Lífið

Meg­han af­þakkar boð í krýningu Karls

Apríl Auður Helgudóttir skrifar
Meghan Markle mun ekki mæta í krýningu Karls
Meghan Markle mun ekki mæta í krýningu Karls Getty

Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll.

Vangaveltur hafa verið uppi um hvort parið myndi ferðast til krýningarinnar. Yfir 2000 gestir verða viðstaddir athöfnina. Þeirra á meðal íslensku forsetahjónin.

Harry hefur ekki sést opinberlega með konungsfjölskyldunni síðan sjálfsævisaga hans og metsölubók hans Spare, kom út. Í bókinni greindi Harry meðal annars frá viðkvæmum atburðum innan konungsfjölskyldunnar. Vegna bókarinnar og samskiptasögu Harry og Meghan við fjölskylduna hefur verið óljóst hvort hann yrði viðstaddur krýningu föður síns.

Óvíst um hlutverk Harry

Í athöfninni er fyrirhugað að aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar verði viðstaddir ásamt opinberum persónum, leiðtogum og 450 fulltrúum góðgerðarsamtaka og samfélagshópa.

Þar sem Harry gengir ekki lengur sama hlutverki og áður í konungsfjölskyldunni er óskýrt hvaða þátt prinsinn mun gegna í krýningarathöfninni. Í afmæli drottningar í fyrra, tóku Harry og Meghan ekki þátt í hefð sem felst í því að standa á svölum Buckingham-hallar.

Búist er við að Vilhjálmur prins muni verða í áberandi hlutverki í krýningunni. Eftir dramatíska frásögn í  bók Harry af sambandi þeirra bræðra, verður athyglin líklega mikil á þeim tveimur.


Tengdar fréttir

Harry og Meghan eigi að hugsa um sig og fjölskyldu sína

Sjónvarpskonan Oprah Winfrey er á þeirri skoðun að Harry Bretaprins og hertogaynjan Meghan Markle eigi að fylgja hjartanu þegar kemur að því að ákveða hvort þau ætli að mæta á krýningarathöfn Karls konungs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.