Bestu minningarnar sem barn í klaustri með kaþólskum nunnum Íris Hauksdóttir skrifar 9. apríl 2023 09:00 María Gomez segir sínar bestu minningar hafa verið sem barn í klaustri með kaþólskum nunnum. Aðsend Fagurkerinn og matgæðingurinn María Gomez á sér engar sérstakar páskahefðir en segir sínar bestu minningar hafa verið sem barn í klaustri með kaþólskum nunnum. Í seinni tíð hafa þó samverustundir með fjölskyldunni fengið meira vægi ásamt eftirréttunum góðu sem að sjálfsögðu fylgja með. „Upp á hóli einum í Hafnarfirði stóð lítið rautt bárujárnshús þegar ég var barn,“ rifjar María upp og heldur áfram. „Nánar tiltekið á Jófríðarstaðarhóli eða Joffahóli eins og við krakkarnir kölluðum hann. Í rauða húsinu bjuggu tveir kaþólskir prestar sem við kölluðum alltaf munka, en þeir bjuggu hvor í sínum endanum á þessu litla sæta rauða bárujárnshúsi sem var skipt í tvennt. Munkarnir tveir Hubert og Frans þjónuðu kaþólsku kirkjunni í Hafnarfirði en rétt hjá Joffahól er stórt nunnuklaustur þar sem bjuggu Karmel-nunnur, og búa þar enn. Karmel-nunnurnar voru lokaðar af frá umheiminum inn i klaustrinu og var einungis hægt að tala við þær gegnum járnrimla sem við kölluðum alltaf búr. Tveir einmana prestar sem gerðu ekki flugu mein Reglulega bönkuðum við krakkarnir upp á hjá Huberti og Frans því Hubert lumaði alltaf á karamellum í Macintosh dós sem hann bauð okkur upp á í dyragættinni. Frans hins vegar bauð okkur inn til sín. Veit þetta hljómar undarlega en þetta er ekki nein hryllingssaga heldur bara sæt lítil saga af tveimur einmana prestum sem voru barngóðir og gerðu ekki flugu mein. Frans gerði ýmis töfrabrögð fyrir okkur eins og að láta okkur setjast á tvö egg gerð úr svampi en þegar við stóðum upp sátu tveir páskaungar undir okkur einnig gerðir úr svampi. Frans kynnti okkur krökkunum fyrir klaustrinu og leyfði okkur að fara með sér þangað þar sem við fengum að föndra og ýmislegt fleira. Fyrst urðum við þó að fara með Maríubænir sem spönnuðu heilan rósakrans, en við hverja perlu á rósakransinum þurftum við að fara með Maríubæn, en ég held að það séu um 60 perlur í rósakrans sem þýðir 60 Maríubænir, og ekkert af okkur krökkunum með kaþólska trú. Í vatnsslag með nunnum Það sem er mér þó minnistæðast eru páskarnir í klaustrinu, en á annan í páskum stóð okkur til boða að fara og borða í klaustrinu, en ég man hvað mér fannst það spennandi því þar voru oft á boðstólum afar ljúffengar kræsingar sem minntu meira á útlönd en Ísland. Við krakkarnir og fleiri gestir ásamt Huberti og Frans borðuðum í stóru herbergi sem var hólfað í tvennt með stórum glugga, sem var með járnrimlum eða búri eins og við kölluðum það. Þar fyrir innan sátu nunnurnar að snæðingi. Allra skemmtilegast við þennan dag var að í lok máltíðar var farið í vatnsslag við nunnurnar og er það ein skemmtilegasta bernskuminning mín frá páskum. Þá var gólfið þakið stóru málningarplasti beggja megin við rimlana og man ég að eitt árið voru nunnurnar með heilt frístandandi baðkar inni hjá sér fullt af vatni sem þær jusu upp í stóra skúringafötu og svo hófst leikurinn. Við krakkarnir öðrum megin við rimlana og nunnurnar hinum megin skvettandi úr heilu vatnsfötunum vatni hvort yfir annað, rennandi á hausinn á hálu rennblautu plastinu og þvílíka fjörið. Það sem ég held að mér hafi fundist skemmtilegast við þetta var að sjá nunnurnar skemmta sér svona konunglega, skellihlæjandi, rennandi blautar í kuflunum sínum. Þegar ég hugsa til baka voru margar af þessum nunnum sjálfar hálfgerð börn en líklegast hafa margar þeirra ekki verið eldri en tvítugt jafnvel yngri, þó ég sé ekki viss. Þessar fallegu minningar um páskana í klaustrinu ylja mér enn um hjartarætur og þeim vinkonum mínum sem deila sömu minningum og ég. Hins vegar vissu ekki margir krakkar í Hafnarfirðinum af þessari páskaskemmtun enda pössuðum við okkur svolítið á því að eiga þetta út af fyrir okkur svo það myndu ekki fara að streyma heilu hóparnir af krökkum í klaustrið.“ Spurð hvort vatnsslagurinn sé enn í boði í Karmel-klaustrinu segist María ekki geta gefið slíkt uppi og glottir en sjálf hafi hún hætt að mæta í kringum ellefu ára aldur. Páskaskrautið yfirtók heimilið María segir páska æsku sinnar litaða sama bjarma og jólin, svo hátíðlegir voru þeir. „Allt var páskaskreytt með gulu. Greinar, egg og páskaliljur út um alla íbúð rétt eins og jólaskrautið sem yfirtók heimilið í desember. Ég fór meira að segja í jólafötin mín á páskadag. Ég man hvað mér fannst föstudagurinn langi skelfilegur, langur og þunglamalegur dagur enda var allt lokað. Það mátti ekki borða kjöt og ekkert hafa gaman. Ég kveið þessum degi mjög sem barn. Mér finnst tíðarandinn hafa breyst mjög síðan þá og þessar hefðir hafa ekki fylgt mér. Ég lít á páskana sem gott frí og slökun. Skreyti lítið, hvorki um jól né páska, kaupi í mesta lagi vönd af páskaliljum. En ég ætla klárlega að dekra við heimilisfólkið mitt með góðu sætmeti. Hugsa að þessi Churros morgunverðarréttur verði fyrir valinu. Það er því ekki hægt að segja að ég með einhverja sérstaka páskahefð nema afslöppun á náttfötunum, góða göngutúra og samveru með fjölskyldunni. Sparifötin fá að hanga inn í skáp.“ Matur Páskar Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
„Upp á hóli einum í Hafnarfirði stóð lítið rautt bárujárnshús þegar ég var barn,“ rifjar María upp og heldur áfram. „Nánar tiltekið á Jófríðarstaðarhóli eða Joffahóli eins og við krakkarnir kölluðum hann. Í rauða húsinu bjuggu tveir kaþólskir prestar sem við kölluðum alltaf munka, en þeir bjuggu hvor í sínum endanum á þessu litla sæta rauða bárujárnshúsi sem var skipt í tvennt. Munkarnir tveir Hubert og Frans þjónuðu kaþólsku kirkjunni í Hafnarfirði en rétt hjá Joffahól er stórt nunnuklaustur þar sem bjuggu Karmel-nunnur, og búa þar enn. Karmel-nunnurnar voru lokaðar af frá umheiminum inn i klaustrinu og var einungis hægt að tala við þær gegnum járnrimla sem við kölluðum alltaf búr. Tveir einmana prestar sem gerðu ekki flugu mein Reglulega bönkuðum við krakkarnir upp á hjá Huberti og Frans því Hubert lumaði alltaf á karamellum í Macintosh dós sem hann bauð okkur upp á í dyragættinni. Frans hins vegar bauð okkur inn til sín. Veit þetta hljómar undarlega en þetta er ekki nein hryllingssaga heldur bara sæt lítil saga af tveimur einmana prestum sem voru barngóðir og gerðu ekki flugu mein. Frans gerði ýmis töfrabrögð fyrir okkur eins og að láta okkur setjast á tvö egg gerð úr svampi en þegar við stóðum upp sátu tveir páskaungar undir okkur einnig gerðir úr svampi. Frans kynnti okkur krökkunum fyrir klaustrinu og leyfði okkur að fara með sér þangað þar sem við fengum að föndra og ýmislegt fleira. Fyrst urðum við þó að fara með Maríubænir sem spönnuðu heilan rósakrans, en við hverja perlu á rósakransinum þurftum við að fara með Maríubæn, en ég held að það séu um 60 perlur í rósakrans sem þýðir 60 Maríubænir, og ekkert af okkur krökkunum með kaþólska trú. Í vatnsslag með nunnum Það sem er mér þó minnistæðast eru páskarnir í klaustrinu, en á annan í páskum stóð okkur til boða að fara og borða í klaustrinu, en ég man hvað mér fannst það spennandi því þar voru oft á boðstólum afar ljúffengar kræsingar sem minntu meira á útlönd en Ísland. Við krakkarnir og fleiri gestir ásamt Huberti og Frans borðuðum í stóru herbergi sem var hólfað í tvennt með stórum glugga, sem var með járnrimlum eða búri eins og við kölluðum það. Þar fyrir innan sátu nunnurnar að snæðingi. Allra skemmtilegast við þennan dag var að í lok máltíðar var farið í vatnsslag við nunnurnar og er það ein skemmtilegasta bernskuminning mín frá páskum. Þá var gólfið þakið stóru málningarplasti beggja megin við rimlana og man ég að eitt árið voru nunnurnar með heilt frístandandi baðkar inni hjá sér fullt af vatni sem þær jusu upp í stóra skúringafötu og svo hófst leikurinn. Við krakkarnir öðrum megin við rimlana og nunnurnar hinum megin skvettandi úr heilu vatnsfötunum vatni hvort yfir annað, rennandi á hausinn á hálu rennblautu plastinu og þvílíka fjörið. Það sem ég held að mér hafi fundist skemmtilegast við þetta var að sjá nunnurnar skemmta sér svona konunglega, skellihlæjandi, rennandi blautar í kuflunum sínum. Þegar ég hugsa til baka voru margar af þessum nunnum sjálfar hálfgerð börn en líklegast hafa margar þeirra ekki verið eldri en tvítugt jafnvel yngri, þó ég sé ekki viss. Þessar fallegu minningar um páskana í klaustrinu ylja mér enn um hjartarætur og þeim vinkonum mínum sem deila sömu minningum og ég. Hins vegar vissu ekki margir krakkar í Hafnarfirðinum af þessari páskaskemmtun enda pössuðum við okkur svolítið á því að eiga þetta út af fyrir okkur svo það myndu ekki fara að streyma heilu hóparnir af krökkum í klaustrið.“ Spurð hvort vatnsslagurinn sé enn í boði í Karmel-klaustrinu segist María ekki geta gefið slíkt uppi og glottir en sjálf hafi hún hætt að mæta í kringum ellefu ára aldur. Páskaskrautið yfirtók heimilið María segir páska æsku sinnar litaða sama bjarma og jólin, svo hátíðlegir voru þeir. „Allt var páskaskreytt með gulu. Greinar, egg og páskaliljur út um alla íbúð rétt eins og jólaskrautið sem yfirtók heimilið í desember. Ég fór meira að segja í jólafötin mín á páskadag. Ég man hvað mér fannst föstudagurinn langi skelfilegur, langur og þunglamalegur dagur enda var allt lokað. Það mátti ekki borða kjöt og ekkert hafa gaman. Ég kveið þessum degi mjög sem barn. Mér finnst tíðarandinn hafa breyst mjög síðan þá og þessar hefðir hafa ekki fylgt mér. Ég lít á páskana sem gott frí og slökun. Skreyti lítið, hvorki um jól né páska, kaupi í mesta lagi vönd af páskaliljum. En ég ætla klárlega að dekra við heimilisfólkið mitt með góðu sætmeti. Hugsa að þessi Churros morgunverðarréttur verði fyrir valinu. Það er því ekki hægt að segja að ég með einhverja sérstaka páskahefð nema afslöppun á náttfötunum, góða göngutúra og samveru með fjölskyldunni. Sparifötin fá að hanga inn í skáp.“
Matur Páskar Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira