FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2023 11:45 Morten Beck Guldsmed lék með FH á árunum 2019-2021. Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar, sem lesa má hér, segir að FH skuli sæta banni í eitt félagaskiptatímabil ef félagið gerir ekki upp við Morten Beck innan mánaðar. FH hefur þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunardómstóls KSÍ. Hjörvar Hafliðason birti úrskurðarorð aga- og úrskurðarnefndar á Twitter síðu Dr. Football. Þar segir: „Knattspyrnudeild FH skal sæta sekt að upphæð kr. 150.000,-. Knattspyrnulið FH í meistaraflokki karla skal sæta félagaskiptabann í eitt félagaskiptatímabil ef ekki er gengið frá uppgjöri í samræmi við niðurstöðu saminga- og félagaskiptanefndar frá 10. ágúst 2022 innan 30 daga frá því að úrskurður þessi er kveðinn upp.“ Stórar fréttir í hús. pic.twitter.com/Aw0DwQIPN4— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) March 30, 2023 Nái FH ekki að gera upp við Morten Beck á næstu 30 dögum virðist því ljóst að FH getur ekki fengið til sín leikmenn í félagsskiptaglugganum í sumar. Í samtali við Vísi um miðjan mars sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Mortens Beck, að krafa leikmannsins næmi alls rúmlega 24,3 milljónum króna, sem skiptist í launakröfu upp á 17,5 milljónir og dráttarvexti, auk lögmannskostnaðar upp á tæpa milljón. Forsaga málsins er sú að Morten Beck var leikmaður FH á árunum 2019-2021. Hann fékk laun sín greidd sem verktaki en taldi sig hafa gert launþegasamning við FH-inga, og að þar með hefði knattspyrnudeild FH átt að bera ábyrgð á greiðslu skatta og annarra launatengdra gjalda. Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ úrskurðaði Morten Beck í vil í ágúst síðastliðnum og í kjölfarið freistaði Morten Beck þess að semja við FH um greiðslur. Lögmaður hans fundaði með fulltrúum FH og lögmanni félagsins í janúar til að ná samkomulagi, þar sem að í úrskurði samninga- og félagaskiptanefndar var engin afstaða tekin til þess hve háa upphæð Morten Beck ætti inni. Sá fundur skilaði hins vegar engri niðurstöðu og á endanum kærði Daninn FH til aga- og úrskurðarnefndar, og krafðist sektar og félagaskiptabanns. FH Besta deild karla Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar, sem lesa má hér, segir að FH skuli sæta banni í eitt félagaskiptatímabil ef félagið gerir ekki upp við Morten Beck innan mánaðar. FH hefur þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunardómstóls KSÍ. Hjörvar Hafliðason birti úrskurðarorð aga- og úrskurðarnefndar á Twitter síðu Dr. Football. Þar segir: „Knattspyrnudeild FH skal sæta sekt að upphæð kr. 150.000,-. Knattspyrnulið FH í meistaraflokki karla skal sæta félagaskiptabann í eitt félagaskiptatímabil ef ekki er gengið frá uppgjöri í samræmi við niðurstöðu saminga- og félagaskiptanefndar frá 10. ágúst 2022 innan 30 daga frá því að úrskurður þessi er kveðinn upp.“ Stórar fréttir í hús. pic.twitter.com/Aw0DwQIPN4— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) March 30, 2023 Nái FH ekki að gera upp við Morten Beck á næstu 30 dögum virðist því ljóst að FH getur ekki fengið til sín leikmenn í félagsskiptaglugganum í sumar. Í samtali við Vísi um miðjan mars sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Mortens Beck, að krafa leikmannsins næmi alls rúmlega 24,3 milljónum króna, sem skiptist í launakröfu upp á 17,5 milljónir og dráttarvexti, auk lögmannskostnaðar upp á tæpa milljón. Forsaga málsins er sú að Morten Beck var leikmaður FH á árunum 2019-2021. Hann fékk laun sín greidd sem verktaki en taldi sig hafa gert launþegasamning við FH-inga, og að þar með hefði knattspyrnudeild FH átt að bera ábyrgð á greiðslu skatta og annarra launatengdra gjalda. Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ úrskurðaði Morten Beck í vil í ágúst síðastliðnum og í kjölfarið freistaði Morten Beck þess að semja við FH um greiðslur. Lögmaður hans fundaði með fulltrúum FH og lögmanni félagsins í janúar til að ná samkomulagi, þar sem að í úrskurði samninga- og félagaskiptanefndar var engin afstaða tekin til þess hve háa upphæð Morten Beck ætti inni. Sá fundur skilaði hins vegar engri niðurstöðu og á endanum kærði Daninn FH til aga- og úrskurðarnefndar, og krafðist sektar og félagaskiptabanns.
FH Besta deild karla Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira