Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir Val 2. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að Hlíðarendapiltar fari upp um fjögur sæti milli ára. Þrátt fyrir að hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir síðasta tímabil ollu Valsmenn gríðarlega miklum vonbrigðum í fyrra. Heimir Guðjónsson var rekinn í júlí og við tók Ólafur Jóhannesson sem vann fjóra stóra titla sem þjálfari Vals 2015-20. Ólafi tókst ekki að snúa gengi Vals við. Liðið var í 4. sæti eftir 22 umferðir en fékk aðeins þrjú stig af fimmtán mögulegum í úrslitakeppninni og endaði í 6. sæti. Frá Akureyri á Hlíðarenda. Arnar Grétarsson tók við Val í vetur.vísir/sigurjón Forráðamenn Vals brugðust við með því að ráða Arnar Grétarsson sem gerði frábæra hluti með KA. Arnar tók til hendi og fór strax í að yngja Valsliðið. Hann fékk fjóra leikmenn í kringum tvítugt, stoðsendingakóng síðasta tímabils, Adam Ægi Pálsson, nítján marka manninn Andra Rúnar Bjarnason og endurnýjaði kynnin við Elfar Frey Helgason. Þá gekk Kristinn Freyr Sigurðsson í þriðja sinn í raðir Vals. Líkt og þegar hann tók við Breiðabliki og KA hefur Arnar byrjað á að laga varnarleik Vals og það virðist sannarlega hafa tekist. Valsmenn héldu allavega hreinu í öllum leikjum sínum í Lengjubikarnum nema einum og unnu keppnina. Það eru því jákvæð teikn á lofti á Hlíðarenda. Væntingarnar til Vals eru því talsverðar, liðið virðist á réttri leið og gæti veitt Breiðabliki harða keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu þremur sætum neðar en þeim var spáð (3. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 100 prósent stiga í húsi (9 af 9) Maí: 27 prósent stiga í húsi (4 af 15) Júní: 100 prósent stiga í húsi (6 af 6) Júlí: 17 prósent stiga í húsi (2 af 12) Ágúst: 73 prósent stiga í húsi (11 af 15) September: 0 prósent stiga í húsi (0 af 9) Október: 20 prósent stiga í húsi (3 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 4. sæti (32 stig) Úrslitakeppni: 6. sæti í neðri deild (3 stig) - Besti dagur: 14. ágúst Valsmenn unnu 6-1 sigur á Stjörnunni sem var þriðji sigur liðsins í röð og Valsliðið var þá bara þremur stigum frá öðru sætinu. Versti dagur: 17. júlí 3-2 tap fyrir ÍBV í Eyjum sem kostaði Heimi Guðjónsson starfið en Valur var þá fjórtán stigum frá toppsætinu eftir aðeins þrettán leiki. - Tölfræðin Árangur: 6. sæti (35 stig) Sóknarleikur: 5. sæti (46 mörk skoruð) Varnarleikur: 5. sæti (44 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 4. sæti (25 stig) Árangur á útivelli: 9. sæti (10 stig) Flestir sigurleikir í röð: 3 (Tvisvar sinnum) Flestir tapleikir í röð: 5 (5. september til 8. október) Markahæsti leikmaður: Patrick Pedersen 8 Flestar stoðsendingar: Ágúst Eðvald Hlynsson 6 Þáttur í flestum mörkum: Tryggvi Hrafn Haraldsson og Patrick Pedersen 12 Flest gul spjöld: Aron Jóhannsson og Haukur Páll Sigurðsson 8 Liðið og lykilmenn grafík/hjalti Frederik Schram (f. 1995): Fæddur hinum fagra bæ Dragør í Danmörku en hefur spilað sjö A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Gekk í raðir Vals á miðju síðasta tímabili og var fljótur að stimpla sig inn sem besti markvörður deildarinnar. Er með þjálfara sem leggur mikið upp úr varnarleik og kæmi lítið á óvart ef Schram yrði sá markvörður sem þyrfti hvað sjaldnast að sækja boltann í eigið net. Hólmar Örn Eyjólfsson (f. 1990): Átti ekki sitt besta tímabil í fyrra eftir að snúa aftur í íslenska boltann eftir langan atvinnumannaferil. Mun þó eflaust njóta sín betur í ár þar sem það stefnir í að Valur verði besta varnarlið deildarinnar. Allavega ef marka má undirbúningstímabilið. Býr yfir gæðum sem fáir leikmenn deildarinnar hafa en þarf þó að sýna þau betur í ár. Aron Jóhannsson (f. 1990): Að margra mati besti leikmaður deildarinnar. Erfitt að mótmæla því þegar ferilskráin er skoðuð. Spurningin er í hvaða hlutverki hann verður en framherjastaðan hjá Val er nokkuð óljós um þessar mundir. Eins og Hólmar Örn átti hann nokkuð erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð en það væri fásinna að afskrifa leikmenn með þessa ferilskrá og gæði. Frederik Schram, Hólmar Örn Eyjólfsson og Aron Jóhannsson hafa allir farið á heimsmeistaramót sem leikmenn.vísir/diego Markaðurinn grafík/hjalti Valsmenn hafa skipt út nokkrum eldri leikmönnum og þeir misstu einnig miðjumanninn Ágúst Eðvald Hlynsson sem er mættur í Kópavoginn. Þekktar stærðir í bland við unga og spennandi leikmenn hafa haldið á Hlíðarenda í staðinn. Þar á meðal er stoðsendingakóngur síðustu leiktíðar, Adam Ægir Pálsson, sem sjálfsagt er staðráðinn í að láta til sín taka á kantinum. Kristinn Freyr Sigurðsson ákvað að koma aftur frá FH og svo er spurning hvernig miðvörðurinn Elfar Freyr Helgason mætir inn í sumarið eftir að hafa byrjað aðeins einn deildarleik frá árinu 2020. Andri Rúnar Bjarnason fær nú í fyrsta sinn tækifæri hjá liði sem vill berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Þessi 32 ára sóknarmaður náði að skora tíu mörk fyrir Eyjamenn í fyrra eftir að hafa jafnað markametið í efstu deild síðast þegar hann spilaði á Íslandi, með Grindavík 2017. En Valsmenn hafa einnig hleypt ungum og efnilegum leikmönnum í sinn hóp og þar má nefna fyrirliða U19-landsliðsins sem vann England og spilar á EM í sumar, Hlyn Frey Karlsson. Óliver Steinar Guðmundsson og Lúkas Logi Heimisson komu einnig en allir þrír eru 18-20 ára og eiga sameiginlegt að hafa verið í unglingaliðum á Ítalíu. Hversu langt er síðan að Valur .... ... varð Íslandsmeistari: 3 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 7 ár (2016) ... endaði á topp þrjú: 3 ár (2020) ... féll úr deildinni: 20 ár (2003) ... átti markakóng deildarinnar: 5 ár (Patrick Pedersen 2018) ... átti besta leikmann deildarinnar: 5 ár (Patrick Pedersen 2018) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 3 ár (Valgeir Lundal Friðriksson 2020) Valsarar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Urðu í öðru sæti í A-deildinni Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í fimmta sæti í A-deildinni Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í sjötta sæti í A-deildinni. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í tíunda og neðsta sæti í A-deildinni og féllu. Fyrir tíu árum (2013): Urðu í fimmta sæti í A-deildinni. Að lokum ... Kristinn Freyr Sigurðsson er kominn til Vals í þriðja sinn.vísir/diego Arnar hefur byrjað á réttum enda hjá Val. Hann hefur yngt liðið og fengið inn ferskari leikmenn með meiri hlaupagetu. Og skellt í lás í vörninni. Varnarlínan Birkir Már Sævarsson, Hólmar Örn, Elfar Freyr og Sigurður Egill Lárusson er orðin afar vel samstillt og fyrir aftan hana stendur besti markvörður landsins vaktina. Met Líkurnar á að Arnar bæti metið sitt yfir mörk fengin á sig í tólf liða deild (þrettán) sem hann náði með Breiðabliki 2015 eru ansi miklar. Enn sem komið er spilar Valur engan tívolí-fótbolta en markaskorun ætti ekki að vera vandamál með alla hæfileikaríku sóknarmennina sem eru í liðinu. Það er samt varasamt að taka of mikið mark á Lengjubikarnum. FH vann hann nú einu sinni í fyrra en bjargaði sér frá falli á markatölu. En stoðirnar í Valsliðinu virðast einfaldlega of styrkar til að það nái ekki allavega Evrópusæti. Og Valur er með allt til alls til að geta orðið Íslandsmeistari í fjórða sinn á átta árum. Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Besta-spáin 2023: Lýsingin í partíinu dofnað Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi R. 3. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Ætla að taka stærsta og erfiðasta skrefið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Norskir vindar blása í Vesturbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Sveiflujöfnun óskast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 31. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Endurkoma frelsarans í Fjörðinn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 30. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Fagurt og grænt á Eyjunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 29. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Sálin hans Jóns í Úlfarsárdalnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Þurfa fimm rétta úr útlendingalottóinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Með sama nesti og sömu skó í Lautarferð Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 23. mars 2023 10:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir Val 2. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að Hlíðarendapiltar fari upp um fjögur sæti milli ára. Þrátt fyrir að hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir síðasta tímabil ollu Valsmenn gríðarlega miklum vonbrigðum í fyrra. Heimir Guðjónsson var rekinn í júlí og við tók Ólafur Jóhannesson sem vann fjóra stóra titla sem þjálfari Vals 2015-20. Ólafi tókst ekki að snúa gengi Vals við. Liðið var í 4. sæti eftir 22 umferðir en fékk aðeins þrjú stig af fimmtán mögulegum í úrslitakeppninni og endaði í 6. sæti. Frá Akureyri á Hlíðarenda. Arnar Grétarsson tók við Val í vetur.vísir/sigurjón Forráðamenn Vals brugðust við með því að ráða Arnar Grétarsson sem gerði frábæra hluti með KA. Arnar tók til hendi og fór strax í að yngja Valsliðið. Hann fékk fjóra leikmenn í kringum tvítugt, stoðsendingakóng síðasta tímabils, Adam Ægi Pálsson, nítján marka manninn Andra Rúnar Bjarnason og endurnýjaði kynnin við Elfar Frey Helgason. Þá gekk Kristinn Freyr Sigurðsson í þriðja sinn í raðir Vals. Líkt og þegar hann tók við Breiðabliki og KA hefur Arnar byrjað á að laga varnarleik Vals og það virðist sannarlega hafa tekist. Valsmenn héldu allavega hreinu í öllum leikjum sínum í Lengjubikarnum nema einum og unnu keppnina. Það eru því jákvæð teikn á lofti á Hlíðarenda. Væntingarnar til Vals eru því talsverðar, liðið virðist á réttri leið og gæti veitt Breiðabliki harða keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu þremur sætum neðar en þeim var spáð (3. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 100 prósent stiga í húsi (9 af 9) Maí: 27 prósent stiga í húsi (4 af 15) Júní: 100 prósent stiga í húsi (6 af 6) Júlí: 17 prósent stiga í húsi (2 af 12) Ágúst: 73 prósent stiga í húsi (11 af 15) September: 0 prósent stiga í húsi (0 af 9) Október: 20 prósent stiga í húsi (3 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 4. sæti (32 stig) Úrslitakeppni: 6. sæti í neðri deild (3 stig) - Besti dagur: 14. ágúst Valsmenn unnu 6-1 sigur á Stjörnunni sem var þriðji sigur liðsins í röð og Valsliðið var þá bara þremur stigum frá öðru sætinu. Versti dagur: 17. júlí 3-2 tap fyrir ÍBV í Eyjum sem kostaði Heimi Guðjónsson starfið en Valur var þá fjórtán stigum frá toppsætinu eftir aðeins þrettán leiki. - Tölfræðin Árangur: 6. sæti (35 stig) Sóknarleikur: 5. sæti (46 mörk skoruð) Varnarleikur: 5. sæti (44 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 4. sæti (25 stig) Árangur á útivelli: 9. sæti (10 stig) Flestir sigurleikir í röð: 3 (Tvisvar sinnum) Flestir tapleikir í röð: 5 (5. september til 8. október) Markahæsti leikmaður: Patrick Pedersen 8 Flestar stoðsendingar: Ágúst Eðvald Hlynsson 6 Þáttur í flestum mörkum: Tryggvi Hrafn Haraldsson og Patrick Pedersen 12 Flest gul spjöld: Aron Jóhannsson og Haukur Páll Sigurðsson 8 Liðið og lykilmenn grafík/hjalti Frederik Schram (f. 1995): Fæddur hinum fagra bæ Dragør í Danmörku en hefur spilað sjö A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Gekk í raðir Vals á miðju síðasta tímabili og var fljótur að stimpla sig inn sem besti markvörður deildarinnar. Er með þjálfara sem leggur mikið upp úr varnarleik og kæmi lítið á óvart ef Schram yrði sá markvörður sem þyrfti hvað sjaldnast að sækja boltann í eigið net. Hólmar Örn Eyjólfsson (f. 1990): Átti ekki sitt besta tímabil í fyrra eftir að snúa aftur í íslenska boltann eftir langan atvinnumannaferil. Mun þó eflaust njóta sín betur í ár þar sem það stefnir í að Valur verði besta varnarlið deildarinnar. Allavega ef marka má undirbúningstímabilið. Býr yfir gæðum sem fáir leikmenn deildarinnar hafa en þarf þó að sýna þau betur í ár. Aron Jóhannsson (f. 1990): Að margra mati besti leikmaður deildarinnar. Erfitt að mótmæla því þegar ferilskráin er skoðuð. Spurningin er í hvaða hlutverki hann verður en framherjastaðan hjá Val er nokkuð óljós um þessar mundir. Eins og Hólmar Örn átti hann nokkuð erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð en það væri fásinna að afskrifa leikmenn með þessa ferilskrá og gæði. Frederik Schram, Hólmar Örn Eyjólfsson og Aron Jóhannsson hafa allir farið á heimsmeistaramót sem leikmenn.vísir/diego Markaðurinn grafík/hjalti Valsmenn hafa skipt út nokkrum eldri leikmönnum og þeir misstu einnig miðjumanninn Ágúst Eðvald Hlynsson sem er mættur í Kópavoginn. Þekktar stærðir í bland við unga og spennandi leikmenn hafa haldið á Hlíðarenda í staðinn. Þar á meðal er stoðsendingakóngur síðustu leiktíðar, Adam Ægir Pálsson, sem sjálfsagt er staðráðinn í að láta til sín taka á kantinum. Kristinn Freyr Sigurðsson ákvað að koma aftur frá FH og svo er spurning hvernig miðvörðurinn Elfar Freyr Helgason mætir inn í sumarið eftir að hafa byrjað aðeins einn deildarleik frá árinu 2020. Andri Rúnar Bjarnason fær nú í fyrsta sinn tækifæri hjá liði sem vill berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Þessi 32 ára sóknarmaður náði að skora tíu mörk fyrir Eyjamenn í fyrra eftir að hafa jafnað markametið í efstu deild síðast þegar hann spilaði á Íslandi, með Grindavík 2017. En Valsmenn hafa einnig hleypt ungum og efnilegum leikmönnum í sinn hóp og þar má nefna fyrirliða U19-landsliðsins sem vann England og spilar á EM í sumar, Hlyn Frey Karlsson. Óliver Steinar Guðmundsson og Lúkas Logi Heimisson komu einnig en allir þrír eru 18-20 ára og eiga sameiginlegt að hafa verið í unglingaliðum á Ítalíu. Hversu langt er síðan að Valur .... ... varð Íslandsmeistari: 3 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 7 ár (2016) ... endaði á topp þrjú: 3 ár (2020) ... féll úr deildinni: 20 ár (2003) ... átti markakóng deildarinnar: 5 ár (Patrick Pedersen 2018) ... átti besta leikmann deildarinnar: 5 ár (Patrick Pedersen 2018) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 3 ár (Valgeir Lundal Friðriksson 2020) Valsarar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Urðu í öðru sæti í A-deildinni Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í fimmta sæti í A-deildinni Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í sjötta sæti í A-deildinni. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í tíunda og neðsta sæti í A-deildinni og féllu. Fyrir tíu árum (2013): Urðu í fimmta sæti í A-deildinni. Að lokum ... Kristinn Freyr Sigurðsson er kominn til Vals í þriðja sinn.vísir/diego Arnar hefur byrjað á réttum enda hjá Val. Hann hefur yngt liðið og fengið inn ferskari leikmenn með meiri hlaupagetu. Og skellt í lás í vörninni. Varnarlínan Birkir Már Sævarsson, Hólmar Örn, Elfar Freyr og Sigurður Egill Lárusson er orðin afar vel samstillt og fyrir aftan hana stendur besti markvörður landsins vaktina. Met Líkurnar á að Arnar bæti metið sitt yfir mörk fengin á sig í tólf liða deild (þrettán) sem hann náði með Breiðabliki 2015 eru ansi miklar. Enn sem komið er spilar Valur engan tívolí-fótbolta en markaskorun ætti ekki að vera vandamál með alla hæfileikaríku sóknarmennina sem eru í liðinu. Það er samt varasamt að taka of mikið mark á Lengjubikarnum. FH vann hann nú einu sinni í fyrra en bjargaði sér frá falli á markatölu. En stoðirnar í Valsliðinu virðast einfaldlega of styrkar til að það nái ekki allavega Evrópusæti. Og Valur er með allt til alls til að geta orðið Íslandsmeistari í fjórða sinn á átta árum.
