Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Árni Jóhannsson skrifar 16. apríl 2023 20:00 Víkingar unnu góðan sigur í dag. Vísir/Hulda Margrét Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Það stefndi í sigur Víkinga alveg frá fyrstu mínútu leiksins. Þeir unnu boltann af Fylki strax og fengu hornspyrnu og öskruðu um að fá víti þegar boltinn virtist fara í hönd varnarmanns Fylkis. Víkingur hafði vind með sér og réð það því líklegast að nánast allar sóknir þeirra fóru upp vinstri vænginn en það átti eftir að breytast í seinni hálfleik. Fyrsta markið var ekki lengi á leiðinni en á 10. mínútu fékk Birnir Snær boltann frá Ekrot á vinstri vængnum og keyrði á vörnina. Fékk Birnir að vaðaa inn í teig á hægri löppina og láta skotið ríða af og var skotið gott. Mögulega átti markvörðurinn að gera betur en mögulega hafði boltinn viðkomu í varnarmanni og það hafi truflað Ólaf í markinu. Það skiptir engu í raun því boltinn söng í netinu og forskotið orðið heimamanna. Það tók Víking ekki nema fimm mínútur að tvöfalda forskotið. Uppskriftin var svipuð. Farið var upp vinstri vænginn og fengið horn. Hornið var spilað stutt og endaði boltinn hjá Loga Tómasi sem sendi frábæra sendingu inn á teiginn og þar reis Oliver Ekroth hæst manna til að skalla boltann í slána og inn. Víkingur hafði nægan tíma til að athafna sig í sínum aðgerðum og guldu Fylkismenn fyrir það. Fylkismenn náðu ekkert að skapa sér í fyrri hálfleik og Víkingur tók fótinn örlítið af bensíngjöfinni og leið fyrri hálfleikur út án þess að meira markvert gerðist. Forystan örugg og ekki sjáanlegt að gestirnir myndu fá eitthvað úr þessum leik. Víkingur hóf seinni hálfleikinn á sama hátt og þeir hófu þann fyrri nema nú var farið meira upp hægra megin en veðrið lék hlutverk í þeirra ákvörðun myndi maður halda. Danijel Dejan Djuric var þá mikið í boltanum með Erling Agnarrss. og Davíð Örn Atlason með sér sem áttu ekki í neinum vandræðum með að skapa fyrirgjafastöður fyrir heimamenn. Fyrirgjafirnar voru því miður ekki nógu góðar og því sköpuðust fá færi en það besta var þó þegar Niolaj Hansen var einn á teig Fylkis en náði ekki að stýra skalla á rammann. Á 80. mínútu gerðist það svo að Erlingur Agnarsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla en þá var Víkingur búið með skiptingarnar sínar og voru því einum færri það sem eftir lifði leiks. Við það lögðust þeir til baka og Fylkismenn fengu að hafa boltann lengst af. Gestirnir úr Árbænum náðu því miður ekki marki eða mörkum en hættan var lítil og aðeins einu sinni þurfti Ingvar Jónsson að hafa sig allan við við að verja skot frá Fylki. Leik lauk með sigri Víkings 2-0 og sitja þeir á toppi deildarinnar þegar þetta er skrifað með fullt hús stiga og hafa enn ekki fengið á sig mark. Af hverju vann Víkingur? Við skulum segja að Víkingur sé betra liðið á pappírnum og að þeir hafi mætt tilbúnari til leiks í þetta sinn. Skoruðu mörkin sín snemma og gátu síðan haldið boltanum lengi leiknum til að halda andstæðing sínum í skefjum. Hvað gekk illa? Fylki gekk illa í þessum leik. Gekk illa að verjast í byrjun leiks og gekk svo illa að skapa sér færi til að skora í lok leiks. Þeim var greiði gerður í upphafi síðari hálfleiks að Víkingum gekk illa að koma boltanum fyrir sem gerði gestunum auðveldara að verjast sóknum þeirra. Bestur á vellinum? Birnir Snær Ingason var langlíflegastur í fyrri hálfleik en hann hlýtur nafnbótina maður leiksins að þessu sinni. Hann ógnaði sífellt þegar hann fékk boltann í fyrri hálfleik en fékk úr minna að moða í þeim seinni eins og fleiri leikmönnum. Hjá Fylki þarf að hrósa markverðinum, Ólafi Kristófer Helgasyndi, sem varði mjög vel nokkrum sinnum og greip inn í þegar við átti. Sigur heimamanna hefði getað orðið stærri. Hvað næst? Eftir að liðin spila í bikarkeppninni í vikunni þá fer Víkingur í heimsókn í Vesturbæ Reykjavíkur og etur kappi við KR. Viðureignir liðanna hafa verið mjög áhugaverðar undanfarin ár og ég býst við því líka í ár. Fylkismenn fá FH í heimsókn en Fylkir getur byggt ofan á þá staðreynd að þeir eru ekki í fallsæti eftir tvær umferðir þrátt fyrir að vara stigalausir. Stjarnan og ÍBV hafa verra markahlutfall og verma því botnsætin. Birnir Snær: Ég elska að halda hreinu Maður leiksins, Birnir Snær Ingason, var mjög ánægður með að hafa komist yfir snemma sérstaklega út af aðstæðunum í dag.Vísir/Hulda Margrét „Við byrjuðum náttúrlega þvílíkt vel og það er mjög gott að vera komnir í 2-0 snemma þegar veðrið er svona. Það hefði verið sterkt að ná þriðja markinu fyrir hálfleik því við vissum að vindurinn yrði á móti okkur í seinni sem myndi gera okkur erfitt fyrir en þetta var bara geðveikt að sigla þessu heim.“ Birnir fann sig mjög vel í fyrri hálfleik en fékk úr minna að moða í þeim seinni og var hann spurður að því hvort aðstæður hefðu spilað inn í að meira var sótt á hinn kantinn í seinni hálfleik. „Nei í raun ekki. Vindurinn var meira með okkur á mínum væng í fyrri hálfleik og reyndum við að keyra á það.“ Víkingur hefði varla getað byrjað deildina betur enda með fullt hús stig og hafa ekki fengið á sig mark eftir 180 mínútur af fótbolta. Þarf þá ekki að stjórna væntingum innan liðsins? „Ég elska að halda hreinu“, sagði Birnir og hló strax áður en hann hélt áfram „en báðir leikir hafa verið mjög svipaðir sem við höfum siglt heim sem er mjög gott. Það er mjög gott að byrja svona. Við vitum alveg hvað við getum og förum bara í næsta leik. Það sem þetta lið hefur gert síðustu ár sýnir mönnum hvað liðið getur og reynum við bara að vinna næsta leik.“ Arnar Gunnlaugs: Maður þarf að bregða sér í allra kvikinda líki til að vinna leiki við mismunandi aðstæður Arnar Gunnlaugsson getur verið mjög ánægður með byrjuni Víkinga í Bestu deildinni. Mætti jafnvel segja að liðið hans væri í draumalandi?Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson getur verið mjög ánægður með byrjuni Víkinga í Bestu deildinni. Mætti jafnvel segja að liðið hans væri í draumalandi? „Já ég myndi eiginlega segja það. Mjög sterk byrjun. Flottur sigur í dag sem við náðum að klára snemma við ömurlegar aðstæður. Við höfum örugglega öll spilað fótbolta í svona veðri og þetta snýst bara um karakter og mér fannst við gefa fá færi á okkur í dag þar sem við vorum sterkir andlega og innbyrðum góðan sigur.“ „Mögulega réð veðrið því að við herjuðum í sinn hvorn kantinn í sitt hvorum hálfleiknum. Svo var Birnir bara heitur í fyrri hálfleik og byrjaði leikinn mjög vel. Skoraði gott mark en það er draumabyrjun að skora tvisvar á fyrsta korterinu en ef maður á að vera gráðugur þá hefði maður viljað skora fleiri. Ég skli þetta samt mjög vel. Ég hef spilað við svona aðstæður og það er ekki gaman nema ef maður er tilbúinn að bretta upp ermarnar og leggja mikið á þig“, sagði Arnar þegar spurt var út í þá staðreynd að meira var sótt á sinn hvorn kantinn í hálfleikjunum tveimur. Víkingur lenti í því að vera einum færri eftir að Erlingur Agnarsson fór af velli meiddur en skiptingar liðsins voru búnar. Það sást greinilega að Oliver Ekroth gekk ekki heill til skógar þegar seinni hálfleikur byrjaði og var Arnar spurður út í það hvort skynsamlegt hefði verið að skipta Ekroth út af í hálfleik til að eiga alla skipti gluggana í þeim seinni. „Já klárlega. Það var samtal í hálfleik en hann vildi halda áfram. Hann fékk högg og sérstaklega í svona veðir getur maður stífnað upp enn þá meira. En þá var gott gefa Gunnari [Vatnhammar] heimaleik hérna. Þetta voru svona 15 mínútur sem við vorum færri og það fór aðeins um mann. Við spiluðum þetta kerfi gegn Malmö í lengri tíma og eigum að kunna þetta.“ Góð byrjun gefur góðar vonir og þarf mögulega að halda mönnum á jörðinni og á tánum. „Það eru reyndir menn innan liðsins sem sjá um að halda mönnum á jörðinni. Þetta er góð byrjun og varnarleikurinn búinn að vera góður en við mættum vera skarpari á boltanum. Kannski skapa fleiri færi. Stundum er fótboltinn á Íslandi bara þannig að maður þarf að bregða sér í allra kvikinda líki til að vinna leiki við mismunandi aðstæður. Í apríl og maí snýst þetta bara um að safna stigum og henda þessu ekki frá sér eins og við gerðum í fyrra. Svo kemur kannski tiki taka fótboltinn seinna í sumar.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fylkir
Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Það stefndi í sigur Víkinga alveg frá fyrstu mínútu leiksins. Þeir unnu boltann af Fylki strax og fengu hornspyrnu og öskruðu um að fá víti þegar boltinn virtist fara í hönd varnarmanns Fylkis. Víkingur hafði vind með sér og réð það því líklegast að nánast allar sóknir þeirra fóru upp vinstri vænginn en það átti eftir að breytast í seinni hálfleik. Fyrsta markið var ekki lengi á leiðinni en á 10. mínútu fékk Birnir Snær boltann frá Ekrot á vinstri vængnum og keyrði á vörnina. Fékk Birnir að vaðaa inn í teig á hægri löppina og láta skotið ríða af og var skotið gott. Mögulega átti markvörðurinn að gera betur en mögulega hafði boltinn viðkomu í varnarmanni og það hafi truflað Ólaf í markinu. Það skiptir engu í raun því boltinn söng í netinu og forskotið orðið heimamanna. Það tók Víking ekki nema fimm mínútur að tvöfalda forskotið. Uppskriftin var svipuð. Farið var upp vinstri vænginn og fengið horn. Hornið var spilað stutt og endaði boltinn hjá Loga Tómasi sem sendi frábæra sendingu inn á teiginn og þar reis Oliver Ekroth hæst manna til að skalla boltann í slána og inn. Víkingur hafði nægan tíma til að athafna sig í sínum aðgerðum og guldu Fylkismenn fyrir það. Fylkismenn náðu ekkert að skapa sér í fyrri hálfleik og Víkingur tók fótinn örlítið af bensíngjöfinni og leið fyrri hálfleikur út án þess að meira markvert gerðist. Forystan örugg og ekki sjáanlegt að gestirnir myndu fá eitthvað úr þessum leik. Víkingur hóf seinni hálfleikinn á sama hátt og þeir hófu þann fyrri nema nú var farið meira upp hægra megin en veðrið lék hlutverk í þeirra ákvörðun myndi maður halda. Danijel Dejan Djuric var þá mikið í boltanum með Erling Agnarrss. og Davíð Örn Atlason með sér sem áttu ekki í neinum vandræðum með að skapa fyrirgjafastöður fyrir heimamenn. Fyrirgjafirnar voru því miður ekki nógu góðar og því sköpuðust fá færi en það besta var þó þegar Niolaj Hansen var einn á teig Fylkis en náði ekki að stýra skalla á rammann. Á 80. mínútu gerðist það svo að Erlingur Agnarsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla en þá var Víkingur búið með skiptingarnar sínar og voru því einum færri það sem eftir lifði leiks. Við það lögðust þeir til baka og Fylkismenn fengu að hafa boltann lengst af. Gestirnir úr Árbænum náðu því miður ekki marki eða mörkum en hættan var lítil og aðeins einu sinni þurfti Ingvar Jónsson að hafa sig allan við við að verja skot frá Fylki. Leik lauk með sigri Víkings 2-0 og sitja þeir á toppi deildarinnar þegar þetta er skrifað með fullt hús stiga og hafa enn ekki fengið á sig mark. Af hverju vann Víkingur? Við skulum segja að Víkingur sé betra liðið á pappírnum og að þeir hafi mætt tilbúnari til leiks í þetta sinn. Skoruðu mörkin sín snemma og gátu síðan haldið boltanum lengi leiknum til að halda andstæðing sínum í skefjum. Hvað gekk illa? Fylki gekk illa í þessum leik. Gekk illa að verjast í byrjun leiks og gekk svo illa að skapa sér færi til að skora í lok leiks. Þeim var greiði gerður í upphafi síðari hálfleiks að Víkingum gekk illa að koma boltanum fyrir sem gerði gestunum auðveldara að verjast sóknum þeirra. Bestur á vellinum? Birnir Snær Ingason var langlíflegastur í fyrri hálfleik en hann hlýtur nafnbótina maður leiksins að þessu sinni. Hann ógnaði sífellt þegar hann fékk boltann í fyrri hálfleik en fékk úr minna að moða í þeim seinni eins og fleiri leikmönnum. Hjá Fylki þarf að hrósa markverðinum, Ólafi Kristófer Helgasyndi, sem varði mjög vel nokkrum sinnum og greip inn í þegar við átti. Sigur heimamanna hefði getað orðið stærri. Hvað næst? Eftir að liðin spila í bikarkeppninni í vikunni þá fer Víkingur í heimsókn í Vesturbæ Reykjavíkur og etur kappi við KR. Viðureignir liðanna hafa verið mjög áhugaverðar undanfarin ár og ég býst við því líka í ár. Fylkismenn fá FH í heimsókn en Fylkir getur byggt ofan á þá staðreynd að þeir eru ekki í fallsæti eftir tvær umferðir þrátt fyrir að vara stigalausir. Stjarnan og ÍBV hafa verra markahlutfall og verma því botnsætin. Birnir Snær: Ég elska að halda hreinu Maður leiksins, Birnir Snær Ingason, var mjög ánægður með að hafa komist yfir snemma sérstaklega út af aðstæðunum í dag.Vísir/Hulda Margrét „Við byrjuðum náttúrlega þvílíkt vel og það er mjög gott að vera komnir í 2-0 snemma þegar veðrið er svona. Það hefði verið sterkt að ná þriðja markinu fyrir hálfleik því við vissum að vindurinn yrði á móti okkur í seinni sem myndi gera okkur erfitt fyrir en þetta var bara geðveikt að sigla þessu heim.“ Birnir fann sig mjög vel í fyrri hálfleik en fékk úr minna að moða í þeim seinni og var hann spurður að því hvort aðstæður hefðu spilað inn í að meira var sótt á hinn kantinn í seinni hálfleik. „Nei í raun ekki. Vindurinn var meira með okkur á mínum væng í fyrri hálfleik og reyndum við að keyra á það.“ Víkingur hefði varla getað byrjað deildina betur enda með fullt hús stig og hafa ekki fengið á sig mark eftir 180 mínútur af fótbolta. Þarf þá ekki að stjórna væntingum innan liðsins? „Ég elska að halda hreinu“, sagði Birnir og hló strax áður en hann hélt áfram „en báðir leikir hafa verið mjög svipaðir sem við höfum siglt heim sem er mjög gott. Það er mjög gott að byrja svona. Við vitum alveg hvað við getum og förum bara í næsta leik. Það sem þetta lið hefur gert síðustu ár sýnir mönnum hvað liðið getur og reynum við bara að vinna næsta leik.“ Arnar Gunnlaugs: Maður þarf að bregða sér í allra kvikinda líki til að vinna leiki við mismunandi aðstæður Arnar Gunnlaugsson getur verið mjög ánægður með byrjuni Víkinga í Bestu deildinni. Mætti jafnvel segja að liðið hans væri í draumalandi?Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson getur verið mjög ánægður með byrjuni Víkinga í Bestu deildinni. Mætti jafnvel segja að liðið hans væri í draumalandi? „Já ég myndi eiginlega segja það. Mjög sterk byrjun. Flottur sigur í dag sem við náðum að klára snemma við ömurlegar aðstæður. Við höfum örugglega öll spilað fótbolta í svona veðri og þetta snýst bara um karakter og mér fannst við gefa fá færi á okkur í dag þar sem við vorum sterkir andlega og innbyrðum góðan sigur.“ „Mögulega réð veðrið því að við herjuðum í sinn hvorn kantinn í sitt hvorum hálfleiknum. Svo var Birnir bara heitur í fyrri hálfleik og byrjaði leikinn mjög vel. Skoraði gott mark en það er draumabyrjun að skora tvisvar á fyrsta korterinu en ef maður á að vera gráðugur þá hefði maður viljað skora fleiri. Ég skli þetta samt mjög vel. Ég hef spilað við svona aðstæður og það er ekki gaman nema ef maður er tilbúinn að bretta upp ermarnar og leggja mikið á þig“, sagði Arnar þegar spurt var út í þá staðreynd að meira var sótt á sinn hvorn kantinn í hálfleikjunum tveimur. Víkingur lenti í því að vera einum færri eftir að Erlingur Agnarsson fór af velli meiddur en skiptingar liðsins voru búnar. Það sást greinilega að Oliver Ekroth gekk ekki heill til skógar þegar seinni hálfleikur byrjaði og var Arnar spurður út í það hvort skynsamlegt hefði verið að skipta Ekroth út af í hálfleik til að eiga alla skipti gluggana í þeim seinni. „Já klárlega. Það var samtal í hálfleik en hann vildi halda áfram. Hann fékk högg og sérstaklega í svona veðir getur maður stífnað upp enn þá meira. En þá var gott gefa Gunnari [Vatnhammar] heimaleik hérna. Þetta voru svona 15 mínútur sem við vorum færri og það fór aðeins um mann. Við spiluðum þetta kerfi gegn Malmö í lengri tíma og eigum að kunna þetta.“ Góð byrjun gefur góðar vonir og þarf mögulega að halda mönnum á jörðinni og á tánum. „Það eru reyndir menn innan liðsins sem sjá um að halda mönnum á jörðinni. Þetta er góð byrjun og varnarleikurinn búinn að vera góður en við mættum vera skarpari á boltanum. Kannski skapa fleiri færi. Stundum er fótboltinn á Íslandi bara þannig að maður þarf að bregða sér í allra kvikinda líki til að vinna leiki við mismunandi aðstæður. Í apríl og maí snýst þetta bara um að safna stigum og henda þessu ekki frá sér eins og við gerðum í fyrra. Svo kemur kannski tiki taka fótboltinn seinna í sumar.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti