán stoðsendingar og endaði næststoðsendingahæstur í allri Bestu deildinni. Ljóst er að Fram þarf á sama framlagi að halda í sumar ætli liðið sér að forðast falldrauginn. Guðmundur Magnússon (f. 1991): Tiago var ekki eini leikmaður Fram sem kom á óvart á síðustu leiktíð. Eins og þruma úr heiðskíru lofti þá mætti Guðmundur í sínu besta formi og gat hreinlega ekki hætt að skora. Endaði hann á að þenja netmöskvana sautján sinnum síðasta sumar. Nú er bara að endurtaka leikinn. Fram treystir mjög á Brynjar Gauta Guðjónsson, Tiago Fernandes og Guðmund Magnússon.vísir/hulda margrét/diego Markaðurinn grafík/hjalti Miðað við síðasta tímabil var algjört lykilatriði fyrir Framara að ná að halda Guðmundi Magnússyni sem framlengdi samning sinn við félagið. Þeir hafa hins vegar haft frekar hægt um sig á félagsskiptamarkaðnum og gætu þurft að nýta næstu vikur vel til að bæta í hópinn. Hægri bakvörðurinn Adam Örn Arnarson skipti við Alex Frey Elísson sem fór til Breiðabliks eftir að hafa farið á kostum fyrir Framara í fyrra. Adam er 27 ára og sneri heim úr atvinnumennsku í fyrra en náði ekki að vinna sig inn í lið Breiðabliks og var lánaður til Leiknis, og hefur enn mikið að sanna í Bestu deildinni. Fram sótti einnig tvo leikmenn úr Lengjudeildinni með því að fá „hinn“ Aron Jóhannsson, öflugan miðjumann sem leikið hefur með Grindavík síðustu ár og skoraði í átta leikjum af tuttugu í fyrra, og Orra Sigurjónsson frá Þór. Orri, sem er yngri bróðir Atla í KR, er 28 ára og getur leikið sem aftasti miðjumaður eða í vörn, og fær nú loks tækifæri á ný í efstu deild eftir að hafa leikið þar með Þór fyrir tæpum áratug. Það er mikill skellur fyrir Fram að hafa misst Alex Frey og sömuleiðis sá liðið á eftir Indriða Áka Þorlákssyni sem var einnig fastamaður í liðinu í fyrra, auk þess sem miðjumaðurinn sterki Almarr Ormarsson lagði skóna á hilluna eftir góða og mikilvæga innkomu seinni hluta síðustu leiktíðar. Hversu langt er síðan að Fram .... ... varð Íslandsmeistari: 33 ár (1990) ... varð bikarmeistari: 10 ár (2013) ... endaði á topp þrjú: 15 ár (2008) ... féll úr deildinni: 9 ár (2014) ... átti markakóng deildarinnar: 16 ár (Jónas Grani Garðarsson 2007) ... átti besta leikmann deildarinnar: 36 ár (Pétur Ormslev 1987) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 33 ár (Steinar Guðgeirsson 1990) Framarar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Urðu bikarmeistarar og í fjórða sæti í A-deildinni. Fyrir fjörutíu árum (1983): Komust upp í A-deild með því að vinna B-deildina. Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í fjórða sæti í A-deildinni. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í sjöunda sæti í A-deildinni. Fyrir tíu árum (2013): Urðu bikarmeistarar og í tíunda sæti í A-deildinni. Að lokum ... Jannik Pohl endaði síðasta tímabil af krafti.vísir/hulda margrét Fram leit ekkert alltof vel út á undirbúningstímabilinu en sú var líka raunin í fyrra. Út frá því er engin ástæða til að hafa stórkostlegar áhyggjur af strákunum hans Jóns. Ástæðurnar til að hafa áhyggjur af Fram snúa frekar að skorti á styrkingu í vetur, varnarleiknum, sem var hriplekur í fyrra, og hinni alræmdu gryfju sem mörg lið falla í á öðru tímabili sínu í deildinni. Það er allavega erfitt að sjá Fram gera betur en á síðasta tímabili en liðið ætti að geta haldið sjó og þar með sæti sínu í Bestu deildinni. Liðið skorar alltaf mörk og ramminn sem Jón er búinn að smíða utan um það er nokkuð sterkur, nógu sterkur til vera réttu megin við strikið í haust.
Væntingarstuðullinn: Enduðu þremur sætum ofar en þeim var spáð (12. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 0 prósent stiga í húsi (0 af 6) Maí: 44 prósent stiga í húsi (8 af 18) Júní: 33 prósent stiga í húsi (2 af 6) Júlí: 58 prósent stiga í húsi (7 af 12) Ágúst: 40 prósent stiga í húsi (6 af 15) September: 22 prósent stiga í húsi (2 af 9) Október: 40 prósent stiga í húsi (6 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 8. sæti (25 stig) Úrslitakeppni: 3. sæti í neðri deild (6 stig) - Besti dagur: 15. ágúst Unnu 4-1 sigur á Leikni og höfðu þá skorað 13 mörk í síðustu fjórum leikjum sínum og aðeins tapað einu sinni í síðustu tíu leikjum. Versti dagur: 12. maí Töpuðu 4-1 á móti Víkingi og höfðu því aðeins náð í tvö stig út úr fyrstu fimm leikjum tímabilsins. - Tölfræðin Árangur: 9. sæti (31 stig) Sóknarleikur: 4. sæti (53 mörk skoruð) Varnarleikur: 10. sæti (63 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 6. sæti (20 stig) Árangur á útivelli: 7. sæti (11 stig) Flestir sigurleikir í röð: 1 (Sjö sinnum) Flestir tapleikir í röð: 2 (Tvisvar sinnum) Markahæsti leikmaður: Guðmundur Magnússon 17 Flestar stoðsendingar: Tiago Fernandes 12 Þáttur í flestum mörkum: Guðmundur Magnússon 24 Flest gul spjöld: Alex Freyr Elísson 8
Hversu langt er síðan að Fram .... ... varð Íslandsmeistari: 33 ár (1990) ... varð bikarmeistari: 10 ár (2013) ... endaði á topp þrjú: 15 ár (2008) ... féll úr deildinni: 9 ár (2014) ... átti markakóng deildarinnar: 16 ár (Jónas Grani Garðarsson 2007) ... átti besta leikmann deildarinnar: 36 ár (Pétur Ormslev 1987) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 33 ár (Steinar Guðgeirsson 1990)
Framarar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Urðu bikarmeistarar og í fjórða sæti í A-deildinni. Fyrir fjörutíu árum (1983): Komust upp í A-deild með því að vinna B-deildina. Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í fjórða sæti í A-deildinni. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í sjöunda sæti í A-deildinni. Fyrir tíu árum (2013): Urðu bikarmeistarar og í tíunda sæti í A-deildinni.
Besta-spáin 2023: Þurfa fimm rétta úr útlendingalottóinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Með sama nesti og sömu skó í Lautarferð Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 23. mars 2023 10:00