Innherji

Verðum í „varnar­bar­áttu“ meðan við erum að ná niður verð­bólgunni

Hörður Ægisson skrifar
„Það hefur gengið svo vel á Íslandi að auka kaupmátt um langt skeið við að mér finnst kannski núna vanta eilítið í umræðuna skilning á því hvaðan lífskjörin koma,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
„Það hefur gengið svo vel á Íslandi að auka kaupmátt um langt skeið við að mér finnst kannski núna vanta eilítið í umræðuna skilning á því hvaðan lífskjörin koma,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.

Engin „sársaukalaus leið“ er í boði til að vinna bug á verðbólgunni, sem útlit er fyrir að verði meiri á næstunni en áður var spáð, og á meðan því stendur þarf fólk að horfast í augu við þá staðreynd að framundan er „varnarbarátta,“ að sögn seðlabankastjóra. Þrátt fyrir að vöxturinn í hagkerfinu sé búinn að vera „heilbrigður“ að hans mati, sem endurspeglast í lítilli skuldsetningu einkageirans, þá sé núna nauðsynlegt að reyna að hemja hann með því að gera fjármagnskostnað fyrir heimili og fyrirtæki dýrari.


Tengdar fréttir

Hækkar vexti um eina prósentu og út­lit fyrir meiri verð­bólgu en áður var spáð

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur hækkað meginvexti bankans um eina prósentu – úr 6,5 prósentum í 7,5 prósent – samhliða auknum verðbólguþrýstingi og segir að við þessar aðstæður sé „mikilvægt að koma í veg fyrir víxlverkun hækkandi launa og verðlags.“ Vaxtahækkunin, sem er sú tólfta í röð, var heldur meiri en flestir greinendur og markaðsaðilar höfðu spáð fyrir um.

Flestir telja að Seðlabankinn hækki vexti um meira en 50 punkta

Mikill meirihluti markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 75 eða 100 punkta á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudaginn. Eftir sem áður helgast spár um brattar vaxtahækkanir af þrálátri verðbólgu, hækkandi verðbólguvæntingum og kröftugri einkaneyslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×