Tónlist

Varar fólk við storminum sem er að skella á tón­listar­senuna

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Rapparinn Issi er að senda frá sér EP plötuna Rauð viðvörun í kvöld.
Rapparinn Issi er að senda frá sér EP plötuna Rauð viðvörun í kvöld. Ómar Sverrisson

„Þessi skífa er einfaldlega lognið undan storminum,“ segir tónlistarmaðurinn Issi, sem ætlar að gefa út EP plötuna Rauð viðvörun á miðnætti. Blaðamaður tók púlsinn á honum.

„Ég er ekki að segja að smáskífan Rauð viðvörun sé stormurinn, ég skírði hana Rauð viðvörun til að vara fólk við storminum sem er að skella á tónlistasenuna næstu vikur og mánuði. Það er svo mikið af tónlist og mikið að röppurum. Þessi skífa er einfaldlega lognið á undan storminum.“

Issi og pródúserinn Kjxrtan sem vann að EP plötunni með Issa, ásamt pródúserunum Izleifi og Þóri Ólafssyni.Instagram @21issi

Lítill partur af stærra verkefni

Á plötunni má finna þrjú lög sem heita Klukkan seint, Leiður og Inn á klúbb, ásamt stuttu lagi sem heitir Lognið undan storminum.

Í spilaranum hér að neðan má heyra Lognið undan storminum af plötunni þar sem enginn annar en Snorri Másson, fréttamaður á Stöð 2, varar við rauðri viðvörun.

Klippa: Issi - Lognið undan storminum

Það er nóg um að vera hjá Issa, sem eyðir miklum tíma uppi í stúdíói.

„Þessi þrjú lög af Rauðri viðvörun eru bara lítill partur af miklu stærra verkefni, fyrstu plötunni minni.

Ég valdi þrjú lög af væntanlegri plötu. Eitt fyrir alla, annað rólegt og svo að lokum eitt hart lag fyrir gym og djammarana.

Með þessari smáskífu er ég að tilkynna storm sem endist þangað til að platan mín kemur út, seinna á árinu. Svo koma nóg af lögum út í millitíðinni, þetta er allt partur af storminum.“

Að breyta engu í eitthvað

Issi hefur lengi haft áhuga á tónlist og sendi frá sér sitt fyrsta lag, Keyra, árið 2021.

„Allur minn innblástur í tónlist felst í því að breyta engu í eitthvað, það er eitthvað við það að búa eitthvað til sem skiptir máli fyrir mér og öðrum.

Þessi lög hafa verið mislengi í vinnslu en eitt af þeim, Klukkan seint, er aðeins eins og hálfs mánaða gamalt, og er að mínu mati besta lagið.“

Hann segir fátt skemmtilegra en að gera tónlist.

„Það er líka skemmtilegt að verða vitni af því að fólk fíli hana og að spila hana á stórum tónleikum.“

Issi stefnir á að gefa út heila plötu í haust.Erlingur Freyr

Heiðarlegt „takeover

Hann segir mikilvægt að deila sannleikanum með hlustendum sínum.

„Það sem skiptir mig mestu máli í minni tónlist er heiðarleikinn, ekki ljúga að hlustendum. Ég vil tala frá hjartanu, sama hvað maður talar um.“

Fyrsta platan hans kemur svo vonandi út í haust, að sögn Issa, en hann vinnur mikið með vini sínum Izleifi.

„Stormurinn mætir til okkar föstudaginn 7. apríl, hann sendir mig beint aftur upp í stúdíó að klára lög með Izleifi sem við ætlum að gefa út á næstu vikum. Það er nóg að gera í storminum og nóg að éta fyrir aðdáendur, þetta verður heiðarlegt takeover.“

Hér má hlusta á Issa á Spotify.


Tengdar fréttir

„Meira shit“ frá Issa

Tónlistarmaðurinn Issi tók lagið sitt Meira Shit í beinni útsendingu í seríu frá útvarpi 101 og Stúdíó Sýrlandi sem ber nafnið 101 sessions.

Segir dýpsta sannleikann koma fram í flæði

„Ég var alltaf að fela mig fyrir aftan einhvern annan í tónlistinni,“ segir Ísleifur Eldur Illugason tónlistarmaður, sem notast við listamannsnafnið Izleifur. Hann var að senda frá sér sitt fyrsta sóló lag, Á Heilanum, en hefur í gegnum tíðina unnið með ýmsum tónlistarmönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×