Veður

Allt að fimmtán gráðu hiti fyrir norðaustan

Bjarki Sigurðsson skrifar
Búast má við hlýindum fyrir norðaustan, til dæmis á Akureyri.
Búast má við hlýindum fyrir norðaustan, til dæmis á Akureyri. Vísir/Vilhelm

Í dag verður bjart að mestu um landið norðaustanvert. Á landinu öllu verður sunnan- og suðaustanátt, fimm til þrettán metrar á sekúndu. Hiti verður sjö til fimmtán stig, hlýjast norðaustanlands.

Heldur hvassara verður á norðanverðu Snæfellsnesi síðdegis. Væta verður með köflum sunnan- og vestantil. Enn eru mildar sunnanáttir ríkjandi en það snýst í norðanátt á föstudag með kólnandi veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):

Suðvestan 3-8 m/s og bjartviðri, hiti 8 til 14 stig, hlýjast á Norður- og Austurlandi. Suðvestan 8-13 og dálítil væta við Breiðafjörð og á Vestfjörðum og svalara á þeim slóðum.

Á föstudag:

Norðan 5-10 með dálítilli slyddu eða snjókomu og frystir á norðurhelmingi landsins en úrkomuminna þar síðdegis. Þurrt sunnanlands og hiti 5 til 11 stig, en kólnar um kvöldið.

Á laugardag:

Austlæg átt 3-8 og bjartviðri, en skýjað og þurrt að kalla með suður- og austurströndinni. Hiti yfir daginn frá frostmarki norðaustanlands, upp í 7 stig á Suðvesturlandi.

Á sunnudag:

Fremur hæg breytileg átt. Bjart að mestu á landinu en skýjað og dálítil væta á Suður- og Vesturlandi. Hiti víða 1 til 5 stig.

Á mánudag:

Breytileg átt 3-8. Skýjað með köflum á landinu og stöku skúrir sunnanlands. Hiti frá frostmarki fyrir norðan, upp í 7 stig syðst.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir austlæga átt. Rigning eða snjókoma í flestum landshlutum en úrkomuminna norðaustantil. Víða vægt frost en allt að 5 stigum við suðurströndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×