Frá þessu greinir Handbolti.is. Þar segir að hin 25 ára gamla Hafdís og Valur hafi þegar náð samkomulagi. Hafdís hefur verið einn albesti markvörður landsins síðan hún sneri aftur í raðir Fram árið 2019 eftir dvöl erlendis. Lék hún með SønderjyskE í Danmörku og Sola HK í Noregi frá árinu 2017 til 2019 sem og hún lék með Stjörnunni árið áður en hún hélt ytra.

Það er ljóst að gríðarlega margt mun breytast hjá Fram á milli ára. Stefán Arnarson, þjálfari liðsins, mun ekki stýra því áfram eftir að hafa staðið á hliðarlínunni undanfarin níu ár. Í hans stað mun Einar Jónsson taka við þjálfun liðsins.
Ásamt Hafdísi hafa þær Perla Ruth Albertsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir ákveðið að róa á önnur mið. Báðar eru farnar heim á Selfoss og munu spila með uppeldisfélaginu á næstu leiktíð.
Íslandsmeistarar Fram enduði í 4. sæti Olís deildar kvenna í ár og féllu úr leik gegn Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Valur endaði í 2. sæti og kemur inn í undanúrslitin sem hefjast þann 29. apríl næstkomandi.