„Við vorum í verulegri hættu“ Aníta Guðlaug Axelsdóttir skrifar 23. apríl 2023 07:01 Sovéskir hermenn hvíla sig við vegatálma. RAX Árið 1990 lýstu Eystrasaltsríkin yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum og í janúar 1991 hélt Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi utanríkisráðherra, utan til þess að viðurkenna sjálfstæði þeirra fyrir hönd Íslands, fyrst ríkja heims. RAX fylgdi honum út ásamt öðru fjölmiðlafólki. Sovéskar hersveitir voru á þessum tíma staðsettar í Eystrasaltsríkjunum til þess að berja niður þessa sjálfstæðistilburði og um það leyti sem íslenska föruneytið kom til Eystrasaltsins höfðu átökin harðnað verulega. „Það var búið að keyra yfir fólk á skriðdrekum.“ RAX myndaði ástandið á götum höfuðborganna en fólk flykktist út á göturnar í því óvissuástandi sem ríkti og kveikti varðelda og reisti vegatálma til að hefta för sovésku hermannanna. „Ég vissi eiginlega ekki hvað byssa er, þó ég viti hvað það er, en óttaðist þær ekki.“ RAX áttaði sig ekki á hættunni sem föruneytið var í og var hársbreidd frá því að flækjast inn í atburði sem hefur verið lýst sem þeim blóðugustu í sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna. Um sama leyti var stríð að brjótast út í Persaflóa og augu heimsins beindust þangað, og að auki gaus Hekla rétt fyrir brottför föruneytisins. Vegna þess hafa flestar af þessum ljósmyndum hvergi birst áður og birtast nú í fyrsta skipti í nýjasta þætti RAX Augnablik í spilaranum hér að neðan. Klippa: RAX augnablik - Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti úr smiðju RAX. RAX hefur áður verið á slóðum þar sem hætta vofir yfir. Um aldamótin fór hann til Suður-Afríku og Mósambík til þess að mynda ástandið í miklum eyðni faraldri sem geisaði í syðri hluta álfunnar. Tilgangurinn var að hefja söfnun til þess að fræða fólk á þessu svæði um sjúkdóminn en óvíst var hvort að fólkið sem hann myndaði yrði enn á lífi þegar myndirnar birtust. Klippa: RAX Augnablik - Eyðni í Afríku RAX fór líka til Síberíu til að mynda líf hreindýrahirðingja á síberísku túndrunni. Nútíminn með allri sinni tækni og þægindum er ekki einn um að ógna þessum lifnaðarháttum því með hlýnandi veðurfari bráðnar sífrerinn sífellt meir og óvíst er hvaða óværur hafa leynst þar frosnar í hundruð eða jafnvel þúsund ára. Klippa: RAX Augnablik - Hreindýrahirðingjarnir á túndrunni Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi. RAX Ljósmyndun Sovétríkin Tengdar fréttir „Hann fór tvisvar til útlanda, bæði skiptin í draumi“ Hvernig er að búa sem einbúi á afskekktum stað með einungis dýr og skepnur sér til félagsskapar? RAX hefur hitt nokkra einbúa sem margir hverjir hafa fullt að segja en heyrist sjaldan í, eins og RAX kemst að orði. 16. apríl 2023 07:00 „Þetta var stórkostleg björgun“ Á jóladagsnótt árið 1986 sökk flutningaskipið Suðurland við dularfullar aðstæður á leið sinni til Murmansk. Veður var slæmt og kafbátar á vegum Rússa og Breta voru á ferð í nálægð við skipið. Skipið tók á sig mikið högg, sjór flæddi nær stjórnlaust inn, og það tók að sökkva hratt. 9. apríl 2023 07:00 Fólk ætti að vera sent til Færeyja í stað heilsuhælis „Þetta er eins og að fara aftur í tímann.“ Svona lýsir Ragnar Axelsson ljósmyndari litlu þorpi í Færeyjum í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 4. desember 2022 07:00 „Ef Katla gýs þá er þetta það fyrsta sem hverfur“ „Ég er með jöklaáhuga, alveg svakalegan. Ég flýg reglulega yfir þá og mynda allt sem ég get og ætla að gera það eins lengi og ég get,“ segir ljósmyndarinn og flugmaðurinn Ragnar Axelsson. 20. nóvember 2022 07:00 RAX Augnablik: „Hann er með níu líf og er búinn með sautján“ „Ég hef svo gaman af týpum, það er svo mikið af flottum týpum úti um allt,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 6. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
Sovéskar hersveitir voru á þessum tíma staðsettar í Eystrasaltsríkjunum til þess að berja niður þessa sjálfstæðistilburði og um það leyti sem íslenska föruneytið kom til Eystrasaltsins höfðu átökin harðnað verulega. „Það var búið að keyra yfir fólk á skriðdrekum.“ RAX myndaði ástandið á götum höfuðborganna en fólk flykktist út á göturnar í því óvissuástandi sem ríkti og kveikti varðelda og reisti vegatálma til að hefta för sovésku hermannanna. „Ég vissi eiginlega ekki hvað byssa er, þó ég viti hvað það er, en óttaðist þær ekki.“ RAX áttaði sig ekki á hættunni sem föruneytið var í og var hársbreidd frá því að flækjast inn í atburði sem hefur verið lýst sem þeim blóðugustu í sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna. Um sama leyti var stríð að brjótast út í Persaflóa og augu heimsins beindust þangað, og að auki gaus Hekla rétt fyrir brottför föruneytisins. Vegna þess hafa flestar af þessum ljósmyndum hvergi birst áður og birtast nú í fyrsta skipti í nýjasta þætti RAX Augnablik í spilaranum hér að neðan. Klippa: RAX augnablik - Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti úr smiðju RAX. RAX hefur áður verið á slóðum þar sem hætta vofir yfir. Um aldamótin fór hann til Suður-Afríku og Mósambík til þess að mynda ástandið í miklum eyðni faraldri sem geisaði í syðri hluta álfunnar. Tilgangurinn var að hefja söfnun til þess að fræða fólk á þessu svæði um sjúkdóminn en óvíst var hvort að fólkið sem hann myndaði yrði enn á lífi þegar myndirnar birtust. Klippa: RAX Augnablik - Eyðni í Afríku RAX fór líka til Síberíu til að mynda líf hreindýrahirðingja á síberísku túndrunni. Nútíminn með allri sinni tækni og þægindum er ekki einn um að ógna þessum lifnaðarháttum því með hlýnandi veðurfari bráðnar sífrerinn sífellt meir og óvíst er hvaða óværur hafa leynst þar frosnar í hundruð eða jafnvel þúsund ára. Klippa: RAX Augnablik - Hreindýrahirðingjarnir á túndrunni Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.
Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.
RAX Ljósmyndun Sovétríkin Tengdar fréttir „Hann fór tvisvar til útlanda, bæði skiptin í draumi“ Hvernig er að búa sem einbúi á afskekktum stað með einungis dýr og skepnur sér til félagsskapar? RAX hefur hitt nokkra einbúa sem margir hverjir hafa fullt að segja en heyrist sjaldan í, eins og RAX kemst að orði. 16. apríl 2023 07:00 „Þetta var stórkostleg björgun“ Á jóladagsnótt árið 1986 sökk flutningaskipið Suðurland við dularfullar aðstæður á leið sinni til Murmansk. Veður var slæmt og kafbátar á vegum Rússa og Breta voru á ferð í nálægð við skipið. Skipið tók á sig mikið högg, sjór flæddi nær stjórnlaust inn, og það tók að sökkva hratt. 9. apríl 2023 07:00 Fólk ætti að vera sent til Færeyja í stað heilsuhælis „Þetta er eins og að fara aftur í tímann.“ Svona lýsir Ragnar Axelsson ljósmyndari litlu þorpi í Færeyjum í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 4. desember 2022 07:00 „Ef Katla gýs þá er þetta það fyrsta sem hverfur“ „Ég er með jöklaáhuga, alveg svakalegan. Ég flýg reglulega yfir þá og mynda allt sem ég get og ætla að gera það eins lengi og ég get,“ segir ljósmyndarinn og flugmaðurinn Ragnar Axelsson. 20. nóvember 2022 07:00 RAX Augnablik: „Hann er með níu líf og er búinn með sautján“ „Ég hef svo gaman af týpum, það er svo mikið af flottum týpum úti um allt,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 6. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
„Hann fór tvisvar til útlanda, bæði skiptin í draumi“ Hvernig er að búa sem einbúi á afskekktum stað með einungis dýr og skepnur sér til félagsskapar? RAX hefur hitt nokkra einbúa sem margir hverjir hafa fullt að segja en heyrist sjaldan í, eins og RAX kemst að orði. 16. apríl 2023 07:00
„Þetta var stórkostleg björgun“ Á jóladagsnótt árið 1986 sökk flutningaskipið Suðurland við dularfullar aðstæður á leið sinni til Murmansk. Veður var slæmt og kafbátar á vegum Rússa og Breta voru á ferð í nálægð við skipið. Skipið tók á sig mikið högg, sjór flæddi nær stjórnlaust inn, og það tók að sökkva hratt. 9. apríl 2023 07:00
Fólk ætti að vera sent til Færeyja í stað heilsuhælis „Þetta er eins og að fara aftur í tímann.“ Svona lýsir Ragnar Axelsson ljósmyndari litlu þorpi í Færeyjum í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 4. desember 2022 07:00
„Ef Katla gýs þá er þetta það fyrsta sem hverfur“ „Ég er með jöklaáhuga, alveg svakalegan. Ég flýg reglulega yfir þá og mynda allt sem ég get og ætla að gera það eins lengi og ég get,“ segir ljósmyndarinn og flugmaðurinn Ragnar Axelsson. 20. nóvember 2022 07:00
RAX Augnablik: „Hann er með níu líf og er búinn með sautján“ „Ég hef svo gaman af týpum, það er svo mikið af flottum týpum úti um allt,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 6. nóvember 2022 07:00