„Þetta var uppáhaldshúsið hennar mömmu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. apríl 2023 15:31 Haraldur opnaði veitingahúsið Önnu Jónu loksins á dögunum eftir tveggja ára undirbúning. Hann opnar sig upp á gátt fyrir gestum veitingahússins. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, betur þekktur sem Halli í Ueno, segir að viðbrögð landsmanna við veitingastaðnum Önnu Jónu á Tryggvagötu 11 hafi farið fram úr sínum björtustu vonum. Hann segist hafa viljað fylla uppáhaldshús móður sinnar af lífi. „Viðtökurnar hafa verið yndislegar og eiginlega framar öllum vonum. Staðurinn hefur verið pakkaður síðan við opnuðum dyrnar fyrir einhverjum nokkrum dögum síðan,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarin tvö ár að útbúa veitingastaðinn, sem nú hefur loksins opnað. Vísir/Vilhelm Staðurinn er nefndur eftir móður hans Önnu Jónu Jónsdóttur, sem lést fyrir meira en 35 árum síðan þegar hann var einungis 11 ára gamall. Veitingahúsið er glæsilega innréttað og hefur þess verið beðið í nokkurn tíma að það myndi opna eða allt frá því að Haraldur tilkynnti um áætlanir sínar í mars fyrir meira en tveimur árum síðan. Haraldur segist muna vel eftir húsinu við Tryggvagötu 11 frá því í æsku. Sjálfur býr Haraldur nú við götuna og ljóst að þessi gata á hug hans og hjarta. Haraldur er himinlifandi með opnun Önnu Jónu og segir staðinn hafa verið fullan af gestum síðustu daga.Vísir/Vilhelm „Ég og mamma bjuggum þarna í næstu götu þegar ég var lítill og við löbbuðum oft fram hjá þarna og í minningunni var einmitt kaffihús í þessu plássi og mikil hlýja og mikið af fólki. Þetta var uppáhaldshúsið hennar mömmu og ég vildi halda því þannig.“ Haraldur opnar sig upp á gátt við gesti staðarins og ritar örfá orð um móður sína og minningu hennar í orðsendingu á matseðli staðarins. Hún hafi kennt honum að sjá fegurðina í lífinu en sjálf var Anna Jóna listakona og búningahönnuður. I wrote this inscription in the menu for @AnnaJona We're officially open now.I hope you'll come visit someday. pic.twitter.com/N7kdCNPFgV— Halli (@iamharaldur) April 23, 2023 Þægileg nærvera Haralds svífur yfir vötnum á Önnu Jónu. Þar er þægilegt að vera.Vísir/Vilhelm Kvikmyndasalurinn opnar brátt Á Önnu Jónu er jafnframt að finna lítinn kvikmyndasal og segist Haraldur enn vera að velta því fyrir sér hvernig gestum verði boðið í salinn. „Við erum enn að vinna í honum, hann verður tilbúinn eftir örfáar vikur. Við erum að velta því fyrir okkur hvernig við gerum þetta, það á eftir að koma í ljós.“ Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarin tvö ár að útbúa veitingastaðinn, sem nú hefur loksins opnað. Vísir/Vilhelm Hann segir að staðurinn hafi verið hannaður með það að markmiði að gera gestum kleyft að skapa nýjar minningar með ástvinum sínum og borða góðan mat sem eldaður er af væntumþykju. Þetta er staðurinn sem þú og mamma þín hefðuð farið saman á? „Algjörlega. Að minnsta kosti ef við hefðum átt einhvern pening,“ segir Haraldur hlæjandi. It s hard to capture but @AnnaJona looks real purdy at night. pic.twitter.com/82FAnGp6s9— Halli (@iamharaldur) April 22, 2023 Matur Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Haraldur gefur út tónlistarmyndband Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, gaf í dag út tónlistarmyndband lagið Almost over you undir listamannanafninu Önnu Jónu son. 9. mars 2023 13:19 Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14. apríl 2023 08:45 Vill ekki að líf sitt snúist um deiluna við Musk Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, segir að von sé á tilkynningu frá sér í dag. Hann segir að tilkynningin tengist ekki ritdeilunni við Elon Musk, eiganda Twitter. 