Lífið

Kol­brún og Ísak eiga von á sínu fyrsta barni

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Fimleikadrottningin Kolbrún Þöll og kærasti hennar Ísak Óli eiga von á sínu fyrsta barni.
Fimleikadrottningin Kolbrún Þöll og kærasti hennar Ísak Óli eiga von á sínu fyrsta barni. instagram

Fimleikadrottningin Kolbrún Þöll Þorradóttir á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Ísak Óla Helgasyni. Parið tilkynnti gleðifréttirnar á Instagram.

„Svo spennt fyrir nýju hlutverki í október,“ skrifar Kolbrún og hamingjuóskum rignir yfir parið.

Kolbrún var í lykilhlutverki í íslenska kvennaliðinu sem varð Evrópumeistari í hópfimleikum árið 2021. Hún framkvæmdi erfiðustu stökk mótsins og var valin í úrvalslið þess í fjórða sinn.

Síðar það sama ár varð hún í 2. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2021 en hún var aðeins 58 stigum frá 1. sætinu.

Ári síðar lenti hún í því áfalli að slíta hásin og því gat hún keppt með landsliðinu á Evrópumótinu það árið. Síðasta sumar starfaði hún sem flugfreyja hjá Icelandair.

Kolbrún og Ísak hafa verið saman í nokkur ár. Ísak var á fótboltasamningi í háskóla í Boston og útskrifaðist þaðan síðasta vor. Hann er jafnframt sonur Helga Rúnars Óskarssonar, forstjóra 66°Norður.


Tengdar fréttir

Kol­brún Þöll sleit hásin og missir af EM

Kolbrún Þöll Þorradóttir, landsliðskona í hópfimleikum, verður ekki með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu sem hefst síðar í vikunni. Hún sleit hásin á æfingu í gærkvöldi, mánudag. Ljóst er að um mikið áfall er að ræða fyrir Kolbrúnu Þöll sem og íslenska landsliðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.