Nú vilja þessir lögmenn þvinga forsvarsmenn GitHub til að bera kennsl á hver hlóð kóðanum þar inn og hverjir sóttu hann. Samkvæmt frétt New York Times, sem sagði fyrst frá málinu, virðist sem kóðinn hafi verið opinn á GitHub í nokkra mánuði.
Um er að ræða kóða sem stýrir því hvernig samfélagsmiðillinn virkar en frumkóðar sem þessir eru gífurlega mikilvægir.
NYT segir að forsvarsmenn Twitter hafi nýverið komist að því að kóðanum hafi verið lekið á netið og óttast þeir að óprúttnir aðilar eins og hakkarar geti notað hann til að finna veikleika á öryggiskerfi samfélagsmiðilsins.
Með því gætu þeir mögulega fengið aðgang að persónuupplýsingum notenda eða jafnvel lokað Twitter um tíma. Kóðinn gæti einnig gagnast samkeppnisaðilum Twitter.
Forsvarsmenn Twitter telja að sá sem birti kóðann hafi farið frá fyrirtækinu í fyrra. Elon Musk keypti Twitter fyrir 44 milljarða dala í október í fyrra, eftir að hann reyndi að komast undan því. Síðan þá hefur um 75 prósentum af um 7.500 starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp eða þau hætt.
Uppsagnirnar og aðrar sparnaðaraðgerðir hjá Twitter eru til komnar vegna þess að Musk hefur sagt nauðsynlegt að draga úr kostnaði hjá fyrirtækinu.
Sjá einnig: Höfða mál gegn Twitter vegna vangoldinnar leigu
Musk sagið í tölvupósti sem hann sendi nýlega til starfsmanna að hann Twitter væri um það bil tuttugu milljarða dala virði í dag, sem er meira en helmingi minna en hann keypti fyrirtækið á. Þess vegna væru sparnaðaraðgerðir nauðsynlegar og með umfangsmiklum breytingum væri mögulegt að Twitter yrði 250 milljarða virði.