Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2023 08:00 Kristján Örn Kristjánsson var með íslenska landsliðinu á HM í Svíþjóð í janúar en andlegir erfiðleikar hans fóru að ágerast eftir mótið. VÍSIR/VILHELM Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. Kristján, sem er landsliðsmaður og leikmaður franska félagsins PAUC, greindi frá andlegum veikindum sínum í samtali við Vísi um miðjan febrúar. Kristján lét þó á það reyna að ferðast með liðsfélögum sínum heim til Íslands vegna leiksins við Val í Evrópudeildinni 21. febrúar. Hann endaði svo á að gera hlé á veikindaleyfi sínu og spila leikinn, og kveðst hafa fundið styrk til þess í því að vita af fjölskyldu og vinum í Origo-höllinni að Hlíðarenda. „Á þessum tíma var ég að vinna mikið með Jóhanni Inga Gunnarssyni sálfræðingi. Við höfðum verið að spjalla saman annan hvern dag frá því að ég lét lækninn vita að ég gæti ekki meira. Við ákváðum að vinna í þessu stíft, ræða málin og finna lausn, og komum mér á þann stað að mér fannst ég vera tilbúinn að spila gegn Val. Ég var búinn að byggja mig upp í það. En kvöldið fyrir leik fékk ég skilaboð frá andstæðingi í hinu liðinu sem mér þóttu ekki vera ásættanleg. Þau drógu mig aðeins niður og fengu mig til að endurhugsa endurkomuna,“ segir Kristján. Hann upplýsti ekki um það hver hefði sent skilaboðin en hvernig hljómuðu þau? „Veit ekki hvort hann hélt að ég væri að „feika“ eitthvað“ „Hann [sendandinn] sagðist ekki alveg vera að skilja þetta „bíó“ hjá mér. Hvað ég væri að segja í fjölmiðlum að ég væri ekki að fara að spila og væri svo allt í einu mættur á sviðið. Ég veit ekki hvort hann hélt að ég væri að „feika“ eitthvað og með einhver trix til að reyna að rústa Völsurunum. En hann vissi bara ekki neitt um hvað var í gangi á bakvið tjöldin. Það að hann skyldi ekki hringja í mig í staðinn fyrir að senda mér svona skilaboð er bara eins og að sparka í liggjandi mann. Það er bara niðurstaðan. Spark í liggjandi mann með því að senda svona niðrandi ummæli varðandi mína hegðun, þegar ég veit sjálfur hver sannleikurinn er. Ég hætti ekki við að spila við Flensburg [14. febrúar] til að rústa Völsurum eða eitthvað þannig. Þetta er bara fáránlegt. Það er mikið meira á bakvið þetta en virtist vera. Svo má auðvitað segja að hann hafi haft rétt fyrir sér með að ég ætti ekki að spila en það er alltaf hægt að segja það eftir á,“ segir Kristján. „Ókei, ég gat þetta, ætti ég ekki að prófa að fara á æfingu?“ Hann segir skilaboðin hafa fylgt sér inn í leikinn en þessi mikla stórskytta var eins og skugginn af sjálfum sér í 40-31 tapi PAUC. Kristján segir það ekki hafa staðið til að hann spilaði gegn Val fyrr en þáverandi þjálfari PAUC spurði hann kvöldið fyrir leik hvort hann treysti sér til þess. „Fyrsta ákvörðunin var bara að ég kæmi til Íslands með liðinu og myndi hitta Jóhann Inga. Þegar ég var kominn hugsaði ég með mér; „Ókei, ég gat þetta, ætti ég ekki að prófa að fara á æfingu?“ Ég fór þá á æfingu í Valsheimilinu þar sem nokkrir menn fylgdust með og tvítuðu um að ég væri að fara að spila. Eftir það fékk ég svo þessi skilaboð frá leikmanni Vals, sem voru engin vináttuskilaboð. Það gruggaði í mínum málum. Ég hætti að vera með fókusinn á að spila leikinn eins vel og ég gæti. Svo var ég ekkert tilbúinn í leikinn, sem er auðvelt að segja eftir á,“ segir Kristján en styrkurinn frá hans nánustu í stúkunni gaf honum trú á að hann ætti að spila: „Ég vissi að öll fjölskyldan mín og vinir yrðu þarna og það gaf mér þá trú að þetta gæti orðið gaman. Að litla frænka mín ætlaði að koma og hvetja mig. Það gefur manni styrk til að takast á við verkefnið. Ég var líka að koma heim til Íslands og vildi sýna öllum í liðinu hvar ég ætti heima.“ Kristján spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í febrúar en var vart skugginn af sjálfum sér. Hann kveðst á mun betri stað andlega í dag og er farinn að spila handbolta á nýjan leik eftir veikindaleyfi.vísir/Diego Röng ákvörðun eftir á að hyggja að spila leikinn Eftir á að hyggja er Kristján þeirrar skoðunar að hann hefði ekki átt að mæta Val heldur taka sér lengri tíma í að vinna í andlegum erfiðleikum sínum, eins og hann svo gerði hér á landi vikurnar eftir leikinn áður en hann hóf að spila aftur með PAUC nýverið. „Það er alveg klárt mál. Ég var ekki fókuseraður á verkefnið þegar ég kom inn á völlinn. Eftir þessi skilaboð [frá leikmanni Vals] var ég líka sérstaklega að spá í þeim. Að núna þyrfti ég sko að standa í honum [þeim sem sendi skilaboðin] og eitthvað slíkt. En þannig vinnur maður ekki leiki.“ Þetta er fyrsti hluti viðtals við Kristján sem birtist í dag og á morgun hér á Vísi. Evrópudeild karla í handbolta Franski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Kristján, sem er landsliðsmaður og leikmaður franska félagsins PAUC, greindi frá andlegum veikindum sínum í samtali við Vísi um miðjan febrúar. Kristján lét þó á það reyna að ferðast með liðsfélögum sínum heim til Íslands vegna leiksins við Val í Evrópudeildinni 21. febrúar. Hann endaði svo á að gera hlé á veikindaleyfi sínu og spila leikinn, og kveðst hafa fundið styrk til þess í því að vita af fjölskyldu og vinum í Origo-höllinni að Hlíðarenda. „Á þessum tíma var ég að vinna mikið með Jóhanni Inga Gunnarssyni sálfræðingi. Við höfðum verið að spjalla saman annan hvern dag frá því að ég lét lækninn vita að ég gæti ekki meira. Við ákváðum að vinna í þessu stíft, ræða málin og finna lausn, og komum mér á þann stað að mér fannst ég vera tilbúinn að spila gegn Val. Ég var búinn að byggja mig upp í það. En kvöldið fyrir leik fékk ég skilaboð frá andstæðingi í hinu liðinu sem mér þóttu ekki vera ásættanleg. Þau drógu mig aðeins niður og fengu mig til að endurhugsa endurkomuna,“ segir Kristján. Hann upplýsti ekki um það hver hefði sent skilaboðin en hvernig hljómuðu þau? „Veit ekki hvort hann hélt að ég væri að „feika“ eitthvað“ „Hann [sendandinn] sagðist ekki alveg vera að skilja þetta „bíó“ hjá mér. Hvað ég væri að segja í fjölmiðlum að ég væri ekki að fara að spila og væri svo allt í einu mættur á sviðið. Ég veit ekki hvort hann hélt að ég væri að „feika“ eitthvað og með einhver trix til að reyna að rústa Völsurunum. En hann vissi bara ekki neitt um hvað var í gangi á bakvið tjöldin. Það að hann skyldi ekki hringja í mig í staðinn fyrir að senda mér svona skilaboð er bara eins og að sparka í liggjandi mann. Það er bara niðurstaðan. Spark í liggjandi mann með því að senda svona niðrandi ummæli varðandi mína hegðun, þegar ég veit sjálfur hver sannleikurinn er. Ég hætti ekki við að spila við Flensburg [14. febrúar] til að rústa Völsurum eða eitthvað þannig. Þetta er bara fáránlegt. Það er mikið meira á bakvið þetta en virtist vera. Svo má auðvitað segja að hann hafi haft rétt fyrir sér með að ég ætti ekki að spila en það er alltaf hægt að segja það eftir á,“ segir Kristján. „Ókei, ég gat þetta, ætti ég ekki að prófa að fara á æfingu?“ Hann segir skilaboðin hafa fylgt sér inn í leikinn en þessi mikla stórskytta var eins og skugginn af sjálfum sér í 40-31 tapi PAUC. Kristján segir það ekki hafa staðið til að hann spilaði gegn Val fyrr en þáverandi þjálfari PAUC spurði hann kvöldið fyrir leik hvort hann treysti sér til þess. „Fyrsta ákvörðunin var bara að ég kæmi til Íslands með liðinu og myndi hitta Jóhann Inga. Þegar ég var kominn hugsaði ég með mér; „Ókei, ég gat þetta, ætti ég ekki að prófa að fara á æfingu?“ Ég fór þá á æfingu í Valsheimilinu þar sem nokkrir menn fylgdust með og tvítuðu um að ég væri að fara að spila. Eftir það fékk ég svo þessi skilaboð frá leikmanni Vals, sem voru engin vináttuskilaboð. Það gruggaði í mínum málum. Ég hætti að vera með fókusinn á að spila leikinn eins vel og ég gæti. Svo var ég ekkert tilbúinn í leikinn, sem er auðvelt að segja eftir á,“ segir Kristján en styrkurinn frá hans nánustu í stúkunni gaf honum trú á að hann ætti að spila: „Ég vissi að öll fjölskyldan mín og vinir yrðu þarna og það gaf mér þá trú að þetta gæti orðið gaman. Að litla frænka mín ætlaði að koma og hvetja mig. Það gefur manni styrk til að takast á við verkefnið. Ég var líka að koma heim til Íslands og vildi sýna öllum í liðinu hvar ég ætti heima.“ Kristján spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í febrúar en var vart skugginn af sjálfum sér. Hann kveðst á mun betri stað andlega í dag og er farinn að spila handbolta á nýjan leik eftir veikindaleyfi.vísir/Diego Röng ákvörðun eftir á að hyggja að spila leikinn Eftir á að hyggja er Kristján þeirrar skoðunar að hann hefði ekki átt að mæta Val heldur taka sér lengri tíma í að vinna í andlegum erfiðleikum sínum, eins og hann svo gerði hér á landi vikurnar eftir leikinn áður en hann hóf að spila aftur með PAUC nýverið. „Það er alveg klárt mál. Ég var ekki fókuseraður á verkefnið þegar ég kom inn á völlinn. Eftir þessi skilaboð [frá leikmanni Vals] var ég líka sérstaklega að spá í þeim. Að núna þyrfti ég sko að standa í honum [þeim sem sendi skilaboðin] og eitthvað slíkt. En þannig vinnur maður ekki leiki.“ Þetta er fyrsti hluti viðtals við Kristján sem birtist í dag og á morgun hér á Vísi.
Evrópudeild karla í handbolta Franski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða