Veður

Slydda og snjó­koma

Bjarki Sigurðsson skrifar
Búast má við slyddu eða snjókomu í dag. 
Búast má við slyddu eða snjókomu í dag.  vísir/vilhelm

Búast má við suðvestlægri eða breytilegri átt, 3-10 metrar á sekúndu, hvassast suðaustanlands, en austan og norðaustan 8-13 á Vestfjörðum framan af degi. Skúrir og hiti 2 til 8 stig sunnan- og vestanlands, en slydda eða snjókoma og hiti um frostmark norðantil.

Á morgun verður breytileg átt, 3 til 8 metrar á sekúndu. Stöku skúrir eða él í flestum landshlutum og hiti um 0 til átta stig, hlýjast syðst. 

Veðurhorfur næstu daga:

Á fimmtudag (Skírdag):

Hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Dálítil él í flestum landshlutum Hiti 0 til 6 stig, en vægt frost norðan heiða. Vaxandi suðaustanátt sunnantil um kvöldið.

Á föstudag (Föstudaginn langa):

Suðaustan 13-20 m/s, hvassast með suðurströndinni. Rigning sunnan- og vestanlands, talsverð rigning suðaustanlands. Hægari og úrkomulítið norðaustantil. Hiti 3 til 9 stig.

Á laugardag:

Sunnanátt, 8-15 m/s, hvassast suðvestantil. Rigning, en að mestu þurrt fyrir norðan. Hiti 4 til 10 stig.

Á sunnudag (Páskadag):

Ákveðin suðaustanátt með rigningu um landið sunnanvert, en lengst af þurrt fyrir norðan. Hiti breytist lítið.

Á mánudag (Annan í páskum):

Útlit fyrir norðaustlæga átt og vætu í öllum landshlutum. Hiti 2 til 7 stig.

Á þriðjudag:

Líklega suðvestlæg átt með éljum, en þurrt að kalla austanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×