9. mars 2023 10:02 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Viðtökurnar hafa verið yndislegar og eiginlega framar öllum vonum. Staðurinn hefur verið pakkaður síðan við opnuðum dyrnar fyrir einhverjum nokkrum dögum síðan,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarin tvö ár að útbúa veitingastaðinn, sem nú hefur loksins opnað. Vísir/Vilhelm Staðurinn er nefndur eftir móður hans Önnu Jónu Jónsdóttur, sem lést fyrir meira en 35 árum síðan þegar hann var einungis 11 ára gamall. Veitingahúsið er glæsilega innréttað og hefur þess verið beðið í nokkurn tíma að það myndi opna eða allt frá því að Haraldur tilkynnti um áætlanir sínar í mars fyrir meira en tveimur árum síðan. Haraldur segist muna vel eftir húsinu við Tryggvagötu 11 frá því í æsku. Sjálfur býr Haraldur nú við götuna og ljóst að þessi gata á hug hans og hjarta. Haraldur er himinlifandi með opnun Önnu Jónu og segir staðinn hafa verið fullan af gestum síðustu daga.Vísir/Vilhelm „Ég og mamma bjuggum þarna í næstu götu þegar ég var lítill og við löbbuðum oft fram hjá þarna og í minningunni var einmitt kaffihús í þessu plássi og mikil hlýja og mikið af fólki. Þetta var uppáhaldshúsið hennar mömmu og ég vildi halda því þannig.“ Haraldur opnar sig upp á gátt við gesti staðarins og ritar örfá orð um móður sína og minningu hennar í orðsendingu á matseðli staðarins. Hún hafi kennt honum að sjá fegurðina í lífinu en sjálf var Anna Jóna listakona og búningahönnuður. I wrote this inscription in the menu for @AnnaJona We're officially open now.I hope you'll come visit someday. pic.twitter.com/N7kdCNPFgV— Halli (@iamharaldur) April 23, 2023 Þægileg nærvera Haralds svífur yfir vötnum á Önnu Jónu. Þar er þægilegt að vera.Vísir/Vilhelm Kvikmyndasalurinn opnar brátt Á Önnu Jónu er jafnframt að finna lítinn kvikmyndasal og segist Haraldur enn vera að velta því fyrir sér hvernig gestum verði boðið í salinn. „Við erum enn að vinna í honum, hann verður tilbúinn eftir örfáar vikur. Við erum að velta því fyrir okkur hvernig við gerum þetta, það á eftir að koma í ljós.“ Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarin tvö ár að útbúa veitingastaðinn, sem nú hefur loksins opnað. Vísir/Vilhelm Hann segir að staðurinn hafi verið hannaður með það að markmiði að gera gestum kleyft að skapa nýjar minningar með ástvinum sínum og borða góðan mat sem eldaður er af væntumþykju. Þetta er staðurinn sem þú og mamma þín hefðuð farið saman á? „Algjörlega. Að minnsta kosti ef við hefðum átt einhvern pening,“ segir Haraldur hlæjandi. It s hard to capture but @AnnaJona looks real purdy at night. pic.twitter.com/82FAnGp6s9— Halli (@iamharaldur) April 22, 2023
Matur Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Haraldur gefur út tónlistarmyndband Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, gaf í dag út tónlistarmyndband lagið Almost over you undir listamannanafninu Önnu Jónu son. 9. mars 2023 13:19 Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14. apríl 2023 08:45 Vill ekki að líf sitt snúist um deiluna við Musk Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, segir að von sé á tilkynningu frá sér í dag. Hann segir að tilkynningin tengist ekki ritdeilunni við Elon Musk, eiganda Twitter. 9. mars 2023 10:02 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Haraldur gefur út tónlistarmyndband Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, gaf í dag út tónlistarmyndband lagið Almost over you undir listamannanafninu Önnu Jónu son. 9. mars 2023 13:19
Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14. apríl 2023 08:45
Vill ekki að líf sitt snúist um deiluna við Musk Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, segir að von sé á tilkynningu frá sér í dag. Hann segir að tilkynningin tengist ekki ritdeilunni við Elon Musk, eiganda Twitter. 9. mars 2023 10:02