Farið að hægja á miklum verðhækkunum á matvöru frá birgjum
Farið er að hægja á verðhækkunum frá birgjum, að sögn heildsala og smásala á matvörumarkaði, en ástandið er þó enn afar krefjandi og borið hefur á verðhækkunum frá innlendum framleiðslufyrirtækjum á undanförnum vikum vegna nýrra kjarasamninga. Vísbendingar eru um að lækkandi hrávöruverð á heimsmarkaði hafi ekki enn skilað sér í lægra innkaupverði.
Tengdar fréttir
Forstjóri Haga: Höfum aldrei séð álíka verðhækkanir frá birgjum áður
Smásölurisinn Hagar, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Bónus og Hagkaup ásamt Olís, segir að allt síðasta ár hafi verðhækkanir frá birgjum og framleiðendum bæði verið „nokkuð tíðar og ansi miklar.“ Forstjóri félagsins vill ekki reyna að vekja upp innstæðulausar væntingar um hvenær verð taki að lækka á ný en hefur „enga trú á að við séum að fara sjá tveggja ára tímabil af þessari stöðu.“