Manchester United í úr­­slita­­leikinn eftir sigur í víta­­­spyrnu­­keppni

Aron Guðmundsson skrifar
Leikmenn Manchester United ærðust af fögnuði þegar ljóst var að liðið væri komið í úrslitaleik enska bikarsins. Þar verður andstæðingurinn Manchester City
Leikmenn Manchester United ærðust af fögnuði þegar ljóst var að liðið væri komið í úrslitaleik enska bikarsins. Þar verður andstæðingurinn Manchester City Visir/Getty

Manchester United er komið áfram í úrslitaleik enska bikarsins eftir sigur gegn Brighton í undanúrslitum, leik sem fór alla leið í bráðabana í vítaspyrnukeppni. Leikið var á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag.

Ljóst var fyrir leik dagsins að sigur­lið þess myndi mæta Manchester City í úr­slita­leik keppninnar en þeir úr blá­klædda hluta Manchester­borgar unnu í gær sann­færandi sigur á Sheffi­eld United í fyrri undan­úr­slita­leiknum.

Staða Brig­hton og Manchester United í ensku úr­vals­deildinni gaf til kynna að um afar jafnan leik yrði að ræða í dag og að sama skapi að spennan yrði mikil enda mikið í húfi.

Brig­hton byrjaði leikinn betur og átti Mac Allis­ter besta tæki­færi liðsins framan af en David de Gea sá við honum í marki Manchester United.

Leik­menn Manchester United sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á fyrri hálf­leikinn en svo fór að ekkert mark var skorað áður en flautað var til hálf­leiks.

Svipaðir hlutir voru upp á teningnum í seinni hálf­leik þar sem að Brig­hton byrjaði betur. Danny Wel­beck, sóknar­maður liðsins og fyrrum leik­maður Manchester United fékk gullið tæki­færi til að skora fyrsta mark leiksins en skalli hans af stuttu færi fór yfir markið.

Hvorugu liðinu tókst að finna net­möskvana áður en leik­tíminn rann út og því þurfti að grípa til fram­lengingar.

Robert Sánchez, mark­vörður Brig­hton reyndist þrándur í götu Manchester United að úr­slita­leiknum og í fyrri hálf­leik fram­lengingarinnar átti hann magnaða mark­vörslu eftir að skot Marcus Ras­h­ford hafði við­komu í varnar­manni Brig­hton. Hreint út sagt mögnuð mark­varsla sem hélt Brig­hton á lífi í leiknum.

Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Þar reyndist Manchester United sterkari aðilinn og hafði betur 7-6. Liðið tryggði sér þar með farseðil í úrslitaleik enska bikarsins þar sem andstæðingurinn verður nágrannaliðið Manchester City.

Vítaspyrnukeppnin:

Spyrnumenn Brighton:

Alexis Mac Allister – Skoraði

Pascal Gross – Skoraði

Undav – Skoraði

Estupinan – Skoraði

Lewis Dunk – Skoraði

Webster – Skoraði

March – Brenndi af

Spyrnumenn Manchester United:

Casemiro – Skoraði

Diogo Dalot – Skoraði

Jadon Sancho – Skoraði

Marcus Rashford – Skoraði

Marcel Sabitzer – Skoraði

Wout Weghorst – Skoraði

Victor Lindelöf - Skoraði

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira