Fannst líkaminn vera að svíkja mig Íris Hauksdóttir skrifar 2. maí 2023 20:00 Guðlaug Elísa eignaðist tvö börn með stuttu millibili hún segir meðgöngurnar tvær gjörólíkar. aðsend Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir og kærasti hennar, Albert Guðmundsson fótboltamaður, eignuðust tvö börn með stuttu millibili. Starfs síns vegna gat Albert ekki verið viðstaddur fæðingu yngri dóttur þeirra sem kom í heiminn í febrúar síðastliðnum. Guðlaug upplifði í kjölfarið mikla einmanatilfinningu en hún segir meðgöngu, fæðingu og fyrstu mánuði barnanna tveggja gjörólíka. Guðlaug lýsir í viðtalsliðnum Móðurmálum stundinni þegar hún fékk strikið góða á prikið í fyrsta skiptið sem ákveðnu sjokki þrátt fyrir að parið hefði þegar rætt að barn væri velkomið í þeirra framtíðarplan. „Okkur langaði í barn og vorum búin að ákveða að það mætti gerast en það var sjokk að sjá jákvætt próf. Eftir það tók svo við mikil tilhlökkun og spenna.“ Eldri sonur Guðlaugar Elísu og Alberts, Guðmundur Leó varð stóri bróðir tveggja ára.aðsend Spurð hvernig fyrstu vikurnar hefðu verið heilsufarslega segist Guðlaug í báðum tilfellum hafa sloppið tiltölulega vel. „Ég hef verið ótrúlega heppin í báðum meðgöngunum að sleppa við ógleði og uppköst. Ég var hins vegar rosalega þreytt fyrstu vikurnar og svaf mikið en það er varla neitt til að kvarta yfir.“ Var eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? „Já hvað það er margt sem ófrískar konur finna fyrir en lítið er talað um.“ Guðlaug Elísa er mikið ein með börnin tvö en segist þakklát fyrir frábæran stuðning frá fjölskyldunni. aðsend Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? „Á fyrri meðgöngunni fannst mér breytingarnar dásamlegar og fagnaði í hvert skipti sem bumban stækkaði. Ég naut þess í botn að vera ólétt. Í seinna skiptið reyndi meira á meðgönguna samhliða því að sjá um ungan son okkar. Allt varð miklu erfiðara og ég upplifði bumbuna meira fyrir þá. Það breytir því þó ekki að ég er strax farin að sakna þess að vera með bumbu og leið út í sjálfa mig að hafa ekki notið þess betur að vera ófrísk.“ Frumburðurinn fæddist í Amsterdam og hefur flakkað talsvert með foreldrum sínum.aðsend Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? „Fyrra barnið fæddist í Amsterdam þar sem kerfið er öðruvísi. Sama ljósmóðir fylgdist með mér alla meðgönguna og í gegnum fæðinguna. Þannig myndast mun persónulegra samband á þessum níu mánuðum. Maður fer á stofu en ekki á heilsugæslu, er með símanúmerið hennar og gat verið í sambandi hvenær sem er. Kerfið hér heima er ekki slæmt en ég upplifði það mun ópersónulegra og var fegin að vera að gera þetta í annað skiptið og þurfa því ekki jafn mikinn stuðning og í fyrsta skiptið.“ Systkinin Guðmundur Leó og Maja Ósk.aðsend Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? „Ég var alveg sjúk í brauðmeti og sérstaklega beyglur. Beyglurnar á Deig eru þær bestu í bænum. Á fyrri meðgöngu hefði ég getað lifað á appelsínum og eplum með hnetusmjöri. Ég held að margar óléttar konur verða sammála mér með að konur sæki í einföld kolvetni og snögga orku svo sem brauð og morgunkorn.“ „Á fyrri meðgöngunni fannst mér breytingarnar dásamlegar og fagnaði í hvert skipti sem bumban stækkaði. Ég naut þess í botn að vera ólétt. Í seinna skiptið reyndi meira á meðgönguna samhliða því að sjá um ungan son okkar."aðsend Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? „Mér fannst oft einmanalegt að vera ólétt, maður getur verið mjög þreyttur og vill ekkert endilega vera gera það sem allir eru að gera. Mikið af tilfinningum og mér fannst ég oft ein að reyna vinna mig í gegnum þær. Þegar leið á meðgönguna fannst mér líkaminn minn vera svíkja mig, ég er sjúklega orkumikil almennt og allt í einu urðu daglegir hlutir erfiðir eins og að fara í sokka og skó.“ Guðlaug Elísa naut þess í botn að vera ófrísk og finna lífið kvikna innra með sér.aðsend Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? „Að finna fyrir lífinu sem þú ert að skapa. Hvert spark minnti mig á af hverju ég er að þessu.“ Yngri dóttirin, Maja Ósk kom í heiminn í sannkallaðri draumafæðingu.aðsend Varstu í mömmuklúbb? – Finnst þér það skipta máli að umgangast mömmur sem eru á svipuðum stað? „Já ég sótti mikið í mömmuhópa og eignast margar mömmu vinkonur. Mér fannst hjálpa mjög að tala við konur sem eru að fara í gegnum það sama. Að vera mamma og með börn er alveg sérstök upplifun og eiginlega ekki hægt að ætlast til að vinkonur mínar sem eiga ekki börn skilji þetta allt saman.“ Guðlaug Elísa segir það einstaka tilfinningu að vera mamma.aðsend Fékkstu að vita kynið? „Já við fengum að vita kynið í bæði skiptin. Við fórum í sónar í Amsterdam í fyrra skiptið og Ítalíu í það seinna og á báðum stöðunum er hægt að vita frá 14. viku svo við vissum mjög snemma kynin. Það hjálpaði mér að tengjast bumbunni betur að geta byrjað að tala um barnið sem hann eða hún og byrja að prófa nöfn og svoleiðis.“ Guðlaug Elísa segir fæðingarnar tvær gjörólíkar.aðsend Hvernig bjóstu þig undir fæðinguna? „Ég var bæði stressaðri og hræddari í fyrra skiptið og fór inn í fæðinguna með hugarfarið „ignorance is a bliss" því ég vildi ekki hugsa of mikið út í þetta. Í seinna skiptið var ég mun öruggari og spenntari að fá að gera þetta aftur. Ég fór reglulega til Ólivers á Kírópraktorstöð Reykjavíkur til að halda verkjum, sem fylgdu meðgöngunni, í skefjum. Ég kynnti mér verkjastillandi aðferðir svo sem nálastungur, gaddabolta og ilmolíur en þetta voru allt hlutir sem ég notaði síðan í fæðingunni sjálfri.“ Guðlaug Elísa segir brjóstagjöfina geta verið erfiða en þær mæðgur séu nú komnar á gott ról.aðsend Hvernig gekk fæðingin? „Þrátt fyrir að fæðingar séu alltaf erfiðar átti ég draumafæðingu þegar dóttir mín kom í heiminn. Fyrri fæðingin var hins vegar löng og erfið. Ég fékk mænudeyfingu sem fór illa í mig. Mér var óglatt af lyfjunum og þau hægðu á hríðunum. Ég endaði því með dripp í æð sem gerði verkina mun verri. Eftir sólarhrings átök kom strákurinn minn svo loksins í heiminn, 16 merkur og 50 cm af fullkomnun. Þessi reynsla varð til þess að mig langaði að fæða án verkjarlyfja næst og valdi því að eiga á Fæðingarheimili Reykjavíkur. Ég á ekki til nóg af fallegum orðum til að útskýra hvað ég þakklát ljósmæðrunum og mömmu minni sem var stoð mín og stytta í fæðingunni. Þær hvöttu mig áfram þegar mig langaði að gefast upp og hjálpuðu mér að koma dóttur minni í heiminn. Maja kom í heiminn 16.02.23 15 merkur og 53 cm.“ Maja Ósk kom í heiminn 16.02.2023 - 15 merkur og 53 cm. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? „Í þetta skipti fannst mér ég fá að njóta þess strax að fá hana í hendurnar og upplifiði ást við fyrstu sýn. Með strákinn þegar hann kom hugsaði ég „þetta er loksins búið’’. Síðan áttaði ég mig á því hann væri kominn og þá var auðvitað ekkert nema ást og gleði.“ Falleg fjölskylda.aðsend Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? „Í Amsterdam eiga allir rétt á heimahjálp viku eftir fæðingu. Þá kemur hjúkrunarfræðingur heim og hjálpar til allan daginn. Þær þrífa og passa hreinlæti ásamt því að veita aðstoð við allt sem viðkemur móður og barni. Þetta hjálpaði okkur nýbökuðu foreldrunum ólýsanlega mikið. Seinni sængurlegan var aðeins öðruvísi en ég fór heim til tveggja ára stóra bróður sem skildi ekkert hvað var í gangi og þurfti skiljanlega mikla ást og athygli. Kærastinn minn er búsettur á Ítalíu en hann kom til Íslands þegar litla var fjögurra daga. Hann fékk þó bara að vera með okkur í tvo daga svo í kjölfarið upplifði ég mikið „baby blues“. Nú þurfti ég að læra að vera ein með tvö lítil börn en sem betur fer fékk ég frábæran stuðning frá fjölskyldunni. Ljósmóðirin sem sá um heimavitjunina reyndist okkur sömuleiðis mjög vel. Albert flaug heim til Íslands þegar Maja Ósk var fjögurra daga gömul, hann fékk þó ekki að stoppa nema í tvo sólarhringa en hann er búsettur á Ítalíu þar sem hann starfar sem fótboltamaður.aðsend Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? „Já og nei. Það er svo ótrúlega mikið til í dag og ég á stundum erfitt með að flokka hvað ég þarf fyrir barnið og hvað er lúxus, sem mig langar í. Það að vera foreldri er nógu erfitt svo hlutir sem geta hjálpað að létta manni lífið eru snilld.“ Hvernig gekk að finna nafn á barnið? „Sonur okkur heitir Guðmundur Leó og nánast strax þegar við fengum að vita það væri strákur á leiðinni sagðist kærasti minn vilja skíra hann eftir föður sínum. Ég skildi það vel og þeir nafnarnir eru flottir saman. Við vildum líka hafa alþjóðlegt nafn með og þaðan kemur nafnið Leó. Dóttir okkar fékk nafnið Maja Ósk. Maja er alveg út í bláinn en Ósk er í höfuðið á mömmu minni og móðursystur minni.“ Guðmundur Leó er yfir sig hrifinn af litlu systur sinni, Maju Ósk.aðsend Hvernig gengur brjóstagjöfin? „Það getur verið drullu erfitt að gefa brjóst en heimahjálpin í fyrri fæðingunni kenndi mér réttu handtökin og passaði að ég gerði allt rétt. Brjóstagjöfin gekk því vel í fyrra skiptið og ég fór því full sjálfsöryggis inn í brjóstagjöfina í þetta skiptið en það kom algjörlega í bakið á mér. Fyrstu þrjár vikurnar voru erfiðastar út af brjóstagjöfinni. Ég fékk sýkingar og stíflur, endaði á sýklalyfjum. Eftir að tunguhaftið var klippt hjá dóttur minni fóru hlutirnir loksins að ganga betur og við erum í flottum málum í dag. Ég fékk einnig aðstoð frá brjóstagjafaráðgjafa og gæti ekki mælt meira með því fyrir konur sem eru að gefa brjóst.“ Guðlaug Elísa fékk sýkingar og stíflur, endaði á sýklalyfjum. Eftir að tunguhaftið var klippt hjá dótturinni litlu fóru hlutirnir loksins að ganga betur og erum þær mæðgur í góðum málum í dag.aðsend Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? „Þú ert betri mamma ef þú hugsar líka um sjálfa þig. Ekki vera of hörð við þig, þetta er erfitt starf og manni má finnast það stundum vera yfirþyrmandi. Hlutirnir verða betri og þú reynslumeiri. Þetta eru allt tímabil sem líða hjá og þá saknar maður þeirra, þannig mín ráð eru að muna reyna njóta. Það er líka engin skömm í því að biðja um aðstoð. Ég þarf sjálf að minna mig á þetta allt daglega.“ Móðurmál Börn og uppeldi Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Rúmfræði: Hvað er það sem gerir þig góðan í rúminu? Makamál Föðurland: „Í þetta skiptið breyttust vot augu í hreinan grátur“ Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Ása Fönn bíður eftir að verða uppgötvuð Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Guðlaug lýsir í viðtalsliðnum Móðurmálum stundinni þegar hún fékk strikið góða á prikið í fyrsta skiptið sem ákveðnu sjokki þrátt fyrir að parið hefði þegar rætt að barn væri velkomið í þeirra framtíðarplan. „Okkur langaði í barn og vorum búin að ákveða að það mætti gerast en það var sjokk að sjá jákvætt próf. Eftir það tók svo við mikil tilhlökkun og spenna.“ Eldri sonur Guðlaugar Elísu og Alberts, Guðmundur Leó varð stóri bróðir tveggja ára.aðsend Spurð hvernig fyrstu vikurnar hefðu verið heilsufarslega segist Guðlaug í báðum tilfellum hafa sloppið tiltölulega vel. „Ég hef verið ótrúlega heppin í báðum meðgöngunum að sleppa við ógleði og uppköst. Ég var hins vegar rosalega þreytt fyrstu vikurnar og svaf mikið en það er varla neitt til að kvarta yfir.“ Var eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? „Já hvað það er margt sem ófrískar konur finna fyrir en lítið er talað um.“ Guðlaug Elísa er mikið ein með börnin tvö en segist þakklát fyrir frábæran stuðning frá fjölskyldunni. aðsend Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? „Á fyrri meðgöngunni fannst mér breytingarnar dásamlegar og fagnaði í hvert skipti sem bumban stækkaði. Ég naut þess í botn að vera ólétt. Í seinna skiptið reyndi meira á meðgönguna samhliða því að sjá um ungan son okkar. Allt varð miklu erfiðara og ég upplifði bumbuna meira fyrir þá. Það breytir því þó ekki að ég er strax farin að sakna þess að vera með bumbu og leið út í sjálfa mig að hafa ekki notið þess betur að vera ófrísk.“ Frumburðurinn fæddist í Amsterdam og hefur flakkað talsvert með foreldrum sínum.aðsend Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? „Fyrra barnið fæddist í Amsterdam þar sem kerfið er öðruvísi. Sama ljósmóðir fylgdist með mér alla meðgönguna og í gegnum fæðinguna. Þannig myndast mun persónulegra samband á þessum níu mánuðum. Maður fer á stofu en ekki á heilsugæslu, er með símanúmerið hennar og gat verið í sambandi hvenær sem er. Kerfið hér heima er ekki slæmt en ég upplifði það mun ópersónulegra og var fegin að vera að gera þetta í annað skiptið og þurfa því ekki jafn mikinn stuðning og í fyrsta skiptið.“ Systkinin Guðmundur Leó og Maja Ósk.aðsend Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? „Ég var alveg sjúk í brauðmeti og sérstaklega beyglur. Beyglurnar á Deig eru þær bestu í bænum. Á fyrri meðgöngu hefði ég getað lifað á appelsínum og eplum með hnetusmjöri. Ég held að margar óléttar konur verða sammála mér með að konur sæki í einföld kolvetni og snögga orku svo sem brauð og morgunkorn.“ „Á fyrri meðgöngunni fannst mér breytingarnar dásamlegar og fagnaði í hvert skipti sem bumban stækkaði. Ég naut þess í botn að vera ólétt. Í seinna skiptið reyndi meira á meðgönguna samhliða því að sjá um ungan son okkar."aðsend Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? „Mér fannst oft einmanalegt að vera ólétt, maður getur verið mjög þreyttur og vill ekkert endilega vera gera það sem allir eru að gera. Mikið af tilfinningum og mér fannst ég oft ein að reyna vinna mig í gegnum þær. Þegar leið á meðgönguna fannst mér líkaminn minn vera svíkja mig, ég er sjúklega orkumikil almennt og allt í einu urðu daglegir hlutir erfiðir eins og að fara í sokka og skó.“ Guðlaug Elísa naut þess í botn að vera ófrísk og finna lífið kvikna innra með sér.aðsend Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? „Að finna fyrir lífinu sem þú ert að skapa. Hvert spark minnti mig á af hverju ég er að þessu.“ Yngri dóttirin, Maja Ósk kom í heiminn í sannkallaðri draumafæðingu.aðsend Varstu í mömmuklúbb? – Finnst þér það skipta máli að umgangast mömmur sem eru á svipuðum stað? „Já ég sótti mikið í mömmuhópa og eignast margar mömmu vinkonur. Mér fannst hjálpa mjög að tala við konur sem eru að fara í gegnum það sama. Að vera mamma og með börn er alveg sérstök upplifun og eiginlega ekki hægt að ætlast til að vinkonur mínar sem eiga ekki börn skilji þetta allt saman.“ Guðlaug Elísa segir það einstaka tilfinningu að vera mamma.aðsend Fékkstu að vita kynið? „Já við fengum að vita kynið í bæði skiptin. Við fórum í sónar í Amsterdam í fyrra skiptið og Ítalíu í það seinna og á báðum stöðunum er hægt að vita frá 14. viku svo við vissum mjög snemma kynin. Það hjálpaði mér að tengjast bumbunni betur að geta byrjað að tala um barnið sem hann eða hún og byrja að prófa nöfn og svoleiðis.“ Guðlaug Elísa segir fæðingarnar tvær gjörólíkar.aðsend Hvernig bjóstu þig undir fæðinguna? „Ég var bæði stressaðri og hræddari í fyrra skiptið og fór inn í fæðinguna með hugarfarið „ignorance is a bliss" því ég vildi ekki hugsa of mikið út í þetta. Í seinna skiptið var ég mun öruggari og spenntari að fá að gera þetta aftur. Ég fór reglulega til Ólivers á Kírópraktorstöð Reykjavíkur til að halda verkjum, sem fylgdu meðgöngunni, í skefjum. Ég kynnti mér verkjastillandi aðferðir svo sem nálastungur, gaddabolta og ilmolíur en þetta voru allt hlutir sem ég notaði síðan í fæðingunni sjálfri.“ Guðlaug Elísa segir brjóstagjöfina geta verið erfiða en þær mæðgur séu nú komnar á gott ról.aðsend Hvernig gekk fæðingin? „Þrátt fyrir að fæðingar séu alltaf erfiðar átti ég draumafæðingu þegar dóttir mín kom í heiminn. Fyrri fæðingin var hins vegar löng og erfið. Ég fékk mænudeyfingu sem fór illa í mig. Mér var óglatt af lyfjunum og þau hægðu á hríðunum. Ég endaði því með dripp í æð sem gerði verkina mun verri. Eftir sólarhrings átök kom strákurinn minn svo loksins í heiminn, 16 merkur og 50 cm af fullkomnun. Þessi reynsla varð til þess að mig langaði að fæða án verkjarlyfja næst og valdi því að eiga á Fæðingarheimili Reykjavíkur. Ég á ekki til nóg af fallegum orðum til að útskýra hvað ég þakklát ljósmæðrunum og mömmu minni sem var stoð mín og stytta í fæðingunni. Þær hvöttu mig áfram þegar mig langaði að gefast upp og hjálpuðu mér að koma dóttur minni í heiminn. Maja kom í heiminn 16.02.23 15 merkur og 53 cm.“ Maja Ósk kom í heiminn 16.02.2023 - 15 merkur og 53 cm. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? „Í þetta skipti fannst mér ég fá að njóta þess strax að fá hana í hendurnar og upplifiði ást við fyrstu sýn. Með strákinn þegar hann kom hugsaði ég „þetta er loksins búið’’. Síðan áttaði ég mig á því hann væri kominn og þá var auðvitað ekkert nema ást og gleði.“ Falleg fjölskylda.aðsend Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? „Í Amsterdam eiga allir rétt á heimahjálp viku eftir fæðingu. Þá kemur hjúkrunarfræðingur heim og hjálpar til allan daginn. Þær þrífa og passa hreinlæti ásamt því að veita aðstoð við allt sem viðkemur móður og barni. Þetta hjálpaði okkur nýbökuðu foreldrunum ólýsanlega mikið. Seinni sængurlegan var aðeins öðruvísi en ég fór heim til tveggja ára stóra bróður sem skildi ekkert hvað var í gangi og þurfti skiljanlega mikla ást og athygli. Kærastinn minn er búsettur á Ítalíu en hann kom til Íslands þegar litla var fjögurra daga. Hann fékk þó bara að vera með okkur í tvo daga svo í kjölfarið upplifði ég mikið „baby blues“. Nú þurfti ég að læra að vera ein með tvö lítil börn en sem betur fer fékk ég frábæran stuðning frá fjölskyldunni. Ljósmóðirin sem sá um heimavitjunina reyndist okkur sömuleiðis mjög vel. Albert flaug heim til Íslands þegar Maja Ósk var fjögurra daga gömul, hann fékk þó ekki að stoppa nema í tvo sólarhringa en hann er búsettur á Ítalíu þar sem hann starfar sem fótboltamaður.aðsend Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? „Já og nei. Það er svo ótrúlega mikið til í dag og ég á stundum erfitt með að flokka hvað ég þarf fyrir barnið og hvað er lúxus, sem mig langar í. Það að vera foreldri er nógu erfitt svo hlutir sem geta hjálpað að létta manni lífið eru snilld.“ Hvernig gekk að finna nafn á barnið? „Sonur okkur heitir Guðmundur Leó og nánast strax þegar við fengum að vita það væri strákur á leiðinni sagðist kærasti minn vilja skíra hann eftir föður sínum. Ég skildi það vel og þeir nafnarnir eru flottir saman. Við vildum líka hafa alþjóðlegt nafn með og þaðan kemur nafnið Leó. Dóttir okkar fékk nafnið Maja Ósk. Maja er alveg út í bláinn en Ósk er í höfuðið á mömmu minni og móðursystur minni.“ Guðmundur Leó er yfir sig hrifinn af litlu systur sinni, Maju Ósk.aðsend Hvernig gengur brjóstagjöfin? „Það getur verið drullu erfitt að gefa brjóst en heimahjálpin í fyrri fæðingunni kenndi mér réttu handtökin og passaði að ég gerði allt rétt. Brjóstagjöfin gekk því vel í fyrra skiptið og ég fór því full sjálfsöryggis inn í brjóstagjöfina í þetta skiptið en það kom algjörlega í bakið á mér. Fyrstu þrjár vikurnar voru erfiðastar út af brjóstagjöfinni. Ég fékk sýkingar og stíflur, endaði á sýklalyfjum. Eftir að tunguhaftið var klippt hjá dóttur minni fóru hlutirnir loksins að ganga betur og við erum í flottum málum í dag. Ég fékk einnig aðstoð frá brjóstagjafaráðgjafa og gæti ekki mælt meira með því fyrir konur sem eru að gefa brjóst.“ Guðlaug Elísa fékk sýkingar og stíflur, endaði á sýklalyfjum. Eftir að tunguhaftið var klippt hjá dótturinni litlu fóru hlutirnir loksins að ganga betur og erum þær mæðgur í góðum málum í dag.aðsend Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? „Þú ert betri mamma ef þú hugsar líka um sjálfa þig. Ekki vera of hörð við þig, þetta er erfitt starf og manni má finnast það stundum vera yfirþyrmandi. Hlutirnir verða betri og þú reynslumeiri. Þetta eru allt tímabil sem líða hjá og þá saknar maður þeirra, þannig mín ráð eru að muna reyna njóta. Það er líka engin skömm í því að biðja um aðstoð. Ég þarf sjálf að minna mig á þetta allt daglega.“
Móðurmál Börn og uppeldi Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Rúmfræði: Hvað er það sem gerir þig góðan í rúminu? Makamál Föðurland: „Í þetta skiptið breyttust vot augu í hreinan grátur“ Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Ása Fönn bíður eftir að verða uppgötvuð Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira