Bjargaði lífi sínu með þrjóskunni Stefán Árni Pálsson skrifar 14. apríl 2023 10:30 Elíza sigraðist á krabbameininu eftir að hafa ýtt á að komast í skoðun, þrátt fyrir að lítið hafi verið gert úr hennar einkennum. Tónlistarkonan Elíza Geirsdóttir Newman fékk brjóstakrabbamein og hefur sagt frá því hvernig hún þurfti að berjast fyrir því að fá almennilega skoðun þegar hún fann hnút í öðru brjóstinu. En hún gafst ekki upp fyrr en hún fékk myndatöku og alvöru skoðun, en læknar höfðu meðal annars sagt henni að þetta væri líklegast hormónatengt eða innvortis marblettur og hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur. Þegar hún svo sjálf skráði sig í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu kom í ljós æxli og hún var send strax í krabbameinsmeðferð og er hún í dag við góða heilsu því krabbameinið hafði ekki náð að dreifa sér í eitlana. Vala Matt ræddi við Elízu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk baráttusöguna hennar. Elíza hefur verið ein af fremstu söngkonum landsins um árabil og gaf nýverið út plötuna Wonder Days sem hún vann að á meðan hún var í bataferlinu og er hún alveg einstök og snertir mann beint í hjartað. Erfitt að fá tíma hjá heimilislækni „Síðastliðin þrjú ár hafa verið svolítið rússíbanareið. Í byrjun Covid finn ég fyrir hnút í brjóstinu á mér og er farin að fá smá verki. Ég fer að láta skoða þetta hjá heimilislækni í Keflavík og hann segir að þetta sé líklegast hormónatengt og ég sé mögulega að byrja á breytingaskeiðinu,“ segir Elíza og heldur áfram. „Ég finn þetta aftur einum og hálfum mánuði síðar og þá er allt lokað og ég get ekki fengið tíma hjá heimilislækni. Ég hringi og tala við lækni í símann og hann segir að þetta sé sennilega ekki neitt en sendir samt beiðni um að ég fari í tékk. Svo líður mánuður og þá fæ ég hitta lækni, þriðja lækninn. Hann skoðar mig og segir að þetta sé nú líklega fæðingarblettur inni í mér og ekkert til að hafa áhyggjur af. Hann segir að ef ég vill vera alveg örugg skuli ég bóka mér tíma sjálf hjá Krabbameinsfélaginu sem ég og geri. Þar fer ég í myndatöku og þá fer allt á fullt,“ segir Elíza. Hún segist hafa fengið símtal þremur dögum seinna. „Ég fæ að vita að það sé krabbamein í æxlinu og þá tekur við einhver annar pakki. Þetta eru alveg fimm mánuðir sem líða þar sem ég veit að það er eitthvað að. Ég er með verki en það er ekkert hlustað. Ég fer beint í lyfjameðferð og þetta var mjög erfitt en líkaminn minn höndlaði þetta samt vel. Beint eftir þá meðferð fer ég síðan í fleygskurð og um jólin þetta sama ár er ég búin í lyfjameðferð og fleygskurði. Svo eftir áramótin fer ég í geislameðferð. Sem betur fer var þetta ekki búið að dreifa sér í eitlana og gekk alveg ótrúleg vel, miðað við að þetta var mjög hraðvaxandi og erfitt krabbamein,“ segir Elíza en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
En hún gafst ekki upp fyrr en hún fékk myndatöku og alvöru skoðun, en læknar höfðu meðal annars sagt henni að þetta væri líklegast hormónatengt eða innvortis marblettur og hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur. Þegar hún svo sjálf skráði sig í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu kom í ljós æxli og hún var send strax í krabbameinsmeðferð og er hún í dag við góða heilsu því krabbameinið hafði ekki náð að dreifa sér í eitlana. Vala Matt ræddi við Elízu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk baráttusöguna hennar. Elíza hefur verið ein af fremstu söngkonum landsins um árabil og gaf nýverið út plötuna Wonder Days sem hún vann að á meðan hún var í bataferlinu og er hún alveg einstök og snertir mann beint í hjartað. Erfitt að fá tíma hjá heimilislækni „Síðastliðin þrjú ár hafa verið svolítið rússíbanareið. Í byrjun Covid finn ég fyrir hnút í brjóstinu á mér og er farin að fá smá verki. Ég fer að láta skoða þetta hjá heimilislækni í Keflavík og hann segir að þetta sé líklegast hormónatengt og ég sé mögulega að byrja á breytingaskeiðinu,“ segir Elíza og heldur áfram. „Ég finn þetta aftur einum og hálfum mánuði síðar og þá er allt lokað og ég get ekki fengið tíma hjá heimilislækni. Ég hringi og tala við lækni í símann og hann segir að þetta sé sennilega ekki neitt en sendir samt beiðni um að ég fari í tékk. Svo líður mánuður og þá fæ ég hitta lækni, þriðja lækninn. Hann skoðar mig og segir að þetta sé nú líklega fæðingarblettur inni í mér og ekkert til að hafa áhyggjur af. Hann segir að ef ég vill vera alveg örugg skuli ég bóka mér tíma sjálf hjá Krabbameinsfélaginu sem ég og geri. Þar fer ég í myndatöku og þá fer allt á fullt,“ segir Elíza. Hún segist hafa fengið símtal þremur dögum seinna. „Ég fæ að vita að það sé krabbamein í æxlinu og þá tekur við einhver annar pakki. Þetta eru alveg fimm mánuðir sem líða þar sem ég veit að það er eitthvað að. Ég er með verki en það er ekkert hlustað. Ég fer beint í lyfjameðferð og þetta var mjög erfitt en líkaminn minn höndlaði þetta samt vel. Beint eftir þá meðferð fer ég síðan í fleygskurð og um jólin þetta sama ár er ég búin í lyfjameðferð og fleygskurði. Svo eftir áramótin fer ég í geislameðferð. Sem betur fer var þetta ekki búið að dreifa sér í eitlana og gekk alveg ótrúleg vel, miðað við að þetta var mjög hraðvaxandi og erfitt krabbamein,“ segir Elíza en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira