Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir Val 2. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að Hlíðarendapiltar fari upp um fjögur sæti milli ára. Þrátt fyrir að hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir síðasta tímabil ollu Valsmenn gríðarlega miklum vonbrigðum í fyrra. Heimir Guðjónsson var rekinn í júlí og við tók Ólafur Jóhannesson sem vann fjóra stóra titla sem þjálfari Vals 2015-20. Ólafi tókst ekki að snúa gengi Vals við. Liðið var í 4. sæti eftir 22 umferðir en fékk aðeins þrjú stig af fimmtán mögulegum í úrslitakeppninni og endaði í 6. sæti. Frá Akureyri á Hlíðarenda. Arnar Grétarsson tók við Val í vetur.vísir/sigurjón Forráðamenn Vals brugðust við með því að ráða Arnar Grétarsson sem gerði frábæra hluti með KA. Arnar tók til hendi og fór strax í að yngja Valsliðið. Hann fékk fjóra leikmenn í kringum tvítugt, stoðsendingakóng síðasta tímabils, Adam Ægi Pálsson, nítján marka manninn Andra Rúnar Bjarnason og endurnýjaði kynnin við Elfar Frey Helgason. Þá gekk Kristinn Freyr Sigurðsson í þriðja sinn í raðir Vals. Líkt og þegar hann tók við Breiðabliki og KA hefur Arnar byrjað á að laga varnarleik Vals og það virðist sannarlega hafa tekist. Valsmenn héldu allavega hreinu í öllum leikjum sínum í Lengjubikarnum nema einum og unnu keppnina. Það eru því jákvæð teikn á lofti á Hlíðarenda. Væntingarnar til Vals eru því talsverðar, liðið virðist á réttri leið og gæti veitt Breiðabliki harða keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu þremur sætum neðar en þeim var spáð (3. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 100 prósent stiga í húsi (9 af 9) Maí: 27 prósent stiga í húsi (4 af 15) Júní: 100 prósent stiga í húsi (6 af 6) Júlí: 17 prósent stiga í húsi (2 af 12) Ágúst: 73 prósent stiga í húsi (11 af 15) September: 0 prósent stiga í húsi (0 af 9) Október: 20 prósent stiga í húsi (3 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 4. sæti (32 stig) Úrslitakeppni: 6. sæti í neðri deild (3 stig) - Besti dagur: 14. ágúst Valsmenn unnu 6-1 sigur á Stjörnunni sem var þriðji sigur liðsins í röð og Valsliðið var þá bara þremur stigum frá öðru sætinu. Versti dagur: 17. júlí 3-2 tap fyrir ÍBV í Eyjum sem kostaði Heimi Guðjónsson starfið en Valur var þá fjórtán stigum frá toppsætinu eftir aðeins þrettán leiki. - Tölfræðin Árangur: 6. sæti (35 stig) Sóknarleikur: 5. sæti (46 mörk skoruð) Varnarleikur: 5. sæti (44 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 4. sæti (25 stig) Árangur á útivelli: 9. sæti (10 stig) Flestir sigurleikir í röð: 3 (Tvisvar sinnum) Flestir tapleikir í röð: 5 (5. september til 8. október) Markahæsti leikmaður: Patrick Pedersen 8 Flestar stoðsendingar: Ágúst Eðvald Hlynsson 6 Þáttur í flestum mörkum: Tryggvi Hrafn Haraldsson og Patrick Pedersen 12 Flest gul spjöld: Aron Jóhannsson og Haukur Páll Sigurðsson 8 Liðið og lykilmenn grafík/hjalti Frederik Schram (f. 1995): Fæddur hinum fagra bæ Dragør í Danmörku en hefur spilað sjö A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Gekk í raðir Vals á miðju síðasta tímabili og var fljótur að stimpla sig inn sem besti markvörður deildarinnar. Er með þjálfara sem leggur mikið upp úr varnarleik og kæmi lítið á óvart ef Schram yrði sá markvörður sem þyrfti hvað sjaldnast að sækja boltann í eigið net. Hólmar Örn Eyjólfsson (f. 1990): Átti ekki sitt besta tímabil í fyrra eftir að snúa aftur í íslenska boltann eftir langan atvinnumannaferil. Mun þó eflaust njóta sín betur í ár þar sem það stefnir í að Valur verði besta varnarlið deildarinnar. Allavega ef marka má undirbúningstímabilið. Býr yfir gæðum sem fáir leikmenn deildarinnar hafa en þarf þó að sýna þau betur í ár. Aron Jóhannsson (f. 1990): Að margra mati besti leikmaður deildarinnar. Erfitt að mótmæla því þegar ferilskráin er skoðuð. Spurningin er í hvaða hlutverki hann verður en framherjastaðan hjá Val er nokkuð óljós um þessar mundir. Eins og Hólmar Örn átti hann nokkuð erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð en það væri fásinna að afskrifa leikmenn með þessa ferilskrá og gæði. Frederik Schram, Hólmar Örn Eyjólfsson og Aron Jóhannsson hafa allir farið á heimsmeistaramót sem leikmenn.vísir/diego Markaðurinn grafík/hjalti Valsmenn hafa skipt út nokkrum eldri leikmönnum og þeir misstu einnig miðjumanninn Ágúst Eðvald Hlynsson sem er mættur í Kópavoginn. Þekktar stærðir í bland við unga og spennandi leikmenn hafa haldið á Hlíðarenda í staðinn. Þar á meðal er stoðsendingakóngur síðustu leiktíðar, Adam Ægir Pálsson, sem sjálfsagt er staðráðinn í að láta til sín taka á kantinum. Kristinn Freyr Sigurðsson ákvað að koma aftur frá FH og svo er spurning hvernig miðvörðurinn Elfar Freyr Helgason mætir inn í sumarið eftir að hafa byrjað aðeins einn deildarleik frá árinu 2020. Andri Rúnar Bjarnason fær nú í fyrsta sinn tækifæri hjá liði sem vill berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Þessi 32 ára sóknarmaður náði að skora tíu mörk fyrir Eyjamenn í fyrra eftir að hafa jafnað markametið í efstu deild síðast þegar hann spilaði á Íslandi, með Grindavík 2017. En Valsmenn hafa einnig hleypt ungum og efnilegum leikmönnum í sinn hóp og þar má nefna fyrirliða U19-landsliðsins sem vann England og spilar á EM í sumar, Hlyn Frey Karlsson. Óliver Steinar Guðmundsson og Lúkas Logi Heimisson komu einnig en allir þrír eru 18-20 ára og eiga sameiginlegt að hafa verið í unglingaliðum á Ítalíu. Hversu langt er síðan að Valur .... ... varð Íslandsmeistari: 3 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 7 ár (2016) ... endaði á topp þrjú: 3 ár (2020) ... féll úr deildinni: 20 ár (2003) ... átti markakóng deildarinnar: 5 ár (Patrick Pedersen 2018) ... átti besta leikmann deildarinnar: 5 ár (Patrick Pedersen 2018) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 3 ár (Valgeir Lundal Friðriksson 2020) Valsarar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Urðu í öðru sæti í A-deildinni Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í fimmta sæti í A-deildinni Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í sjötta sæti í A-deildinni. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í tíunda og neðsta sæti í A-deildinni og féllu. Fyrir tíu árum (2013): Urðu í fimmta sæti í A-deildinni. Að lokum ... Kristinn Freyr Sigurðsson er kominn til Vals í þriðja sinn.vísir/diego Arnar hefur byrjað á réttum enda hjá Val. Hann hefur yngt liðið og fengið inn ferskari leikmenn með meiri hlaupagetu. Og skellt í lás í vörninni. Varnarlínan Birkir Már Sævarsson, Hólmar Örn, Elfar Freyr og Sigurður Egill Lárusson er orðin afar vel samstillt og fyrir aftan hana stendur besti markvörður landsins vaktina. Met Líkurnar á að Arnar bæti metið sitt yfir mörk fengin á sig í tólf liða deild (þrettán) sem hann náði með Breiðabliki 2015 eru ansi miklar. Enn sem komið er spilar Valur engan tívolí-fótbolta en markaskorun ætti ekki að vera vandamál með alla hæfileikaríku sóknarmennina sem eru í liðinu. Það er samt varasamt að taka of mikið mark á Lengjubikarnum. FH vann hann nú einu sinni í fyrra en bjargaði sér frá falli á markatölu. En stoðirnar í Valsliðinu virðast einfaldlega of styrkar til að það nái ekki allavega Evrópusæti. Og Valur er með allt til alls til að geta orðið Íslandsmeistari í fjórða sinn á átta árum. Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Besta-spáin 2023: Lýsingin í partíinu dofnað Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi R. 3. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Ætla að taka stærsta og erfiðasta skrefið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Norskir vindar blása í Vesturbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Sveiflujöfnun óskast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 31. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Endurkoma frelsarans í Fjörðinn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 30. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Fagurt og grænt á Eyjunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 29. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Sálin hans Jóns í Úlfarsárdalnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Þurfa fimm rétta úr útlendingalottóinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Með sama nesti og sömu skó í Lautarferð Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 23. mars 2023 10:00 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir Val 2. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að Hlíðarendapiltar fari upp um fjögur sæti milli ára. Þrátt fyrir að hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir síðasta tímabil ollu Valsmenn gríðarlega miklum vonbrigðum í fyrra. Heimir Guðjónsson var rekinn í júlí og við tók Ólafur Jóhannesson sem vann fjóra stóra titla sem þjálfari Vals 2015-20. Ólafi tókst ekki að snúa gengi Vals við. Liðið var í 4. sæti eftir 22 umferðir en fékk aðeins þrjú stig af fimmtán mögulegum í úrslitakeppninni og endaði í 6. sæti. Frá Akureyri á Hlíðarenda. Arnar Grétarsson tók við Val í vetur.vísir/sigurjón Forráðamenn Vals brugðust við með því að ráða Arnar Grétarsson sem gerði frábæra hluti með KA. Arnar tók til hendi og fór strax í að yngja Valsliðið. Hann fékk fjóra leikmenn í kringum tvítugt, stoðsendingakóng síðasta tímabils, Adam Ægi Pálsson, nítján marka manninn Andra Rúnar Bjarnason og endurnýjaði kynnin við Elfar Frey Helgason. Þá gekk Kristinn Freyr Sigurðsson í þriðja sinn í raðir Vals. Líkt og þegar hann tók við Breiðabliki og KA hefur Arnar byrjað á að laga varnarleik Vals og það virðist sannarlega hafa tekist. Valsmenn héldu allavega hreinu í öllum leikjum sínum í Lengjubikarnum nema einum og unnu keppnina. Það eru því jákvæð teikn á lofti á Hlíðarenda. Væntingarnar til Vals eru því talsverðar, liðið virðist á réttri leið og gæti veitt Breiðabliki harða keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu þremur sætum neðar en þeim var spáð (3. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 100 prósent stiga í húsi (9 af 9) Maí: 27 prósent stiga í húsi (4 af 15) Júní: 100 prósent stiga í húsi (6 af 6) Júlí: 17 prósent stiga í húsi (2 af 12) Ágúst: 73 prósent stiga í húsi (11 af 15) September: 0 prósent stiga í húsi (0 af 9) Október: 20 prósent stiga í húsi (3 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 4. sæti (32 stig) Úrslitakeppni: 6. sæti í neðri deild (3 stig) - Besti dagur: 14. ágúst Valsmenn unnu 6-1 sigur á Stjörnunni sem var þriðji sigur liðsins í röð og Valsliðið var þá bara þremur stigum frá öðru sætinu. Versti dagur: 17. júlí 3-2 tap fyrir ÍBV í Eyjum sem kostaði Heimi Guðjónsson starfið en Valur var þá fjórtán stigum frá toppsætinu eftir aðeins þrettán leiki. - Tölfræðin Árangur: 6. sæti (35 stig) Sóknarleikur: 5. sæti (46 mörk skoruð) Varnarleikur: 5. sæti (44 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 4. sæti (25 stig) Árangur á útivelli: 9. sæti (10 stig) Flestir sigurleikir í röð: 3 (Tvisvar sinnum) Flestir tapleikir í röð: 5 (5. september til 8. október) Markahæsti leikmaður: Patrick Pedersen 8 Flestar stoðsendingar: Ágúst Eðvald Hlynsson 6 Þáttur í flestum mörkum: Tryggvi Hrafn Haraldsson og Patrick Pedersen 12 Flest gul spjöld: Aron Jóhannsson og Haukur Páll Sigurðsson 8 Liðið og lykilmenn grafík/hjalti Frederik Schram (f. 1995): Fæddur hinum fagra bæ Dragør í Danmörku en hefur spilað sjö A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Gekk í raðir Vals á miðju síðasta tímabili og var fljótur að stimpla sig inn sem besti markvörður deildarinnar. Er með þjálfara sem leggur mikið upp úr varnarleik og kæmi lítið á óvart ef Schram yrði sá markvörður sem þyrfti hvað sjaldnast að sækja boltann í eigið net. Hólmar Örn Eyjólfsson (f. 1990): Átti ekki sitt besta tímabil í fyrra eftir að snúa aftur í íslenska boltann eftir langan atvinnumannaferil. Mun þó eflaust njóta sín betur í ár þar sem það stefnir í að Valur verði besta varnarlið deildarinnar. Allavega ef marka má undirbúningstímabilið. Býr yfir gæðum sem fáir leikmenn deildarinnar hafa en þarf þó að sýna þau betur í ár. Aron Jóhannsson (f. 1990): Að margra mati besti leikmaður deildarinnar. Erfitt að mótmæla því þegar ferilskráin er skoðuð. Spurningin er í hvaða hlutverki hann verður en framherjastaðan hjá Val er nokkuð óljós um þessar mundir. Eins og Hólmar Örn átti hann nokkuð erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð en það væri fásinna að afskrifa leikmenn með þessa ferilskrá og gæði. Frederik Schram, Hólmar Örn Eyjólfsson og Aron Jóhannsson hafa allir farið á heimsmeistaramót sem leikmenn.vísir/diego Markaðurinn grafík/hjalti Valsmenn hafa skipt út nokkrum eldri leikmönnum og þeir misstu einnig miðjumanninn Ágúst Eðvald Hlynsson sem er mættur í Kópavoginn. Þekktar stærðir í bland við unga og spennandi leikmenn hafa haldið á Hlíðarenda í staðinn. Þar á meðal er stoðsendingakóngur síðustu leiktíðar, Adam Ægir Pálsson, sem sjálfsagt er staðráðinn í að láta til sín taka á kantinum. Kristinn Freyr Sigurðsson ákvað að koma aftur frá FH og svo er spurning hvernig miðvörðurinn Elfar Freyr Helgason mætir inn í sumarið eftir að hafa byrjað aðeins einn deildarleik frá árinu 2020. Andri Rúnar Bjarnason fær nú í fyrsta sinn tækifæri hjá liði sem vill berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Þessi 32 ára sóknarmaður náði að skora tíu mörk fyrir Eyjamenn í fyrra eftir að hafa jafnað markametið í efstu deild síðast þegar hann spilaði á Íslandi, með Grindavík 2017. En Valsmenn hafa einnig hleypt ungum og efnilegum leikmönnum í sinn hóp og þar má nefna fyrirliða U19-landsliðsins sem vann England og spilar á EM í sumar, Hlyn Frey Karlsson. Óliver Steinar Guðmundsson og Lúkas Logi Heimisson komu einnig en allir þrír eru 18-20 ára og eiga sameiginlegt að hafa verið í unglingaliðum á Ítalíu. Hversu langt er síðan að Valur .... ... varð Íslandsmeistari: 3 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 7 ár (2016) ... endaði á topp þrjú: 3 ár (2020) ... féll úr deildinni: 20 ár (2003) ... átti markakóng deildarinnar: 5 ár (Patrick Pedersen 2018) ... átti besta leikmann deildarinnar: 5 ár (Patrick Pedersen 2018) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 3 ár (Valgeir Lundal Friðriksson 2020) Valsarar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Urðu í öðru sæti í A-deildinni Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í fimmta sæti í A-deildinni Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í sjötta sæti í A-deildinni. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í tíunda og neðsta sæti í A-deildinni og féllu. Fyrir tíu árum (2013): Urðu í fimmta sæti í A-deildinni. Að lokum ... Kristinn Freyr Sigurðsson er kominn til Vals í þriðja sinn.vísir/diego Arnar hefur byrjað á réttum enda hjá Val. Hann hefur yngt liðið og fengið inn ferskari leikmenn með meiri hlaupagetu. Og skellt í lás í vörninni. Varnarlínan Birkir Már Sævarsson, Hólmar Örn, Elfar Freyr og Sigurður Egill Lárusson er orðin afar vel samstillt og fyrir aftan hana stendur besti markvörður landsins vaktina. Met Líkurnar á að Arnar bæti metið sitt yfir mörk fengin á sig í tólf liða deild (þrettán) sem hann náði með Breiðabliki 2015 eru ansi miklar. Enn sem komið er spilar Valur engan tívolí-fótbolta en markaskorun ætti ekki að vera vandamál með alla hæfileikaríku sóknarmennina sem eru í liðinu. Það er samt varasamt að taka of mikið mark á Lengjubikarnum. FH vann hann nú einu sinni í fyrra en bjargaði sér frá falli á markatölu. En stoðirnar í Valsliðinu virðast einfaldlega of styrkar til að það nái ekki allavega Evrópusæti. Og Valur er með allt til alls til að geta orðið Íslandsmeistari í fjórða sinn á átta árum.
Væntingarstuðullinn: Enduðu þremur sætum neðar en þeim var spáð (3. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 100 prósent stiga í húsi (9 af 9) Maí: 27 prósent stiga í húsi (4 af 15) Júní: 100 prósent stiga í húsi (6 af 6) Júlí: 17 prósent stiga í húsi (2 af 12) Ágúst: 73 prósent stiga í húsi (11 af 15) September: 0 prósent stiga í húsi (0 af 9) Október: 20 prósent stiga í húsi (3 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 4. sæti (32 stig) Úrslitakeppni: 6. sæti í neðri deild (3 stig) - Besti dagur: 14. ágúst Valsmenn unnu 6-1 sigur á Stjörnunni sem var þriðji sigur liðsins í röð og Valsliðið var þá bara þremur stigum frá öðru sætinu. Versti dagur: 17. júlí 3-2 tap fyrir ÍBV í Eyjum sem kostaði Heimi Guðjónsson starfið en Valur var þá fjórtán stigum frá toppsætinu eftir aðeins þrettán leiki. - Tölfræðin Árangur: 6. sæti (35 stig) Sóknarleikur: 5. sæti (46 mörk skoruð) Varnarleikur: 5. sæti (44 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 4. sæti (25 stig) Árangur á útivelli: 9. sæti (10 stig) Flestir sigurleikir í röð: 3 (Tvisvar sinnum) Flestir tapleikir í röð: 5 (5. september til 8. október) Markahæsti leikmaður: Patrick Pedersen 8 Flestar stoðsendingar: Ágúst Eðvald Hlynsson 6 Þáttur í flestum mörkum: Tryggvi Hrafn Haraldsson og Patrick Pedersen 12 Flest gul spjöld: Aron Jóhannsson og Haukur Páll Sigurðsson 8
Hversu langt er síðan að Valur .... ... varð Íslandsmeistari: 3 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 7 ár (2016) ... endaði á topp þrjú: 3 ár (2020) ... féll úr deildinni: 20 ár (2003) ... átti markakóng deildarinnar: 5 ár (Patrick Pedersen 2018) ... átti besta leikmann deildarinnar: 5 ár (Patrick Pedersen 2018) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 3 ár (Valgeir Lundal Friðriksson 2020)
Valsarar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Urðu í öðru sæti í A-deildinni Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í fimmta sæti í A-deildinni Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í sjötta sæti í A-deildinni. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í tíunda og neðsta sæti í A-deildinni og féllu. Fyrir tíu árum (2013): Urðu í fimmta sæti í A-deildinni.
Besta-spáin 2023: Lýsingin í partíinu dofnað Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi R. 3. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Ætla að taka stærsta og erfiðasta skrefið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Norskir vindar blása í Vesturbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Sveiflujöfnun óskast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 31. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Endurkoma frelsarans í Fjörðinn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 30. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Fagurt og grænt á Eyjunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 29. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Sálin hans Jóns í Úlfarsárdalnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Þurfa fimm rétta úr útlendingalottóinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Með sama nesti og sömu skó í Lautarferð Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 23. mars 2023 10:00