Gaf ókunnugri stúlku hundrað ára fiðlu fyrir námið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. apríl 2023 21:01 Arndísi brá nokkuð við að fá gjöfina frá Halldóri. Halldór Guðmundsson leigubílstjóri gaf fyrir páska hinni fimmtán ára gömlu Arndísi Snorradóttur hundrað ára gamla fiðlu. Þau þekkjast ekki neitt en hún var að safna fé fyrir námskeiði hljóðfæranámi. Góðverkið hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. „Fyrir mörgum árum síðan byrjaði ég að safna hljóðfærum. Ég ætlaði að opna bar fyrir hljómlistarfólk. Þessi fiðla rataði í hendurnar á mér þá,“ segir Halldór aðspurður um hvernig hann fékk fiðluna. Sjálfur kann hann ekki að spila á fiðlu. Þegar hann sá auglýsingu þar sem Arndís var að safna dósum fyrir námskeiði ákvað hann að gefa henni fiðluna. Annað hvort til að nota í náminu eða til að selja upp í skólagjöldin. Fannst honum það fallegt að ungt fólk skildi leggja mikið á sig til þess að geta stundað tónlistarnám. Var geymd á háalofti Viðbrögðin hafi verið mjög góð. „Hún var ofboðslega ánægð,“ segir Halldór. Halldór segist ekki vitað hvers virði fiðlan sé. Hún er þó ekki á pari við verð Stradivarius fiðlu. „Ég fór með fiðluna til fiðlusmiðs og þar var mér sagt að hún væri frá um 1924 til 1930,“ segir Halldór. „Ég þekki ekki sögu fiðlunnar nema að hún hafði verið geymd uppi á háalofti hjá fyrrverandi eiganda í þó nokkuð langan tíma.“ Mjög flott fiðla Arndís segist hafa brugðið nokkuð þegar hinn ókunnugi maður kom og gaf henni gjöfina. „Mér fannst flott af honum að gefa mér fiðluna. Hún er hundrað ára gömul og er mjög flott,“ segir Arndís. Arndís er á tólfta ári í tónlistarnámi og stundar nú nám við Menntaskólann í tónlist, MÍT. Hún er hins vegar ekki að læra á fiðlu heldur víólu, sem er skylt hljóðfæri. Arndís segist ekki vera alveg viss um hvort hún ætlar að halda gripnum eða selja hann. „Fiðlan gæti verið dýrmæt af því að hún er svolítið gömul. Annað hvort ætla ég að eiga hana eða selja fyrir námið,“ segir hún. Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira
„Fyrir mörgum árum síðan byrjaði ég að safna hljóðfærum. Ég ætlaði að opna bar fyrir hljómlistarfólk. Þessi fiðla rataði í hendurnar á mér þá,“ segir Halldór aðspurður um hvernig hann fékk fiðluna. Sjálfur kann hann ekki að spila á fiðlu. Þegar hann sá auglýsingu þar sem Arndís var að safna dósum fyrir námskeiði ákvað hann að gefa henni fiðluna. Annað hvort til að nota í náminu eða til að selja upp í skólagjöldin. Fannst honum það fallegt að ungt fólk skildi leggja mikið á sig til þess að geta stundað tónlistarnám. Var geymd á háalofti Viðbrögðin hafi verið mjög góð. „Hún var ofboðslega ánægð,“ segir Halldór. Halldór segist ekki vitað hvers virði fiðlan sé. Hún er þó ekki á pari við verð Stradivarius fiðlu. „Ég fór með fiðluna til fiðlusmiðs og þar var mér sagt að hún væri frá um 1924 til 1930,“ segir Halldór. „Ég þekki ekki sögu fiðlunnar nema að hún hafði verið geymd uppi á háalofti hjá fyrrverandi eiganda í þó nokkuð langan tíma.“ Mjög flott fiðla Arndís segist hafa brugðið nokkuð þegar hinn ókunnugi maður kom og gaf henni gjöfina. „Mér fannst flott af honum að gefa mér fiðluna. Hún er hundrað ára gömul og er mjög flott,“ segir Arndís. Arndís er á tólfta ári í tónlistarnámi og stundar nú nám við Menntaskólann í tónlist, MÍT. Hún er hins vegar ekki að læra á fiðlu heldur víólu, sem er skylt hljóðfæri. Arndís segist ekki vera alveg viss um hvort hún ætlar að halda gripnum eða selja hann. „Fiðlan gæti verið dýrmæt af því að hún er svolítið gömul. Annað hvort ætla ég að eiga hana eða selja fyrir námið,“ segir hún.
Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira