Þúsundasta Bolvíkingnum heilsast vel Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. apríl 2023 22:03 Rannveig Móa Gunnarsdóttir er þúsundasti Bolvíkingurinn. Kristinn Logi Gunnarsson bróðir hennar er hæstánægður með viðbótina við fjölskylduna. Aðsend Þúsundasti Bolvíkingurinn fæddist á fimmtudag og heilsast vel. Sveitarfélagið hefur lengi stefnt að þessu markmiði og nú þarf að hækka ránna. „Okkur líður mjög vel. Það gengur eins og í sögu,“ segir Rúna Kristinsdóttir, móðir Rannveigar Móu Gunnarsdóttur, sem er Bolvíkingur númer 1000. Heilsast öllum vel. Faðirinn heitir Gunnar Samúelsson og er hin nýfædda stúlka annað barn þeirra. Rúna starfar hjá Endurskoðun Vestfjarða og Gunnar hjá Fiskmarkaði Vestfjarða. Aðspurð um hvort fjölskyldan ætli ekki örugglega að búa áfram í bænum segir Rúna að ekkert fararsnið sé á þeim. „Við ætlum ekkert að flytja úr bænum. Við erum búin að koma okkur vel fyrir hér og erum búin að kaupa okkur hús,“ segir Rúna. Sveitarfélagið Bolungarvík hefur stefnt að því að fjölga íbúum í þúsund undanfarin ár. Meðal annars vegna þess að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hugðist gera það að lágmarksfjölda hvers sveitarfélags fyrir árið 2026. Þau sveitarfélög sem ekki næðu þeim fjölda yrðu að sameinast öðrum ellegar yrði þvinguð sameining. Hefur Sigurður dregið þessar áætlanir til baka. Hvað nú? „Verkefninu Bolungarvík 1000 plús er hér með lokið. Hvað gerum við nú?“ spyr Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur sem hefur fagnað vel og lengi síðan á fimmtudag, sem og aðrir í bæjarstjórninni. Segir hann þetta tímamót og mælistein á hvert samfélagið sé að stefna. Jón Páll Hreinsson er bæjarstjóri Bolungarvíkur.Vísir/Vilhelm „Ég er fæddur og uppalinn hér á svæðinu og hef búið hér nánast allt mitt líf. Allt mitt uppeldi og fram á fullorðinsárin var íbúaþróunin hér á leið í öfuga átt. Fólki fækkaði og stemningin var frekar lágstemmd,“ segir Jón Páll. „Þetta hefur snúist við á stuttum tíma og núna erum við vaxtarsamfélag.“ Samkvæmt Jóni Páli er mikil gróska í bænum. Framkvæmdir séu í gangi, kraftur í atvinnulífinu og ýmis tækifæri að opnast í nýjum atvinnugreinum. Atvinnustarfsemin sé ekki lengur aðeins bundinn við sjávarútveg heldur séu landbúnaður og ferðaþjónusta vaxandi. Til dæmis er mjólkurvinnslan Arna frá Bolungarvík og Bolvíkingar sjái fram á mjög gott sumar í ferðaþjónustu. Í ljósi þess að þúsundasti Bolvíkingurinn sé fæddur þarf sveitarfélagið að setja sér nýtt markmið. Ekki dugar að troða marvaðann heldur fjölga enn meir. Samkvæmt Jóni Páli náði íbúafjöldinn hámarki í kringum 1.300 manns, á síðustu öld þegar togaraútgerðin var hvað öflugust í bænum. Hann segir það ekki útilokað markmið. „Bolungarvík aldrei stærri,“ gæti verið yfirskrift næsta markmiðs. Ástarvikan skilað árangri Í Bolungarvík er haldin Ástarvika, ár hvert í nóvember. Það er heimilisleg og kærleiksrík menningarhátíð þar sem ástinni er fagnað. Aðspurður um hvort Ástarvikan hafi hjálpað til við íbúafjölgunina segir Jón Páll það augljóst. „Ég veit ekki hvað er búið til mikið af börnum á Ástarvikunni en hún býr til betri Bolungarvík,“ segir hann. „Ástin er svo mikilvæg. Það er ekki hægt að búa til samfélag án þess að elska. Sama hvort þú elskar sveitarfélagið þitt, náttúruna, börnin eða makann. Hver er tilgangurinn með þessu ef það er ekki fyrir ástina?“ Jón Páll segist vera búinn að heyra í nýbökuðum foreldrunum og óska þeim til hamingju. Hann ætlar svo að koma við hjá þeim í dag og færa þeim þakklætisvott frá sveitarfélaginu. Bolungarvík Tímamót Mannfjöldi Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
„Okkur líður mjög vel. Það gengur eins og í sögu,“ segir Rúna Kristinsdóttir, móðir Rannveigar Móu Gunnarsdóttur, sem er Bolvíkingur númer 1000. Heilsast öllum vel. Faðirinn heitir Gunnar Samúelsson og er hin nýfædda stúlka annað barn þeirra. Rúna starfar hjá Endurskoðun Vestfjarða og Gunnar hjá Fiskmarkaði Vestfjarða. Aðspurð um hvort fjölskyldan ætli ekki örugglega að búa áfram í bænum segir Rúna að ekkert fararsnið sé á þeim. „Við ætlum ekkert að flytja úr bænum. Við erum búin að koma okkur vel fyrir hér og erum búin að kaupa okkur hús,“ segir Rúna. Sveitarfélagið Bolungarvík hefur stefnt að því að fjölga íbúum í þúsund undanfarin ár. Meðal annars vegna þess að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hugðist gera það að lágmarksfjölda hvers sveitarfélags fyrir árið 2026. Þau sveitarfélög sem ekki næðu þeim fjölda yrðu að sameinast öðrum ellegar yrði þvinguð sameining. Hefur Sigurður dregið þessar áætlanir til baka. Hvað nú? „Verkefninu Bolungarvík 1000 plús er hér með lokið. Hvað gerum við nú?“ spyr Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur sem hefur fagnað vel og lengi síðan á fimmtudag, sem og aðrir í bæjarstjórninni. Segir hann þetta tímamót og mælistein á hvert samfélagið sé að stefna. Jón Páll Hreinsson er bæjarstjóri Bolungarvíkur.Vísir/Vilhelm „Ég er fæddur og uppalinn hér á svæðinu og hef búið hér nánast allt mitt líf. Allt mitt uppeldi og fram á fullorðinsárin var íbúaþróunin hér á leið í öfuga átt. Fólki fækkaði og stemningin var frekar lágstemmd,“ segir Jón Páll. „Þetta hefur snúist við á stuttum tíma og núna erum við vaxtarsamfélag.“ Samkvæmt Jóni Páli er mikil gróska í bænum. Framkvæmdir séu í gangi, kraftur í atvinnulífinu og ýmis tækifæri að opnast í nýjum atvinnugreinum. Atvinnustarfsemin sé ekki lengur aðeins bundinn við sjávarútveg heldur séu landbúnaður og ferðaþjónusta vaxandi. Til dæmis er mjólkurvinnslan Arna frá Bolungarvík og Bolvíkingar sjái fram á mjög gott sumar í ferðaþjónustu. Í ljósi þess að þúsundasti Bolvíkingurinn sé fæddur þarf sveitarfélagið að setja sér nýtt markmið. Ekki dugar að troða marvaðann heldur fjölga enn meir. Samkvæmt Jóni Páli náði íbúafjöldinn hámarki í kringum 1.300 manns, á síðustu öld þegar togaraútgerðin var hvað öflugust í bænum. Hann segir það ekki útilokað markmið. „Bolungarvík aldrei stærri,“ gæti verið yfirskrift næsta markmiðs. Ástarvikan skilað árangri Í Bolungarvík er haldin Ástarvika, ár hvert í nóvember. Það er heimilisleg og kærleiksrík menningarhátíð þar sem ástinni er fagnað. Aðspurður um hvort Ástarvikan hafi hjálpað til við íbúafjölgunina segir Jón Páll það augljóst. „Ég veit ekki hvað er búið til mikið af börnum á Ástarvikunni en hún býr til betri Bolungarvík,“ segir hann. „Ástin er svo mikilvæg. Það er ekki hægt að búa til samfélag án þess að elska. Sama hvort þú elskar sveitarfélagið þitt, náttúruna, börnin eða makann. Hver er tilgangurinn með þessu ef það er ekki fyrir ástina?“ Jón Páll segist vera búinn að heyra í nýbökuðum foreldrunum og óska þeim til hamingju. Hann ætlar svo að koma við hjá þeim í dag og færa þeim þakklætisvott frá sveitarfélaginu.
Bolungarvík Tímamót Mannfjöldi Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira