Áhrifin af því að ljúga að börnunum sínum Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. mars 2023 07:01 Við getum ekki ætlast til þess að börnin okkar segi okkur alltaf sannleikann ef þau eru vön því frá unga aldri að við sem foreldrar segjum þeim ósatt. Þótt þær lygar séu oft ósannindi sem foreldrar grípa til sem einhvers konar stjórntæki eða uppeldisaðferðir. Vísir/Getty „Mamma verður búin eftir smá stund í símanum,“ eða „pabbi kemur aftur eftir smá stund,“ hljómar nú kannski sakleysislega fyrir okkur fullorðna fólkið sem skýringar. En höfum við velt því fyrir okkur hvað þetta þýðir fyrir börn? Því oft skilja börn okkur bókstaflega, sem þýðir að það að tala um „smá stund," þegar það einfaldlega á ekki við, getur verið eitthvað sem við ættum að umorða og segja öðruvísi. Áskorun er nýr efnisflokkur á Vísi þar sem við munum fjalla á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að rýna aðeins í hvað rannsóknir segja um það þegar foreldrar eru gjarnir á að ljúga að börnum sínum. Lygar hafa afleiðingar Eflaust telja flestir foreldrar sig vera stálheiðarlega við börnin sín. Að undanskildum einhverjum sakleysislegum lygum, sem oft hafa þann tilgang að fá þau til að hlýða. Dæmi: Segja eitthvað til að auka líkurnar á að barnið klári matinn af diskinum sínum: „....þú verður ekki stór og sterkur ef þú klárar ekki matinn þinn.“ Hótunarformið: Til dæmis „Þú verður bara skilinn einn eftir ef þú kemur ekki….“ Að fá börn til að hætta að suða um eitthvað með því að segja: „Nei ég á ekki með pening.“ Í Bandaríkjunum og í Asíu voru gerðar kannanir til að athuga hversu algengt það væri að foreldrar væru að ljúga að börnum sínum með þessum hætti og þá í þeim tilgangi að fá þau til að hlýða. Niðurstöðurnar sýndu í báðum heimsálfum að um helmingur foreldra eða fleiri, viðurkenndu að grípa stundum til þess að segja einhvers konar ósannindi til að fá þau til að hlýða. Sem aftur þýðir að mjög líklega er þetta hegðun sem mjög margir foreldrar kannast við hjá sjálfum sér. Það sem rannsóknir sýna hins vegar er að afleiðingarnar af því að ljúga að börnunum geta verið margvíslegar. Þó síst þegar börnin eru mjög ung. Frá fimm ára aldri hafa rannsóknir hins vegar sýnt að börn geta farið að sýna breytingar á sinni hegðun. Þær breytingar endurspeglast fyrst og fremst í því hversu líkleg þau verða til þess að segja foreldrum sínum sjálf ósatt. Til dæmis að viðurkenna ekki eitthvað sem þau hafa gert, hafi þeim verið það bannað en þau gert það samt. Eldri börn eru líka líklegri að telja það ekki áríðandi að segja foreldrum sínum satt og rétt frá, hafi þau sjálf oft upplifað að foreldrarnir séu ekki að segja þeim satt. Og því oftar sem foreldrar eru að ljúga, því meiri verða líkurnar á því að krakkarnir fari að segja ósatt. Með öðrum orðum: Ef foreldrar eru gjarnir á að ljúga, virkar það eins og að gefa börnunum grænt ljós á að gera slíkt hið sama. Þá hafa rannsóknir sýnt að börn sem ekki upplifa traust til foreldra sinna vegna þess að foreldrarnir eru gjarnir á að segja þeim ósatt, eru líklegri til að glíma við einhvern hegðunarvanda. Enn aðrar rannsóknir hafa sýnt að fólk sem elst upp við það að foreldrar þeirra eru gjarnir á að segja ósatt, mælast ekki jafn ánægðir með sambandið sitt við foreldrana síðar meir á lífsleiðinni. Góðu ráðin: Engin geimvísindi Í ítarlegri grein á vefsíðunni Parenting Science er foreldrum hins vegar sérstakega bent á eftirfarandi atriði: Við getum ekki ætlast til þess að börnin okkar séu heiðarleg og segi okkur alltaf satt, nema við séum heiðarleg við þau sjálf og þeim góð fyrirmynd. Við ætlumst almennt til þess að börnin okkar komi fram við annað fólk af virðingu og með kurteisi. En þurfum þá sjálf að passa okkur á að nota ekki lygar sem uppeldisaðferðir, því með þeim erum við að kenna þeim vanvirðingu. Ef við gerum okkur vonir um að eiga gott og ánægjulegt samband við börnin okkar nú og í framtíðinni, verðum við að standast traust þeirra. Það gerum við ekki, ef krakkarnir fullorðnast með margar minningar um að við sem foreldrar, séum gjörn á að ljúga. Góðu ráðin Fjölskyldumál Börn og uppeldi Áskorun Tengdar fréttir Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01 Kvíði og þunglyndi í framhaldsskólum: Erum ekki að aumingjavæða unga fólkið Að upplifa kvíða, þunglyndi eða félagsfælni í framhaldsskóla er erfitt. Í ofanálag fá nemendur samviskubit og líður þá enn verr. 26. febrúar 2023 09:00 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Að sigra glímuna við foreldrasamviskubitið Margir útivinnandi foreldrar þekkja það að fá samviskubit gagnvart börnunum vegna vinnunnar. Kannist þið við þetta? 19. apríl 2022 07:01 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
En höfum við velt því fyrir okkur hvað þetta þýðir fyrir börn? Því oft skilja börn okkur bókstaflega, sem þýðir að það að tala um „smá stund," þegar það einfaldlega á ekki við, getur verið eitthvað sem við ættum að umorða og segja öðruvísi. Áskorun er nýr efnisflokkur á Vísi þar sem við munum fjalla á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að rýna aðeins í hvað rannsóknir segja um það þegar foreldrar eru gjarnir á að ljúga að börnum sínum. Lygar hafa afleiðingar Eflaust telja flestir foreldrar sig vera stálheiðarlega við börnin sín. Að undanskildum einhverjum sakleysislegum lygum, sem oft hafa þann tilgang að fá þau til að hlýða. Dæmi: Segja eitthvað til að auka líkurnar á að barnið klári matinn af diskinum sínum: „....þú verður ekki stór og sterkur ef þú klárar ekki matinn þinn.“ Hótunarformið: Til dæmis „Þú verður bara skilinn einn eftir ef þú kemur ekki….“ Að fá börn til að hætta að suða um eitthvað með því að segja: „Nei ég á ekki með pening.“ Í Bandaríkjunum og í Asíu voru gerðar kannanir til að athuga hversu algengt það væri að foreldrar væru að ljúga að börnum sínum með þessum hætti og þá í þeim tilgangi að fá þau til að hlýða. Niðurstöðurnar sýndu í báðum heimsálfum að um helmingur foreldra eða fleiri, viðurkenndu að grípa stundum til þess að segja einhvers konar ósannindi til að fá þau til að hlýða. Sem aftur þýðir að mjög líklega er þetta hegðun sem mjög margir foreldrar kannast við hjá sjálfum sér. Það sem rannsóknir sýna hins vegar er að afleiðingarnar af því að ljúga að börnunum geta verið margvíslegar. Þó síst þegar börnin eru mjög ung. Frá fimm ára aldri hafa rannsóknir hins vegar sýnt að börn geta farið að sýna breytingar á sinni hegðun. Þær breytingar endurspeglast fyrst og fremst í því hversu líkleg þau verða til þess að segja foreldrum sínum sjálf ósatt. Til dæmis að viðurkenna ekki eitthvað sem þau hafa gert, hafi þeim verið það bannað en þau gert það samt. Eldri börn eru líka líklegri að telja það ekki áríðandi að segja foreldrum sínum satt og rétt frá, hafi þau sjálf oft upplifað að foreldrarnir séu ekki að segja þeim satt. Og því oftar sem foreldrar eru að ljúga, því meiri verða líkurnar á því að krakkarnir fari að segja ósatt. Með öðrum orðum: Ef foreldrar eru gjarnir á að ljúga, virkar það eins og að gefa börnunum grænt ljós á að gera slíkt hið sama. Þá hafa rannsóknir sýnt að börn sem ekki upplifa traust til foreldra sinna vegna þess að foreldrarnir eru gjarnir á að segja þeim ósatt, eru líklegri til að glíma við einhvern hegðunarvanda. Enn aðrar rannsóknir hafa sýnt að fólk sem elst upp við það að foreldrar þeirra eru gjarnir á að segja ósatt, mælast ekki jafn ánægðir með sambandið sitt við foreldrana síðar meir á lífsleiðinni. Góðu ráðin: Engin geimvísindi Í ítarlegri grein á vefsíðunni Parenting Science er foreldrum hins vegar sérstakega bent á eftirfarandi atriði: Við getum ekki ætlast til þess að börnin okkar séu heiðarleg og segi okkur alltaf satt, nema við séum heiðarleg við þau sjálf og þeim góð fyrirmynd. Við ætlumst almennt til þess að börnin okkar komi fram við annað fólk af virðingu og með kurteisi. En þurfum þá sjálf að passa okkur á að nota ekki lygar sem uppeldisaðferðir, því með þeim erum við að kenna þeim vanvirðingu. Ef við gerum okkur vonir um að eiga gott og ánægjulegt samband við börnin okkar nú og í framtíðinni, verðum við að standast traust þeirra. Það gerum við ekki, ef krakkarnir fullorðnast með margar minningar um að við sem foreldrar, séum gjörn á að ljúga.
Góðu ráðin Fjölskyldumál Börn og uppeldi Áskorun Tengdar fréttir Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01 Kvíði og þunglyndi í framhaldsskólum: Erum ekki að aumingjavæða unga fólkið Að upplifa kvíða, þunglyndi eða félagsfælni í framhaldsskóla er erfitt. Í ofanálag fá nemendur samviskubit og líður þá enn verr. 26. febrúar 2023 09:00 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Að sigra glímuna við foreldrasamviskubitið Margir útivinnandi foreldrar þekkja það að fá samviskubit gagnvart börnunum vegna vinnunnar. Kannist þið við þetta? 19. apríl 2022 07:01 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00
Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01
Kvíði og þunglyndi í framhaldsskólum: Erum ekki að aumingjavæða unga fólkið Að upplifa kvíða, þunglyndi eða félagsfælni í framhaldsskóla er erfitt. Í ofanálag fá nemendur samviskubit og líður þá enn verr. 26. febrúar 2023 09:00
Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01
Að sigra glímuna við foreldrasamviskubitið Margir útivinnandi foreldrar þekkja það að fá samviskubit gagnvart börnunum vegna vinnunnar. Kannist þið við þetta? 19. apríl 2022 07:01