Trjákurlarinn frá FÖRST leysir málið Hreinir Garðar 18. apríl 2023 09:00 Hreinir Garðar selja og leiga út trjákurlara. Sá vinsælasti undir 750 kg. er FÖRST ST6P sem er allt í senn, snöggur, afkastamikill og sparneytinn. FÖRST trjákurlararnir eru með söluhæstu kurlurum Evrópu í dag og þekktir fyrir góða endingu og topp þjónustu frá framleiðanda. „Þeir eru mjög einfaldir í notkun og áreiðanlegir í vinnu," segir Þorsteinn Haraldsson, framkvæmdastjóri Hreinna Garða sem flytur þá inn hér á landi. „Stjórntakkarnir á vélinni eru snerti takkar sem margir kannast við úr neðanjarðarlestunum í Englandi. Vélin er síðan öll hönnuð til þess að vera sem einföldust í viðhaldi.“ Hreinir Garðar er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í viðhaldi og snyrtingu garða á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Fyrirtækið var stofnað árið 2009 og taldi þá tvo starfsmenn. Í dag starfa rúmlega 20 reynslumiklir starfsmenn hjá fyrirtækinu en yfir sumartímann fjölgar starfsfólki mikið. Hreinir Garðar selja bæði og leiga út trjákurlara að sögn Þorsteins. „Við bjóðum upp á nokkrar stærðir til sölu en sá vinsælasti undir 750 kg. er FÖRST ST6P sem er allt í senn, snöggur, afkastamikill og sparneytinn.“ Einfaldur í notkun Eins og er býður fyrirtækið bara upp á eina tegund af FÖRST trjákurlara til leigu en það er einmitt ST6P kurlarinn. „Það sem sá kurlari er undir 750 kg. þýðir það að allir mega draga hann án þess að hafa aukin ökuréttindi. Þessi kurlari er einfaldur í notkun og tekur greinar og trjáboli upp að 15 cm. í þvermál auk þess sem vélin er mjög létt en um leið með öflugan mótor.“ Hreinir Garðar bjóða einnig til leigu stærri og öflugri kurlara á beltum sem tekur greinar og trjáboli upp að 20 cm. í þvermál. „Þessari stærð af kurlara fylgir þó alltaf maður frá okkur sem vinnur verkið fyrir leigutakann.“ Minnkum kostnað, keyrslu og óþarfa bras Þorsteinn segir hentugra fyrir marga að leigja trjákurlara í stað þess að fjárfesta í einum slíkum. „Með leigunni erum við helst að reyna að ná til þeirra sem vilja gera hlutina sjálfir, til dæmis sumarbústaðareigenda sem þurfa að grisja og þess háttar. Eðlilega er miklu ódýrara að leigja ef þú notar kurlarann sjaldan auk þess sem leigjendur fá alltaf vél sem er í topp standi og með hnífana í góðu lagi.“ Hann bendir einnig á að það sé orðið ansi dýrt að farga greinum. „Auk þess getur það tekið margar ferðir með litla kerru að keyra trjábúta og greinar í burtu. Ef það er hægt að nýta efnið minnkum við kostnað, keyrslu og óþarfa bras. Viðskiptavinir sem kjósa að kaupa eru yfirleitt þeir sem búa lengra úti á landi eða þeir sem vinna við grisjun og að fella tré.“ Sýningarsalur Hreinna Garða er í Víkurhvarfi 4 í Kópavogi. „Hér er hægt að skoða þá trjákurlara sem við bjóðum upp á auk fleiri véla. Í Víkurhvarfi má einnig finna varahluta- og viðgerðarþjónustu okkar en við sjáum um allt slíkt fyrir FÖRST Global hér á landi.“ Garðyrkja Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
„Þeir eru mjög einfaldir í notkun og áreiðanlegir í vinnu," segir Þorsteinn Haraldsson, framkvæmdastjóri Hreinna Garða sem flytur þá inn hér á landi. „Stjórntakkarnir á vélinni eru snerti takkar sem margir kannast við úr neðanjarðarlestunum í Englandi. Vélin er síðan öll hönnuð til þess að vera sem einföldust í viðhaldi.“ Hreinir Garðar er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í viðhaldi og snyrtingu garða á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Fyrirtækið var stofnað árið 2009 og taldi þá tvo starfsmenn. Í dag starfa rúmlega 20 reynslumiklir starfsmenn hjá fyrirtækinu en yfir sumartímann fjölgar starfsfólki mikið. Hreinir Garðar selja bæði og leiga út trjákurlara að sögn Þorsteins. „Við bjóðum upp á nokkrar stærðir til sölu en sá vinsælasti undir 750 kg. er FÖRST ST6P sem er allt í senn, snöggur, afkastamikill og sparneytinn.“ Einfaldur í notkun Eins og er býður fyrirtækið bara upp á eina tegund af FÖRST trjákurlara til leigu en það er einmitt ST6P kurlarinn. „Það sem sá kurlari er undir 750 kg. þýðir það að allir mega draga hann án þess að hafa aukin ökuréttindi. Þessi kurlari er einfaldur í notkun og tekur greinar og trjáboli upp að 15 cm. í þvermál auk þess sem vélin er mjög létt en um leið með öflugan mótor.“ Hreinir Garðar bjóða einnig til leigu stærri og öflugri kurlara á beltum sem tekur greinar og trjáboli upp að 20 cm. í þvermál. „Þessari stærð af kurlara fylgir þó alltaf maður frá okkur sem vinnur verkið fyrir leigutakann.“ Minnkum kostnað, keyrslu og óþarfa bras Þorsteinn segir hentugra fyrir marga að leigja trjákurlara í stað þess að fjárfesta í einum slíkum. „Með leigunni erum við helst að reyna að ná til þeirra sem vilja gera hlutina sjálfir, til dæmis sumarbústaðareigenda sem þurfa að grisja og þess háttar. Eðlilega er miklu ódýrara að leigja ef þú notar kurlarann sjaldan auk þess sem leigjendur fá alltaf vél sem er í topp standi og með hnífana í góðu lagi.“ Hann bendir einnig á að það sé orðið ansi dýrt að farga greinum. „Auk þess getur það tekið margar ferðir með litla kerru að keyra trjábúta og greinar í burtu. Ef það er hægt að nýta efnið minnkum við kostnað, keyrslu og óþarfa bras. Viðskiptavinir sem kjósa að kaupa eru yfirleitt þeir sem búa lengra úti á landi eða þeir sem vinna við grisjun og að fella tré.“ Sýningarsalur Hreinna Garða er í Víkurhvarfi 4 í Kópavogi. „Hér er hægt að skoða þá trjákurlara sem við bjóðum upp á auk fleiri véla. Í Víkurhvarfi má einnig finna varahluta- og viðgerðarþjónustu okkar en við sjáum um allt slíkt fyrir FÖRST Global hér á landi.“
Garðyrkja Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira