„Fögnum í dag og síðan er annar bikarleikur á fimmtudaginn“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. apríl 2023 16:15 Bjarni Magnússon var ánægður með sigur dagsins Vísir/Snædís Bára Haukar unnu sannfærandi sigur á Val í Ólafsal 93-77. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með spilamennsku Hauka en sagði að það væri annar bikarleikur gegn Val framundan þar sem Valur þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast áfram í úrslitin. „Við vildum ekki fara í sumarfrí í dag. Við munum taka hvíld í dag og á morgun síðan er það áfram gakk,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik og hélt áfram. „Í seinasta leik vorum við ekki að gefa margar stoðsendingar á meðan í dag vorum við með 25 stoðsendingar. Við leystum pressuna þeirra með því að senda í gegnum hana og hreyfa okkur vel.“ Bjarni var afar ánægður með áhlaup Hauka í fyrri hálfleik þar sem Haukar komust átján stigum yfir á nokkrum mínútum. „Þetta var magnað. Við eigum þetta í leik okkar og við verðum að fara ná að gera þetta í lengri tíma. Það fór mikil orka í þetta en þetta var frábær kafli á báðum endum. Vörnin bjó til sjálfstraust og við fengum auðveldar körfur sem gaf líka sjálfstraust. Ég var rosalega ánægður með þetta og stelpurnar eiga að vera stoltar af þessari frammistöðu.“ „Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að ná þremur sigrum. Við höfum náð einum sigri og ætlum ekki að fara missa okkur neitt en munum fagna í kvöld og njóta þess.“ Haukar voru sautján stigum yfir í hálfleik líkt og seinast þegar liðin mættust í Ólafssal en þá misstu Haukar forskotið niður og töpuðu í framlengingu. „Þetta var nákvæmlega sama stigaskor í hálfleik og í seinasta heimaleik gegn Val. Við vissum hvað við gerðum vitlaust í seinasta leik og fórum yfir það hvernig við ætluðum ekki að vera litlar í okkur.“ „Við vorum árásargjarnar og bjuggum til góð skot sem gekk upp. Varnarlega vorum við ekki jafn öflugar í seinni hálfleik en sóknarleikurinn var það góður að við vorum ekki að fara missa forskotið niður.“ Bjarni var spenntur fyrir fjórða leiknum gegn Val og sagði að það væri annar bikarleikur. „Við munum fagna í dag og síðan er annar bikarleikur á fimmtudaginn,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Sjá meira
„Við vildum ekki fara í sumarfrí í dag. Við munum taka hvíld í dag og á morgun síðan er það áfram gakk,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik og hélt áfram. „Í seinasta leik vorum við ekki að gefa margar stoðsendingar á meðan í dag vorum við með 25 stoðsendingar. Við leystum pressuna þeirra með því að senda í gegnum hana og hreyfa okkur vel.“ Bjarni var afar ánægður með áhlaup Hauka í fyrri hálfleik þar sem Haukar komust átján stigum yfir á nokkrum mínútum. „Þetta var magnað. Við eigum þetta í leik okkar og við verðum að fara ná að gera þetta í lengri tíma. Það fór mikil orka í þetta en þetta var frábær kafli á báðum endum. Vörnin bjó til sjálfstraust og við fengum auðveldar körfur sem gaf líka sjálfstraust. Ég var rosalega ánægður með þetta og stelpurnar eiga að vera stoltar af þessari frammistöðu.“ „Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að ná þremur sigrum. Við höfum náð einum sigri og ætlum ekki að fara missa okkur neitt en munum fagna í kvöld og njóta þess.“ Haukar voru sautján stigum yfir í hálfleik líkt og seinast þegar liðin mættust í Ólafssal en þá misstu Haukar forskotið niður og töpuðu í framlengingu. „Þetta var nákvæmlega sama stigaskor í hálfleik og í seinasta heimaleik gegn Val. Við vissum hvað við gerðum vitlaust í seinasta leik og fórum yfir það hvernig við ætluðum ekki að vera litlar í okkur.“ „Við vorum árásargjarnar og bjuggum til góð skot sem gekk upp. Varnarlega vorum við ekki jafn öflugar í seinni hálfleik en sóknarleikurinn var það góður að við vorum ekki að fara missa forskotið niður.“ Bjarni var spenntur fyrir fjórða leiknum gegn Val og sagði að það væri annar bikarleikur. „Við munum fagna í dag og síðan er annar bikarleikur á fimmtudaginn,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Sjá meira