Stærstu liðin voru á eftir Gísla: „Er ekkert að skrifa undir bara til að skrifa undir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2023 20:00 Gísli Þorgeir í leik með Magdeburg gegn Kiel. Vísir/Getty Gísli Þorgeir Kristjánsson segir að það sé mikið öryggi í því að skrifa undir nýjan samning við Magdeburg til ársins 2028. Gísli Þorgeir hefur verið hjá Magdeburg frá árinu 2020 þegar hann gekk til liðsins frá Kiel. Hann er í dag í algjöru lykilhlutverki hjá liðinu og hefur hreinlega blómstrað hjá félaginu, en þar náði hann loks ferlinum af stað eftir gríðarlega erfið meiðsli í öxl sem höfðu plagað hann frá árinu 2018. „Með mína sögu þá er mjög gott að geta komið sér vel fyrir. Mér líður ótrúlega vel hérna í Magdeburg og er með hrikalega góða vini hérna í liðinu og með Ómar [Inga Magnússon] í liðinu. Hérna er gott umhverfi og það er margt sem spilar inn í hjá þessu félagi sem lét mig taka þessa ákvörðun,“ segir Gísli í samtali við Stöð 2 í kvöld. Hann segir að forsvarsmenn félagsins hafi lagt mikið á sig til að endursemja við sig. „Ég er ekkert að skrifa undir bara til að skrifa undir. Ég lít líka á þetta þannig að við erum með heimsklassa lið og erum með lið sem getur gert alvöru hluti á næstu árum. Við unnum deildina í fyrra, erum í keppni um að vinna hana aftur núna og erum í Meistaradeildinni og komnir í Final Four í bikarnum og vorum í öllum úrslitaleikjum sem við gátum á síðasta tímabili. Við erum með lið sem getur verið í baráttunni um alla titla á næstu árum.“ Samkvæmt heimildum Stöðvar höfðu stærstu félög Evrópu á borð við PSG og Barcelona mikinn áhuga á því að klófesta miðjumanninn. „Það er sama hvort sem það er Spánn eða Frakkland þá vildi ég mest vera áfram í Bundesligunni. Ég vildi ekki fara of snemma úr deildinni og vil halda mér eins lengi í bestu deildinni. Hér er troðfull höll í hverjum leik og andrúmsloftið hér er magnað. Það er ekki alveg þannig í hverjum leik á Spáni og í Frakklandi.“ Þýski handboltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
Gísli Þorgeir hefur verið hjá Magdeburg frá árinu 2020 þegar hann gekk til liðsins frá Kiel. Hann er í dag í algjöru lykilhlutverki hjá liðinu og hefur hreinlega blómstrað hjá félaginu, en þar náði hann loks ferlinum af stað eftir gríðarlega erfið meiðsli í öxl sem höfðu plagað hann frá árinu 2018. „Með mína sögu þá er mjög gott að geta komið sér vel fyrir. Mér líður ótrúlega vel hérna í Magdeburg og er með hrikalega góða vini hérna í liðinu og með Ómar [Inga Magnússon] í liðinu. Hérna er gott umhverfi og það er margt sem spilar inn í hjá þessu félagi sem lét mig taka þessa ákvörðun,“ segir Gísli í samtali við Stöð 2 í kvöld. Hann segir að forsvarsmenn félagsins hafi lagt mikið á sig til að endursemja við sig. „Ég er ekkert að skrifa undir bara til að skrifa undir. Ég lít líka á þetta þannig að við erum með heimsklassa lið og erum með lið sem getur gert alvöru hluti á næstu árum. Við unnum deildina í fyrra, erum í keppni um að vinna hana aftur núna og erum í Meistaradeildinni og komnir í Final Four í bikarnum og vorum í öllum úrslitaleikjum sem við gátum á síðasta tímabili. Við erum með lið sem getur verið í baráttunni um alla titla á næstu árum.“ Samkvæmt heimildum Stöðvar höfðu stærstu félög Evrópu á borð við PSG og Barcelona mikinn áhuga á því að klófesta miðjumanninn. „Það er sama hvort sem það er Spánn eða Frakkland þá vildi ég mest vera áfram í Bundesligunni. Ég vildi ekki fara of snemma úr deildinni og vil halda mér eins lengi í bestu deildinni. Hér er troðfull höll í hverjum leik og andrúmsloftið hér er magnað. Það er ekki alveg þannig í hverjum leik á Spáni og í Frakklandi.“
Þýski handboltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira