Lárus Welding hefur störf hjá Stoðum

Lárus Welding hefur verið ráðinn rekstrarstjóri (COO) fjárfestingafélagsins Stoða, í stað Júlíusar Þorfinnssonar, samkvæmt heimildum Innherja. Lárus hefur komið víða við í viðskiptum en þekktastur er hann fyrir að hafa verið forstjóri Glitnis banka á árunum 2007 til 2008.
Tengdar fréttir

Forstjóra 66°Norður tókst með harðfylgi að fá Rotchilds til að funda í New York
Starfsmenn fjárfestingabankans Rothchilds & Co voru tregir til að fara til Bandaríkjanna til að kynna fjárfestingu á tæplega helmingshlut í 66°Norður. Þeir töldu að verkefnið hentaði betur evrópskum fjárfestum og því var fundað með mögulegum fjárfestum í Lundúnum og París. Helgi Rúnar Óskarsson, annar eiganda 66°Norður, tókst þó að sannfæra bankann um að kynna fyrirtækið í Bandaríkjunum sem leiddi til þess að Mousse Partners, fjárfestingafélag í eigu fjölskyldunnar sem á tískuhúsið Chanel, keypti 49 prósenta hlut í íslenska fyrirtækinu.