Við hefjum þó leik á Augusta National Women's Amateur mótinu í golfi á Stöð 2 Sport 4 klukkan 17:30.
Þá verða tveir leikir í lokaumferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í beinni útsendingu á sama tíma klukkan 19:05 þegar Valur tekur á móti Njarðvík á Stöð 2 Sport 5 og Keflavík tekur á móti Fjölni á Stöð 2 Sport. Að leikjunum loknum verður Subway Körfuboltakvöld svo á sínum stað á Stöð 2 Sport þar sem farið verður yfir alla leiki umferðarinnar.
Þá fara undanúrslit Framhaldsskólaleika Rafíþróttasamtaka Íslands af stað á Stöð 2 eSport klukkan 21:30.