Gervigreind framleiddi lag með röddum Drake og The Weeknd Bjarki Sigurðsson skrifar 17. apríl 2023 11:25 Drake og The Weeknd á tónleikum árið 2014. Getty/Ollie Millington Gervigreind framleiddi á dögunum lag með röddum tónlistarmannanna Drake og The Weeknd. Drake sjálfur vera kominn með nóg af gervigreindinni en útgáfufyrirtæki þeirra beggja er sagt hafa óskað eftir því að lagið yrði fjarlægt af öllum streymisveitum. Helgin í heimi tónlistarinnar var ansi viðburðarík en fjöldi listamanna flutti lög sín á hinni sívinsælu tónlistarhátíð Coachella í Kaliforníu. Þá lentu margir listamenn í því að gervigreind var búin að setja raddir annarra listamanna yfir lög þeirra. Einnig kom út lag með Drake og The Weeknd, sem þeir komu þó aldrei nálægt því að framleiða. Nýlega hófu netverjar að nota gervigreind til að láta raddir þekktra einstaklinga segja ákveðnar setningar. Til eru sprenghlægileg dæmi um það, eins og TikTok-myndbönd þar sem látið er eins og fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, Barack Obama og Donald Trump, séu að spila tölvuleiki með núverandi forseta Bandaríkjanna, Joe Biden. @ffrosken Presidents play CSGO #csgo #counterstrike #gaming #obama #trump #biden #fyp #fyp #ai #aivoice #elevenlabs #funny #funnyvideos original sound - ffrosken Þá eru raddir þekktra tónlistarmanna notaðar í lög annarra tónlistarmanna og látið eins og þeir hafi búið til ábreiður af þekktum lögum. Til að mynda syngur rödd Rihönnu lagið Cuff It með Beyoncé í myndbandinu hér fyrir neðan. IA Rihanna from ChatGPT singing Beyoncé s "Cuff It" pic.twitter.com/1TAmHEDAKv— Rihanna Facts (@Nevernyny) April 13, 2023 Og í öðru myndbandi má hlusta á útgáfu Kanye West og Drake á laginu WAP sem Meghan Thee Stallion og Cardi B sungu upprunalega. Y all the AI Kanye & Drake WAP is kinda iconic . pic.twitter.com/SCVKGcWWRd— Brielle The Villain (@Goldbloodedkil2) April 15, 2023 Það metnaðarfyllsta sem hefur komið úr þessu fári er þá frumsamið lag sem birtist fyrst á TikTok um helgina þar sem raddir kanadísku poppstjarnanna Drake og The Weeknd eru notaðar. Drake hafði nokkrum dögum áður sagst vera kominn með nóg af gervigreind eftir að rödd hans var notuð til að syngja lagið Munch með Ice Spice. AI got Drake rapping Munch pic.twitter.com/pWYB5rcjgg— Complex Music (@ComplexMusic) April 14, 2023 Lagið var birt á aðganginum Ghostwriter977 og hafa tæplega 8,8 milljónir manna hlustað á það þar. Er það kallað Heart on My Sleeve og hefur nú verið gefið út á öllum helstu streymisveitum. Universal Music Group, rétthafi tónlistar bæði Drake og The Weeknd, er sagt hafa beðið streymisveiturnar um að taka lagið út þar sem þarna er verið að nota raddir þeirra listamanna. Veiturnar hafa ekki brugðist við þessari beiðni enn sem komið er. @ghostwriter977 hi im ghostwriter. #drake #aivoice #theweeknd #ai #aidrake #theweekndai Heart on My Sleeve by Ghostwriter out everywhere. - ghostwriter Gervigreind Tónlist Kanada Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
Helgin í heimi tónlistarinnar var ansi viðburðarík en fjöldi listamanna flutti lög sín á hinni sívinsælu tónlistarhátíð Coachella í Kaliforníu. Þá lentu margir listamenn í því að gervigreind var búin að setja raddir annarra listamanna yfir lög þeirra. Einnig kom út lag með Drake og The Weeknd, sem þeir komu þó aldrei nálægt því að framleiða. Nýlega hófu netverjar að nota gervigreind til að láta raddir þekktra einstaklinga segja ákveðnar setningar. Til eru sprenghlægileg dæmi um það, eins og TikTok-myndbönd þar sem látið er eins og fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, Barack Obama og Donald Trump, séu að spila tölvuleiki með núverandi forseta Bandaríkjanna, Joe Biden. @ffrosken Presidents play CSGO #csgo #counterstrike #gaming #obama #trump #biden #fyp #fyp #ai #aivoice #elevenlabs #funny #funnyvideos original sound - ffrosken Þá eru raddir þekktra tónlistarmanna notaðar í lög annarra tónlistarmanna og látið eins og þeir hafi búið til ábreiður af þekktum lögum. Til að mynda syngur rödd Rihönnu lagið Cuff It með Beyoncé í myndbandinu hér fyrir neðan. IA Rihanna from ChatGPT singing Beyoncé s "Cuff It" pic.twitter.com/1TAmHEDAKv— Rihanna Facts (@Nevernyny) April 13, 2023 Og í öðru myndbandi má hlusta á útgáfu Kanye West og Drake á laginu WAP sem Meghan Thee Stallion og Cardi B sungu upprunalega. Y all the AI Kanye & Drake WAP is kinda iconic . pic.twitter.com/SCVKGcWWRd— Brielle The Villain (@Goldbloodedkil2) April 15, 2023 Það metnaðarfyllsta sem hefur komið úr þessu fári er þá frumsamið lag sem birtist fyrst á TikTok um helgina þar sem raddir kanadísku poppstjarnanna Drake og The Weeknd eru notaðar. Drake hafði nokkrum dögum áður sagst vera kominn með nóg af gervigreind eftir að rödd hans var notuð til að syngja lagið Munch með Ice Spice. AI got Drake rapping Munch pic.twitter.com/pWYB5rcjgg— Complex Music (@ComplexMusic) April 14, 2023 Lagið var birt á aðganginum Ghostwriter977 og hafa tæplega 8,8 milljónir manna hlustað á það þar. Er það kallað Heart on My Sleeve og hefur nú verið gefið út á öllum helstu streymisveitum. Universal Music Group, rétthafi tónlistar bæði Drake og The Weeknd, er sagt hafa beðið streymisveiturnar um að taka lagið út þar sem þarna er verið að nota raddir þeirra listamanna. Veiturnar hafa ekki brugðist við þessari beiðni enn sem komið er. @ghostwriter977 hi im ghostwriter. #drake #aivoice #theweeknd #ai #aidrake #theweekndai Heart on My Sleeve by Ghostwriter out everywhere. - ghostwriter
Gervigreind Tónlist Kanada Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira