Lífið

Barbie nú með Downs

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Nýjasta viðbótin í Barbie-heiminum er Barbie með Downs-heilkenni.
Nýjasta viðbótin í Barbie-heiminum er Barbie með Downs-heilkenni. Mattel

Mattel, framleiðandi hinna sívinsælu Barbie-dúkka, hefur tilkynnt að sú næsta sem fer í framleiðslu verður með Downs-heilkennið. Undanfarin ár hefur fyrirtækið aukið fjölbreytni meðal Barbie dúkkanna í von um að líkja meira eftir raunverulegum konum. 

Undanfarin ár hefur Barbie meðal annars verið í hjólastól, með gerviútlim, með heyrnatæki og svo mætti lengi telja. Auk þess hafa Barbie-dúkkur verið styttri, hærri, feitari og grennri en hin klassíska Barbie-dúkka. Það er jú heldur ólíklegt að vera í laginu eins og sú upprunalega en samkvæmt vísindamönnum í Háskóla Suður-Ástralíu (University of South Australia) eru líkurnar á að vera með sömu líkamsbyggingu og Barbie ein á móti hundrað þúsund. 

Hér má sjá dæmi um þær Barbie-dúkkur sem hafa komið út á síðustu árum til að auka fjölbreytni dúkkanna.Mattel

Fram kemur í frétt BBC um málið að nýjasta viðbótin sé enn eitt skrefið í að gera öllum börnum kleift að sjá sig í Barbie. Mattel hannaði viðbótina í samvinnu við Bandarísku Downs-heilkennissamtökin. Þá komu sérfræðingar sömuleiðis að hönnuninni til að tryggja að dúkkan líkist raunverulega konum með Downs, allt frá andlitsfalli að líkamsgerð. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×