Umfjöllun og myndir: Ísland - Ungverjaland 21-25 | HM-vonin veik eftir ungverskan sigur Andri Már Eggertsson skrifar 8. apríl 2023 18:30 Sandra Erlingsdóttir í baráttunni við Ungverja Vísir/Hulda Margrét Íslenska landsliðið í handbolta tapaði fyrir Ungverjalandi 21-25. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á HM 2023. Ísland var mest átta mörkum undir en Ungverjaland vann á endanum fjögurra marka sigur 21-25. Það var góð stemning á Ásvöllum sem hefur verið heimavöllur íslenska kvennalandsliðsins í handbolta undanfarna heimaleik. Ísland nýtti stemninguna í stúkunni og tók frumkvæðið. Ísland komst tveimur mörkum yfir 4-2. Ungverjaland svaraði með þremur mörkum í röð og minnti á sig. Sandra Erlingsdóttir í baráttunni við Ungverja Vísir/Hulda Margrét Leikurinn var jafn og spennandi framan af fyrri hálfleik en Ungverjaland var skrefinu á undan. Sóknarleikur Íslands fór að halla undan fæti síðustu sjö mínútur fyrri hálfleiks þar sem Ísland skoraði aðeins tvö mörk. Ungverjaland gekk á lagið og nýtti sér tæknifeila og léleg skot íslenska liðsins. Hafdís Lilja Renötudóttir, markmaður Íslands, var besti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik. Hafdís varði sex bolta sem þykir ekki mikið en hún var dugleg að verja dauðafæri. Sandra Erlingsdóttir skoraði 4 mörk í dagVísir/Hulda Margrét Eftir slæman endi á fyrri hálfleik var Ísland fjórum mörkum undir í hálfleik 10-14. Gréta Márton, leikmaður Ungverjalands, skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum og var markahæst í fyrri hálfleik. Gestirnir frá Ungverjalandi slökuðu mikið á fjórum mörkum yfir og byrjuð seinni hálfleik hræðilega. Ungverjaland var að gera mikið af mistökum sóknarlega ásamt því að klikka á dauðafærum. Í stað þess að saxa á forskot Ungverjalands datt Ísland á sama plan og tókst ekki að minnka muninn. Á fyrstu átta mínútum seinni hálfleiks brenndi Ísland á tveimur vítum sem var ansi dýrt. Það var hart tekið á Söndru í dagVísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tók leikhlé fimm mörkum undir þegar ellefu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Eftir leikhlé Arnars hrundi íslenska liðið eins og spilaborg sem varð til þess að Arnar þurfti að brenna annað leikhlé fjórum mínútum seinna. Þá var Ungverjaland sjö mörkum yfir 12-19. Undir lokin kom ótrúlegur kafli hjá stelpunum okkar þar sem allt gekk upp. Vörnin var frábær, markvarslan var góð og auðveld mörk fylgdu í kjölfarið. Ísland gerði fjögur mörk í röð og saxaði forskot Ungverjalands minnst niður í tvö mörk. Andrea Jacobsen skoraði í baráttunniVísir/Hulda Margrét Steinunn Björnsdóttir var markahæst hjá íslenska liðinu með fimm mörk en Sandra Erlingsdóttir fylgdi á eftir með fjögur mörk. Sandra átti tvö skrautleg víti þar sem hún vippaði laglega yfir Melindu Szikora sem var frábær í marki Ungverjalands og endaði með 45 prósent markvörslu. Liðin mætast aftur á miðvikudaginn klukkan 17:15.Vísir/Hulda Margrét Ungverjaland vann á endanum fjögurra marka sigur 21-25. Seinni leikurinn í umspilinu sem fer fram í Ungverjalandi fer fram á miðvikudaginn klukkan 17:15. Eftir úrslit dagsins verður Ísland að vinna með fimm mörkum eða meira til að tryggja sér farseðilinn inn á HM 2023. Það var góð stemmning á Ásvöllum í dagVísir/Hulda Margrét Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023
Íslenska landsliðið í handbolta tapaði fyrir Ungverjalandi 21-25. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á HM 2023. Ísland var mest átta mörkum undir en Ungverjaland vann á endanum fjögurra marka sigur 21-25. Það var góð stemning á Ásvöllum sem hefur verið heimavöllur íslenska kvennalandsliðsins í handbolta undanfarna heimaleik. Ísland nýtti stemninguna í stúkunni og tók frumkvæðið. Ísland komst tveimur mörkum yfir 4-2. Ungverjaland svaraði með þremur mörkum í röð og minnti á sig. Sandra Erlingsdóttir í baráttunni við Ungverja Vísir/Hulda Margrét Leikurinn var jafn og spennandi framan af fyrri hálfleik en Ungverjaland var skrefinu á undan. Sóknarleikur Íslands fór að halla undan fæti síðustu sjö mínútur fyrri hálfleiks þar sem Ísland skoraði aðeins tvö mörk. Ungverjaland gekk á lagið og nýtti sér tæknifeila og léleg skot íslenska liðsins. Hafdís Lilja Renötudóttir, markmaður Íslands, var besti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik. Hafdís varði sex bolta sem þykir ekki mikið en hún var dugleg að verja dauðafæri. Sandra Erlingsdóttir skoraði 4 mörk í dagVísir/Hulda Margrét Eftir slæman endi á fyrri hálfleik var Ísland fjórum mörkum undir í hálfleik 10-14. Gréta Márton, leikmaður Ungverjalands, skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum og var markahæst í fyrri hálfleik. Gestirnir frá Ungverjalandi slökuðu mikið á fjórum mörkum yfir og byrjuð seinni hálfleik hræðilega. Ungverjaland var að gera mikið af mistökum sóknarlega ásamt því að klikka á dauðafærum. Í stað þess að saxa á forskot Ungverjalands datt Ísland á sama plan og tókst ekki að minnka muninn. Á fyrstu átta mínútum seinni hálfleiks brenndi Ísland á tveimur vítum sem var ansi dýrt. Það var hart tekið á Söndru í dagVísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tók leikhlé fimm mörkum undir þegar ellefu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Eftir leikhlé Arnars hrundi íslenska liðið eins og spilaborg sem varð til þess að Arnar þurfti að brenna annað leikhlé fjórum mínútum seinna. Þá var Ungverjaland sjö mörkum yfir 12-19. Undir lokin kom ótrúlegur kafli hjá stelpunum okkar þar sem allt gekk upp. Vörnin var frábær, markvarslan var góð og auðveld mörk fylgdu í kjölfarið. Ísland gerði fjögur mörk í röð og saxaði forskot Ungverjalands minnst niður í tvö mörk. Andrea Jacobsen skoraði í baráttunniVísir/Hulda Margrét Steinunn Björnsdóttir var markahæst hjá íslenska liðinu með fimm mörk en Sandra Erlingsdóttir fylgdi á eftir með fjögur mörk. Sandra átti tvö skrautleg víti þar sem hún vippaði laglega yfir Melindu Szikora sem var frábær í marki Ungverjalands og endaði með 45 prósent markvörslu. Liðin mætast aftur á miðvikudaginn klukkan 17:15.Vísir/Hulda Margrét Ungverjaland vann á endanum fjögurra marka sigur 21-25. Seinni leikurinn í umspilinu sem fer fram í Ungverjalandi fer fram á miðvikudaginn klukkan 17:15. Eftir úrslit dagsins verður Ísland að vinna með fimm mörkum eða meira til að tryggja sér farseðilinn inn á HM 2023. Það var góð stemmning á Ásvöllum í dagVísir/Hulda Margrét
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti