Sport

Blær er ekki brotinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Blær Hinriksson gegn Haukum í bikarúrslitunum í síðasta mánuði. 
Blær Hinriksson gegn Haukum í bikarúrslitunum í síðasta mánuði.  Vísir/Hulda Margrét

Blær Hinriksson, leikmaður Aftureldingar, sem meiddist illa í sigurleik gegn Fram í Úlfársárdal í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla er ekki ökklabrotinn.

Örnólfur Valdimarsson bæklunarskurðlæknir skoðaði Blæ í dag og eftir myndatöku í gær og skoðunina er ljóst að Blær er með beinmar, sködduð liðbönd, einhver liðbönd eru lítillega rifin en leikmaðurinn er ekki brotinn.

Blær missteig sig mjög illa og var útlitið svart fyrir miðjumanninn í gær. Hann var fluttur með sjúkrabíl eftir meiðslin í gær. Blær gæti mögulega komið til baka og spilað í úrslitaeinvíginu ef Afturelding kemst alla leiði þangað. 

Rætt verður nánar við Blæ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×