Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að Garðbæingar fari niður um eitt sæti milli ára. Ungt og ferskt lið Stjörnunnar, með nokkrum reynsluboltum, byrjaði síðasta tímabil vel með Emil Atlason í hörkuformi og var lengi vel í 2. sæti. Stjörnumenn gerðu þó of mörg jafntefli og varnarleikurinn var of lekur til að þeir gætu verið í toppbaráttu. Þeir voru í 6. sæti eftir deildarkeppnina og enduðu svo í því fimmta á fyrsta tímabilinu undir stjórn Ágústs Gylfasonar. Stjarnan Ka. Besta deild karla sumar 2022 fótbolti KSÍ.vísir/hulda margrét Eins og eðlilegt er með ung lið var Stjarnan misjöfn í fyrra. Liðið vann Breiðablik til að mynda 5-2 en tapaði næstu fimm leikjum með markatölunni 18-4. Stærsta verkefni Ágústs fyrir þetta tímabil er að minnka þessar sveiflur. Stjörnumenn hafa fengið nokkra sterka leikmenn í vetur, meðal annars Heiðar Ægisson, Joey Gibbs og Guðmund Kristjánsson, og þá er Hilmar Árni Halldórsson kominn aftur eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Ef hann nær einhverju sem líkist fyrri styrk bætir hann Stjörnuliðið gríðarlega. Erfitt er að sjá Stjörnuna blanda sér í toppbaráttuna en Evrópusæti er nokkuð raunhæft markmið hjá strákunum hans Ágústs. Síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu einu sæti ofar en þeim var spáð (6. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 67 prósent stiga í húsi (4 af 6) Maí: 72 prósent stiga í húsi (13 af 18) Júní: 33 prósent stiga í húsi (2 af 6) Júlí: 42 prósent stiga í húsi (5 af 12) Ágúst: 27 prósent stiga í húsi (4 af 15) September: 33 prósent stiga í húsi (3 af 9) Október: 40 prósent stiga í húsi (6 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 6. sæti (31 stig) Úrslitakeppni: 5. sæti í efri deild (6 stig) - Besti dagur: 7. ágúst Unnu 5-2 sigur á verðandi Íslandsmeisturum Breiðabliks og voru bara tveimur stigum frá öðru sæti deildarinnar Versti dagur: 11. september Töpuðu 3-1 á útivelli á móti KR sem var fimmti tapleikurinn í röð eftir stórsigurinn á Blikum. - Tölfræðin Árangur: 5. sæti (37 stig) Sóknarleikur: 6. sæti (44 mörk skoruð) Varnarleikur: 9. sæti (52 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 8. sæti (19 stig) Árangur á útivelli: 6. sæti (18 stig) Flestir sigurleikir í röð: 3 (15. til 29. maí) Flestir tapleikir í röð: 5 (14. ágúst til 11. september) Markahæsti leikmaður: Emil Atlason 11 Flestar stoðsendingar: Ísak Andri Sigurgeirsson 10 Þáttur í flestum mörkum: Emil Atlason 19 Flest gul spjöld: Daníel Laxdal, Einar Karl Ingvarsson og Jóhann Árni Gunnarsson 6 Liðið og lykilmenn grafík/hjalti Daníel Laxdal (f. 1986): Spilaði sína fyrstu [skráðu] leiki í meistaraflokki árið 2004 og nálgast því tvo áratug í meistaraflokki Stjörnunnar. Þó aldurinn sé farinn að færast yfir Herra Garðabæ þá býr hann yfir sæmilegum hraða og ætti að vera sínum mönnum gríðarlega mikilvægur í sumar, bæði innan vallar sem utan. Hilmar Árni Halldórsson (f. 1992): Missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla og munaði um minna. Ef hann er eitthvað í líkingu við þann leikmann sem hann var áður en hann meiddist má reikna með nýrri vídd í sóknarleik Stjörnumanna. Ísak Andri Sigurgeirsson (f. 2003): Besti leikmaður Stjörnunnar sumarið 2022 og var á endanum valinn besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar. Stefnir allt í að hann verði næsti leikmaður sem Stjarnan selur út og ef hann heldur uppteknum hætti í sumar gæti farið svo að hann klári ekki einu sinni tímabilið í Garðabænum. Daníel Laxdal, Hilmar Árni Halldórsson og Ísak Andri Sigurgeirsson ráða miklu um gengi Stjörnunnar.vísir/hulda margrét/daníel Markaðurinn grafík/hjalti Stjörnumönnum virðist hafa vegnað vel á félagsskiptamarkaðnum í vetur. Enginn af þeim fimm leikmönnum sem yfirgáfu félagið var í sérstaklega stóru hlutverki á síðustu leiktíð, þó að þar hafi farið þekktar stærðir í íslenskum fótbolta. Stjarnan sótti sér til að mynda ástralska framherjann Joey Gibbs, sem skorað hefur fimmtán mörk á tveimur leiktíðum í efstu deild með Keflavík, enda nauðsynlegt að fá aukasóknarmann í Garðabæinn. Guðmundur Kristjánsson náði sjálfsagt ekki þeim hæðum sem hann hugðist ná í FH eftir komuna úr atvinnumennsku en þessi nautsterki miðju- og varnarmaður mun eflaust nýtast Stjörnunni vel og er strax orðinn fyrirliði. Garðbæingar vita líka nákvæmlega að hverju þeir ganga varðandi Heiðar Ægisson sem staldraði stutt við á Hlíðarenda eftir að hafa verið í stóru hlutverki hjá Stjörnunni. Skagamennirnir Andri Adolphsson og Árni Snær Ólafsson eru einnig mættir. Forvitnilegt verður að sjá stöðuna á Andra, sem lék ekkert með Val í fyrra vegna meiðsla, en innkoma Árna í markið er mikilvæg í ljósi meiðsla Haraldar Björnssonar. Miðjumaðurinn Baldur Logi Guðlaugsson kom svo frá FH og kantmaðurinn Þorbergur Þór Steinarsson úr HK, og ættu að efla hópinn sem Stjarnan hefur úr að velja. Hversu langt er síðan að Stjarnan .... ... varð Íslandsmeistari: 9 ár (2014) ... varð bikarmeistari: 5 ár (2018) ... endaði á topp þrjú: 3 ár (2019) ... féll úr deildinni: 23 ár (2000) ... átti markakóng deildarinnar: 12 ár (Garðar Jóhannsson 2011) ... átti besta leikmann deildarinnar: 9 ár (Ingvar Jónsson 2014) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 1 ár (Ísak Andri Sigurgeirsson 2022) Stjörnumenn á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Komust ekki í sex liða úrslitakeppni í C-deildinni. Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í öðru sæti í D-deildinni og komust upp í C-deild. Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í öðru sæti í B-deildinni og komust upp í A-deild. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í fjórða sæti í B-deildinni Fyrir tíu árum (2013): Urðu í þriðja sæti í A-deildinni og töpuðu bikarúrslitaleiknum Að lokum ... Jóhann Árni Gunnarsson fagnar marki.vísir/hulda margrét Stuðningsmenn Stjörnunnar þurfa að halda áfram að sýna þolinmæði því líklegast er að þetta tímabil verði næsti kafli í nauðsynlegum kynslóðaskiptum í Garðabænum. Stjarnan er með fínan leikmannahóp en þó vantar leikmenn á millialdri, sem eru á toppi síns ferils. Hópurinn er að mestu skipaður ungum leikmönnum sem geta orðið mjög, mjög góðir og svo eldri leikmönnum sem eru komnir yfir sitt besta. Meiðsli hafa sett strik í reikning Stjörnunnar í vetur. Til að mynda er Haraldur Björnsson, markvörður liðsins undanfarin ár, meiddur og verður ekki klár fyrr en eftir nokkrar vikur. En þegar hann kemur aftur og eldri lykilmenn komast í betra leikform eru Garðbæingum flestir vegir færir. Varnarleikurinn þarf þó að vera mun sterkari en á síðasta tímabili þar sem Stjarnan fékk á sig 52 mörk. Þá er spurning hvaða áhrif lokamót EM U-19 ára hefur á gang sumarsins hjá Stjörnunni sem á fjóra leikmenn í því liði. Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Besta-spáin 2023: Endurkoma frelsarans í Fjörðinn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 30. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Fagurt og grænt á Eyjunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 29. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Sálin hans Jóns í Úlfarsárdalnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Þurfa fimm rétta úr útlendingalottóinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Með sama nesti og sömu skó í Lautarferð Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 23. mars 2023 10:00 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að Garðbæingar fari niður um eitt sæti milli ára. Ungt og ferskt lið Stjörnunnar, með nokkrum reynsluboltum, byrjaði síðasta tímabil vel með Emil Atlason í hörkuformi og var lengi vel í 2. sæti. Stjörnumenn gerðu þó of mörg jafntefli og varnarleikurinn var of lekur til að þeir gætu verið í toppbaráttu. Þeir voru í 6. sæti eftir deildarkeppnina og enduðu svo í því fimmta á fyrsta tímabilinu undir stjórn Ágústs Gylfasonar. Stjarnan Ka. Besta deild karla sumar 2022 fótbolti KSÍ.vísir/hulda margrét Eins og eðlilegt er með ung lið var Stjarnan misjöfn í fyrra. Liðið vann Breiðablik til að mynda 5-2 en tapaði næstu fimm leikjum með markatölunni 18-4. Stærsta verkefni Ágústs fyrir þetta tímabil er að minnka þessar sveiflur. Stjörnumenn hafa fengið nokkra sterka leikmenn í vetur, meðal annars Heiðar Ægisson, Joey Gibbs og Guðmund Kristjánsson, og þá er Hilmar Árni Halldórsson kominn aftur eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Ef hann nær einhverju sem líkist fyrri styrk bætir hann Stjörnuliðið gríðarlega. Erfitt er að sjá Stjörnuna blanda sér í toppbaráttuna en Evrópusæti er nokkuð raunhæft markmið hjá strákunum hans Ágústs. Síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu einu sæti ofar en þeim var spáð (6. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 67 prósent stiga í húsi (4 af 6) Maí: 72 prósent stiga í húsi (13 af 18) Júní: 33 prósent stiga í húsi (2 af 6) Júlí: 42 prósent stiga í húsi (5 af 12) Ágúst: 27 prósent stiga í húsi (4 af 15) September: 33 prósent stiga í húsi (3 af 9) Október: 40 prósent stiga í húsi (6 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 6. sæti (31 stig) Úrslitakeppni: 5. sæti í efri deild (6 stig) - Besti dagur: 7. ágúst Unnu 5-2 sigur á verðandi Íslandsmeisturum Breiðabliks og voru bara tveimur stigum frá öðru sæti deildarinnar Versti dagur: 11. september Töpuðu 3-1 á útivelli á móti KR sem var fimmti tapleikurinn í röð eftir stórsigurinn á Blikum. - Tölfræðin Árangur: 5. sæti (37 stig) Sóknarleikur: 6. sæti (44 mörk skoruð) Varnarleikur: 9. sæti (52 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 8. sæti (19 stig) Árangur á útivelli: 6. sæti (18 stig) Flestir sigurleikir í röð: 3 (15. til 29. maí) Flestir tapleikir í röð: 5 (14. ágúst til 11. september) Markahæsti leikmaður: Emil Atlason 11 Flestar stoðsendingar: Ísak Andri Sigurgeirsson 10 Þáttur í flestum mörkum: Emil Atlason 19 Flest gul spjöld: Daníel Laxdal, Einar Karl Ingvarsson og Jóhann Árni Gunnarsson 6 Liðið og lykilmenn grafík/hjalti Daníel Laxdal (f. 1986): Spilaði sína fyrstu [skráðu] leiki í meistaraflokki árið 2004 og nálgast því tvo áratug í meistaraflokki Stjörnunnar. Þó aldurinn sé farinn að færast yfir Herra Garðabæ þá býr hann yfir sæmilegum hraða og ætti að vera sínum mönnum gríðarlega mikilvægur í sumar, bæði innan vallar sem utan. Hilmar Árni Halldórsson (f. 1992): Missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla og munaði um minna. Ef hann er eitthvað í líkingu við þann leikmann sem hann var áður en hann meiddist má reikna með nýrri vídd í sóknarleik Stjörnumanna. Ísak Andri Sigurgeirsson (f. 2003): Besti leikmaður Stjörnunnar sumarið 2022 og var á endanum valinn besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar. Stefnir allt í að hann verði næsti leikmaður sem Stjarnan selur út og ef hann heldur uppteknum hætti í sumar gæti farið svo að hann klári ekki einu sinni tímabilið í Garðabænum. Daníel Laxdal, Hilmar Árni Halldórsson og Ísak Andri Sigurgeirsson ráða miklu um gengi Stjörnunnar.vísir/hulda margrét/daníel Markaðurinn grafík/hjalti Stjörnumönnum virðist hafa vegnað vel á félagsskiptamarkaðnum í vetur. Enginn af þeim fimm leikmönnum sem yfirgáfu félagið var í sérstaklega stóru hlutverki á síðustu leiktíð, þó að þar hafi farið þekktar stærðir í íslenskum fótbolta. Stjarnan sótti sér til að mynda ástralska framherjann Joey Gibbs, sem skorað hefur fimmtán mörk á tveimur leiktíðum í efstu deild með Keflavík, enda nauðsynlegt að fá aukasóknarmann í Garðabæinn. Guðmundur Kristjánsson náði sjálfsagt ekki þeim hæðum sem hann hugðist ná í FH eftir komuna úr atvinnumennsku en þessi nautsterki miðju- og varnarmaður mun eflaust nýtast Stjörnunni vel og er strax orðinn fyrirliði. Garðbæingar vita líka nákvæmlega að hverju þeir ganga varðandi Heiðar Ægisson sem staldraði stutt við á Hlíðarenda eftir að hafa verið í stóru hlutverki hjá Stjörnunni. Skagamennirnir Andri Adolphsson og Árni Snær Ólafsson eru einnig mættir. Forvitnilegt verður að sjá stöðuna á Andra, sem lék ekkert með Val í fyrra vegna meiðsla, en innkoma Árna í markið er mikilvæg í ljósi meiðsla Haraldar Björnssonar. Miðjumaðurinn Baldur Logi Guðlaugsson kom svo frá FH og kantmaðurinn Þorbergur Þór Steinarsson úr HK, og ættu að efla hópinn sem Stjarnan hefur úr að velja. Hversu langt er síðan að Stjarnan .... ... varð Íslandsmeistari: 9 ár (2014) ... varð bikarmeistari: 5 ár (2018) ... endaði á topp þrjú: 3 ár (2019) ... féll úr deildinni: 23 ár (2000) ... átti markakóng deildarinnar: 12 ár (Garðar Jóhannsson 2011) ... átti besta leikmann deildarinnar: 9 ár (Ingvar Jónsson 2014) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 1 ár (Ísak Andri Sigurgeirsson 2022) Stjörnumenn á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Komust ekki í sex liða úrslitakeppni í C-deildinni. Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í öðru sæti í D-deildinni og komust upp í C-deild. Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í öðru sæti í B-deildinni og komust upp í A-deild. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í fjórða sæti í B-deildinni Fyrir tíu árum (2013): Urðu í þriðja sæti í A-deildinni og töpuðu bikarúrslitaleiknum Að lokum ... Jóhann Árni Gunnarsson fagnar marki.vísir/hulda margrét Stuðningsmenn Stjörnunnar þurfa að halda áfram að sýna þolinmæði því líklegast er að þetta tímabil verði næsti kafli í nauðsynlegum kynslóðaskiptum í Garðabænum. Stjarnan er með fínan leikmannahóp en þó vantar leikmenn á millialdri, sem eru á toppi síns ferils. Hópurinn er að mestu skipaður ungum leikmönnum sem geta orðið mjög, mjög góðir og svo eldri leikmönnum sem eru komnir yfir sitt besta. Meiðsli hafa sett strik í reikning Stjörnunnar í vetur. Til að mynda er Haraldur Björnsson, markvörður liðsins undanfarin ár, meiddur og verður ekki klár fyrr en eftir nokkrar vikur. En þegar hann kemur aftur og eldri lykilmenn komast í betra leikform eru Garðbæingum flestir vegir færir. Varnarleikurinn þarf þó að vera mun sterkari en á síðasta tímabili þar sem Stjarnan fékk á sig 52 mörk. Þá er spurning hvaða áhrif lokamót EM U-19 ára hefur á gang sumarsins hjá Stjörnunni sem á fjóra leikmenn í því liði.
Væntingarstuðullinn: Enduðu einu sæti ofar en þeim var spáð (6. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 67 prósent stiga í húsi (4 af 6) Maí: 72 prósent stiga í húsi (13 af 18) Júní: 33 prósent stiga í húsi (2 af 6) Júlí: 42 prósent stiga í húsi (5 af 12) Ágúst: 27 prósent stiga í húsi (4 af 15) September: 33 prósent stiga í húsi (3 af 9) Október: 40 prósent stiga í húsi (6 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 6. sæti (31 stig) Úrslitakeppni: 5. sæti í efri deild (6 stig) - Besti dagur: 7. ágúst Unnu 5-2 sigur á verðandi Íslandsmeisturum Breiðabliks og voru bara tveimur stigum frá öðru sæti deildarinnar Versti dagur: 11. september Töpuðu 3-1 á útivelli á móti KR sem var fimmti tapleikurinn í röð eftir stórsigurinn á Blikum. - Tölfræðin Árangur: 5. sæti (37 stig) Sóknarleikur: 6. sæti (44 mörk skoruð) Varnarleikur: 9. sæti (52 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 8. sæti (19 stig) Árangur á útivelli: 6. sæti (18 stig) Flestir sigurleikir í röð: 3 (15. til 29. maí) Flestir tapleikir í röð: 5 (14. ágúst til 11. september) Markahæsti leikmaður: Emil Atlason 11 Flestar stoðsendingar: Ísak Andri Sigurgeirsson 10 Þáttur í flestum mörkum: Emil Atlason 19 Flest gul spjöld: Daníel Laxdal, Einar Karl Ingvarsson og Jóhann Árni Gunnarsson 6
Hversu langt er síðan að Stjarnan .... ... varð Íslandsmeistari: 9 ár (2014) ... varð bikarmeistari: 5 ár (2018) ... endaði á topp þrjú: 3 ár (2019) ... féll úr deildinni: 23 ár (2000) ... átti markakóng deildarinnar: 12 ár (Garðar Jóhannsson 2011) ... átti besta leikmann deildarinnar: 9 ár (Ingvar Jónsson 2014) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 1 ár (Ísak Andri Sigurgeirsson 2022)
Stjörnumenn á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Komust ekki í sex liða úrslitakeppni í C-deildinni. Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í öðru sæti í D-deildinni og komust upp í C-deild. Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í öðru sæti í B-deildinni og komust upp í A-deild. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í fjórða sæti í B-deildinni Fyrir tíu árum (2013): Urðu í þriðja sæti í A-deildinni og töpuðu bikarúrslitaleiknum
Besta-spáin 2023: Endurkoma frelsarans í Fjörðinn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 30. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Fagurt og grænt á Eyjunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 29. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Sálin hans Jóns í Úlfarsárdalnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Þurfa fimm rétta úr útlendingalottóinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Með sama nesti og sömu skó í Lautarferð Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 23. mars 2023 10:00
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti