„Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar“ Hinrik Wöhler skrifar 20. apríl 2023 17:28 Sigurreif. Vísir/Hulda Margrét Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var að ná sér á jörðina aftur eftir spennuþrungin framlengdan leik á Ásvöllum í dag þegar Vísir náði tali af henni. Haukar sigruðu Framkonur í annað sinn í þessari viku og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna. „Ég er náttúrulega bara orðlaus og stolt af mínu liði. Raggi [Ragnar Hermannsson] á náttúrulega fullt í þessu. Hann sá um leiðinlegu hlutina í vetur, að koma þeim í form og ákveður svo að stíga út og setja þetta í hendurnar á mér. Ég fæ frábæran mann með mér, Dóra [Halldór Ingólfsson], þannig Raggi á mikið í þessu. Ég er alveg orðlaus og búin á því,“ sagði Díana eftir leikinn á Ásvöllum í dag. Það voru ekki margir sem bjuggust við 2-0 sigri Hauka í einvíginu en þær höfðu tapað öllum þremur leikjunum í deildinni á móti Fram en Díana hafði trú á liðinu fyrir úrslitakeppnina. „Það er búið að æfa vel í vetur, við fórum í undanúrslit í bikar og það gekk ekki nógu vel. Ég er með ungt og efnilegt lið sem er hungrað og margar búnar að vera hérna lengi. Það var talað um að það væri gaman að gera eitthvað óvænt í úrslitakeppninni.“ Framkonur fóru þó mun betur af stað í leiknum og leiddu bróðurpart fyrri hálfleiks áður en Haukakonur komust inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks. „Mér finnst við alltof soft varnarlega og vorum að fá ódýr mörk á okkur í byrjun. Það er ósköp eðlilegt þegar þú ert með svona lið að endurstilla spennustigið og ná betri þéttleika. Við töldum okkur þurfa það strax og sem betur fer heppnaðist það,“ sagði Díana þegar hún var spurð um leikhléið sem hún tók eftir sjö mínútna leik. Ljóst er að þær mæta deildarmeisturum ÍBV í undanúrslitum og er fyrsti leikurinn í Vestmannaeyjum. „Ég elska Vestmannaeyjar, þetta leggst rosalega vel í mig. Þær eru náttúrulega liðið og þetta verður verðugt verkefni. Okkur hlakkar bara til, svona er boltinn. Því lengra sem ég fer með þetta unga lið, því meiri reynslu fær það. Við erum að byggja um flott lið hjá Haukum á Ásvöllum.“ „Það er allt hægt, þú veist ekkert hvað gerist. Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar,“ sagði Díana að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar – Fram 31-30 | Íslandsmeisturunum sópað úr leik Haukar eru komnar í undanúrslit í Olís deildinni í handbolta eftir frækinn sigur á Íslandsmeisturum Fram að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 20. apríl 2023 17:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Sjá meira
Haukar sigruðu Framkonur í annað sinn í þessari viku og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna. „Ég er náttúrulega bara orðlaus og stolt af mínu liði. Raggi [Ragnar Hermannsson] á náttúrulega fullt í þessu. Hann sá um leiðinlegu hlutina í vetur, að koma þeim í form og ákveður svo að stíga út og setja þetta í hendurnar á mér. Ég fæ frábæran mann með mér, Dóra [Halldór Ingólfsson], þannig Raggi á mikið í þessu. Ég er alveg orðlaus og búin á því,“ sagði Díana eftir leikinn á Ásvöllum í dag. Það voru ekki margir sem bjuggust við 2-0 sigri Hauka í einvíginu en þær höfðu tapað öllum þremur leikjunum í deildinni á móti Fram en Díana hafði trú á liðinu fyrir úrslitakeppnina. „Það er búið að æfa vel í vetur, við fórum í undanúrslit í bikar og það gekk ekki nógu vel. Ég er með ungt og efnilegt lið sem er hungrað og margar búnar að vera hérna lengi. Það var talað um að það væri gaman að gera eitthvað óvænt í úrslitakeppninni.“ Framkonur fóru þó mun betur af stað í leiknum og leiddu bróðurpart fyrri hálfleiks áður en Haukakonur komust inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks. „Mér finnst við alltof soft varnarlega og vorum að fá ódýr mörk á okkur í byrjun. Það er ósköp eðlilegt þegar þú ert með svona lið að endurstilla spennustigið og ná betri þéttleika. Við töldum okkur þurfa það strax og sem betur fer heppnaðist það,“ sagði Díana þegar hún var spurð um leikhléið sem hún tók eftir sjö mínútna leik. Ljóst er að þær mæta deildarmeisturum ÍBV í undanúrslitum og er fyrsti leikurinn í Vestmannaeyjum. „Ég elska Vestmannaeyjar, þetta leggst rosalega vel í mig. Þær eru náttúrulega liðið og þetta verður verðugt verkefni. Okkur hlakkar bara til, svona er boltinn. Því lengra sem ég fer með þetta unga lið, því meiri reynslu fær það. Við erum að byggja um flott lið hjá Haukum á Ásvöllum.“ „Það er allt hægt, þú veist ekkert hvað gerist. Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar,“ sagði Díana að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar – Fram 31-30 | Íslandsmeisturunum sópað úr leik Haukar eru komnar í undanúrslit í Olís deildinni í handbolta eftir frækinn sigur á Íslandsmeisturum Fram að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 20. apríl 2023 17:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Sjá meira
Leik lokið: Haukar – Fram 31-30 | Íslandsmeisturunum sópað úr leik Haukar eru komnar í undanúrslit í Olís deildinni í handbolta eftir frækinn sigur á Íslandsmeisturum Fram að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 20. apríl 2023 17:00