„Við Guðni heimsóttum kvikmyndaverið í Gufunesi þar sem verið er að taka upp þættina True Detective. Það var virkilega áhugavert að hitta bæði leikara og starfsfólk á setti og fá smá innsýn í hið skáldaða bæjarlíf Ennis í Alaska,“ segir Eliza í færslunni.
Þá birtir hún myndir af sér ásamt Leifi B. Dagfinnssyni, framleiðanda hjá True North, Mari-Jo Winkler framleiðanda, Issa Lopez leikstjóra og Jodie Foster, leikkonu og stjörnu þáttanna. Þá fékk sonur Guðna og Elizu að slást með í för og er hann einnig á myndinni.

Tökur á True Detective hafa staðið yfir hér á landi undanfarna mánuði. Um er að ræða eina stærstu framleiðslu Íslandssögunnar. Til að mynda var Dalvík breytt til að líkjast bandaríska bænum Ennis og þá var Vogum á Vatsnleysuströnd breytt í bæ í Alaska.