Þurfti að fela hneigð sína til kvenfatnaðar: „Svona er ég mótaður og svona er ég bara“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. mars 2023 22:01 Birgir segir fata- og förðunarval sitt vera hluta af sér, hann sé svona og fólk taki því almennt vel. Konan hans hafi aldrei fett fingur út í kyntjáningu hans og hann hafi aldrei lent í vandræðum. karlmennskan.is „Ég er með mjög óljósar minningar af því að vera sex eða sjö ára að máta nælonsokka upp í sveit og ég veit ekkert hvað þetta er,” segir Biggi Veira eða Birgir Þórarinsson tónlistarmaður og meðlimur GusGus. Í viðtali í hlaðvarpsþættinum Karlmennskan er klæðaburður Birgis meðal annars til umfjöllunar en Birgir hefur oft vakið athygli fyrir að klæða sig á óhefðbundinn hátt, miðað við karlmann, og er oftast í hefðbundnum kvenmannsfatnaði. „Svona er ég mótaður og svona er ég bara. Það er ekkert að því. Þú getur verið með tilgátur um að það sé hægt að laga mig með laser eða heilaskurðaðgerð. En ég er svona. Samfélagið bjó mig til, ég á rétt á því að vera svona og þetta er í lagi.“ Í skápnum til aldamóta Birgir lýsir því hvernig hann þurfti að fela hneigð sína til kvenfatnaðar, meðal annars fyrir kærustunum sínum en hann kom út fyrir núverandi konu sinni í kringum aldamótin. „Þegar ég byrja með núverandi konunni minni [1998] þá segi ég henni þetta strax. Fram að því hafði ég hulið þetta frá kærustunum mínum. Ég var inni í skápnum með þetta. Þetta var ekkert í lagi. Í næntísinu var þetta bara frekar frumstætt.“ Birgir segir fata- og förðunarval sitt vera hluta af sér, hann sé svona og fólk taki því almennt vel. Konan hans hafi aldrei fett fingur út í kyntjáningu hans og hann hafi aldrei lent í vandræðum. „Kannski kemst ég frekar upp með að vera svona af því að ég er tónlistarmaður.“ Átti að vera venjulegur „Fyrst reyna foreldrar þínir að að temja þig, svo er þér kennt að temja þig sjálfur. Þú ert settur í ábyrgð að vera þinn eigin pískur með þá fordóma sem þér eru innrættir. Það var erfiðast að glíma við það af því að þeir fara ekki,“ segir Birgir og vísar þar til þess að í hans eigin uppeldi hafi honum verið innrættar hugmyndir og fordómar sem áttu að koma í veg fyrir áföll og vandræði, sem hafði litað líf móður hans. „Móðir mín var alin upp í mikilli fátækt og hennar helsta markmið var bara ekkert helvítis rugl. Hún vildi ekki að ég þyrfti að upplifa allt þunglyndið, sjálfsvígin og ógeðið sem hún hafði þurft að upplifa.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í helstu hlaðvarpsveitum og horfa í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Jafnréttismál Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Í viðtali í hlaðvarpsþættinum Karlmennskan er klæðaburður Birgis meðal annars til umfjöllunar en Birgir hefur oft vakið athygli fyrir að klæða sig á óhefðbundinn hátt, miðað við karlmann, og er oftast í hefðbundnum kvenmannsfatnaði. „Svona er ég mótaður og svona er ég bara. Það er ekkert að því. Þú getur verið með tilgátur um að það sé hægt að laga mig með laser eða heilaskurðaðgerð. En ég er svona. Samfélagið bjó mig til, ég á rétt á því að vera svona og þetta er í lagi.“ Í skápnum til aldamóta Birgir lýsir því hvernig hann þurfti að fela hneigð sína til kvenfatnaðar, meðal annars fyrir kærustunum sínum en hann kom út fyrir núverandi konu sinni í kringum aldamótin. „Þegar ég byrja með núverandi konunni minni [1998] þá segi ég henni þetta strax. Fram að því hafði ég hulið þetta frá kærustunum mínum. Ég var inni í skápnum með þetta. Þetta var ekkert í lagi. Í næntísinu var þetta bara frekar frumstætt.“ Birgir segir fata- og förðunarval sitt vera hluta af sér, hann sé svona og fólk taki því almennt vel. Konan hans hafi aldrei fett fingur út í kyntjáningu hans og hann hafi aldrei lent í vandræðum. „Kannski kemst ég frekar upp með að vera svona af því að ég er tónlistarmaður.“ Átti að vera venjulegur „Fyrst reyna foreldrar þínir að að temja þig, svo er þér kennt að temja þig sjálfur. Þú ert settur í ábyrgð að vera þinn eigin pískur með þá fordóma sem þér eru innrættir. Það var erfiðast að glíma við það af því að þeir fara ekki,“ segir Birgir og vísar þar til þess að í hans eigin uppeldi hafi honum verið innrættar hugmyndir og fordómar sem áttu að koma í veg fyrir áföll og vandræði, sem hafði litað líf móður hans. „Móðir mín var alin upp í mikilli fátækt og hennar helsta markmið var bara ekkert helvítis rugl. Hún vildi ekki að ég þyrfti að upplifa allt þunglyndið, sjálfsvígin og ógeðið sem hún hafði þurft að upplifa.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í helstu hlaðvarpsveitum og horfa í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Jafnréttismál Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“