Væntingarstuðullinn: Enduðu þremur sætum neðar en þeim var spáð (3. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 100 prósent stiga í húsi (9 af 9) Maí: 27 prósent stiga í húsi (4 af 15) Júní: 100 prósent stiga í húsi (6 af 6) Júlí: 17 prósent stiga í húsi (2 af 12) Ágúst: 73 prósent stiga í húsi (11 af 15) September: 0 prósent stiga í húsi (0 af 9) Október: 20 prósent stiga í húsi (3 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 4. sæti (32 stig) Úrslitakeppni: 6. sæti í neðri deild (3 stig) - Besti dagur: 14. ágúst Valsmenn unnu 6-1 sigur á Stjörnunni sem var þriðji sigur liðsins í röð og Valsliðið var þá bara þremur stigum frá öðru sætinu. Versti dagur: 17. júlí 3-2 tap fyrir ÍBV í Eyjum sem kostaði Heimi Guðjónsson starfið en Valur var þá fjórtán stigum frá toppsætinu eftir aðeins þrettán leiki. - Tölfræðin Árangur: 6. sæti (35 stig) Sóknarleikur: 5. sæti (46 mörk skoruð) Varnarleikur: 5. sæti (44 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 4. sæti (25 stig) Árangur á útivelli: 9. sæti (10 stig) Flestir sigurleikir í röð: 3 (Tvisvar sinnum) Flestir tapleikir í röð: 5 (5. september til 8. október) Markahæsti leikmaður: Patrick Pedersen 8 Flestar stoðsendingar: Ágúst Eðvald Hlynsson 6 Þáttur í flestum mörkum: Tryggvi Hrafn Haraldsson og Patrick Pedersen 12 Flest gul spjöld: Aron Jóhannsson og Haukur Páll Sigurðsson 8
Hversu langt er síðan að Valur .... ... varð Íslandsmeistari: 3 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 7 ár (2016) ... endaði á topp þrjú: 3 ár (2020) ... féll úr deildinni: 20 ár (2003) ... átti markakóng deildarinnar: 5 ár (Patrick Pedersen 2018) ... átti besta leikmann deildarinnar: 5 ár (Patrick Pedersen 2018) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 3 ár (Valgeir Lundal Friðriksson 2020)
Valsarar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Urðu í öðru sæti í A-deildinni Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í fimmta sæti í A-deildinni Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í sjötta sæti í A-deildinni. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í tíunda og neðsta sæti í A-deildinni og féllu. Fyrir tíu árum (2013): Urðu í fimmta sæti í A-deildinni.
Besta-spáin 2023: Lýsingin í partíinu dofnað Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi R. 3. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Ætla að taka stærsta og erfiðasta skrefið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Norskir vindar blása í Vesturbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Sveiflujöfnun óskast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 31. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Endurkoma frelsarans í Fjörðinn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 30. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Fagurt og grænt á Eyjunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 29. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Sálin hans Jóns í Úlfarsárdalnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Þurfa fimm rétta úr útlendingalottóinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Með sama nesti og sömu skó í Lautarferð Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 23. mars 2023 10:00